Vegna þeirra Covid takmarkana sem eru í gildi varðandi Norðlingaskóla þá geta foreldrar ekki farið inn í skólann þegar æfingar eru í gangi.  Þess vegna verður æfingin hjá 8kv í fótbotlanum á Fylkisvellinum (úti) mánudaginn 14.september.

 

Komið hefur í ljós í upphafi tímabils hjá yngra árinu í 7ka í fótboltanum að það er rótleysi varðandi tímann sem líður á milli komu frístundavagnsins í Fylkishöll og þar til æfingin hefst. Orri Hrafn sem er einn af þjálfurum flokksins mun héðan í frá taka á móti rútunni og fylgja drengjunum inn í Fylkishöll (klefi 5)  þar sem drengirnir geta hengt af sér fötin, borðað jafnvel smá nesti og geymt skólatöskuna sína. Orri fylgir þeim svo út á völl áður en æfingin hefst.  Vonandi verður þetta til þess að ástandið batni en endilega hafið sambandi við Sigurð þjálfara ef svo verður ekki.

Æfingatímar í september :

Mánudagar –

Yngri (2014) 15:00-16:00 (bara í sept, Egilshöll frá 1.okt kl 16:30)

Þriðjudagar

Yngri (2014) 15:00-16:00

Fimmtudagar

Yngri (2014) 15:00-16:00

 

Viljum vekja athygli á því að nýtt tímabil í handbotlanum er að hefjast samkvæmt  Æfingatafla hkd Fylkis 2020-2021 vol 2.0.

4. og 3.flokkur eru farnir af stað í samstarfi við Fjölni.

5.-6.flokkur hefjast í dag.

7.-8.flokkur byrja svo 1.september

 

Minnum á skráningu í handboltann https://fylkir.felog.is/ og á frístundavagn Fylkis en allar upplýsingar um hann má nálgast á heimasíðu félagsins.

 

Með kveðju,

 

Stjórn handboltans

Guðrún Karítas gengur til liðs við Fylki
Fylkir hefur komist að samkomulagi við Val um félagaskipti Guðrúnar Karítasar Sigurðardóttur til Fylkis. Hefur Guðrún Karítas gert samkomulag við Fylki um að leika með félaginu út tímabilið 2022.
Guðrún Karítas, sem er uppalin á Akranesi, er fædd árið 1996. Hún hefur leikið alls 133 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 44 mörk, en á ferli sínum hefur hún spilað með ÍA, Stjörnunni, KR og Val.
Þá á hún að baki 16 leiki og 6 mörk með yngri landsliðum Íslands.
Um leið og við bjóðum Guðrúnu Karítas hjartanlega velkomna til félagsins þá þökkum við Val fyrir góð samskipti og vinnubrögð í kringum félagaskipti leikmannsins.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Stjórn KSÍ hefur samþykkt nýja reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja í 3.fl, 2.fl og meistaraflokki.

Reglugerðin, ásamt reglunum sjálfum og ýmsum fylgigögnum hefur verið birt á vef KSÍ og eru allir hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér vel efni þessarar síðu.

Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.

Meðal þess sem kemur fram í reglugerðinni er að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum og æfingum þessara flokka.  Viljum hvetja alla stuðningsmenn og foreldra til að sýna ábyrgð og fylgja þessu.

BEINT Í KLEFANN – Áheitasöfnun stuðningsmanna Fylkis
Verðum dugleg að skora á félagsmenn að taka þátt.
Árangur meistaraflokka félagsins hefur verið góður til þessa, hvetjum þau til áframhaldandi góðra verka.
Í erfiðu umhverfi vegna COVID-19 hafa leikmenn staðið sig vel innann sem utan vallar.
Á þessari síðu getur þú lagt þitt að mörkum með áheiti til leikmanna knattspyrnudeildar Fylkis!
Með þessari áheitasöfnun viljum við sýna leikmönnum hversu mikið við metum árangur þeirra!
Veldu upphæð sem þú ert tilbúinn reiða af hendi sem rennur beint í klefann til leikmanna ef ákveðinn árangur næst.
Meistaraflokkar Fylkis í fótbolta spila um helgina.
Pepsí Max karla
ÍA – Fylkir
Laugardagur kl 16:00
BEINT Á STÖÐ 2 SPORT
Pepsí Max kvenna
Selfoss – Fylkir
Sunnudagur kl 14:00
BEINT Á STÖÐ 2 SPORT
Því miður engir áhorfendur en sendum liðunum góða strauma og fylgjumst með á Stöð 2 sport.

Skráning er hafin í starf handknattleiksdeildar Fylkis í vetur.  Boðið verður upp á æfingar í öllum flokkum.

Æfingar í yngstu flokkunum hefjast 1.september og verða upplýsingar um æfingatíma sett inn á heimasíðu félagsins um leið og þær eru klárar.

Skráning í 8.fl – 5.fl karla og kvenna fer fram í skráningarkerfi Fylkis á heimasíðunni https://fylkir.felog.is/ , vakin er athygli á því að veittur er 10% afsláttur ef gengið er frá skráningu og greiðslu fyrir 1.október.

Vegna samstarfs deildarinnar við handknattleiksdeild Fjölnis í 4.fl og 3.fl  karla og kvenna fer skráningin í þá flokka fram í gegnum skráningarkerfi Fjölnis https://fjolnir.felog.is/.

Minnum á skráningu í frístundavagninn sem gengur innan hverfis og á að nota frístundastyrkinn.