Olgeir ráðinn til Fylkis
Olgeir er Eyjamaður en hefur helst gert garðinn frægan með Breiðablik. Þar var hann í eina liði Blika sem hampað hefur Bikarmeistaratitli 2009 og Íslandsmeistaratitlinum 2010.
Hann spilaði 321 meistaraflokksleik fyrir Breiðablik og skorað í þeim 39 mörk. Hann lék einnig 17 leiki fyrir ÍBV og 22 fyrir Völsung og skorað í þeim 1 mark.
Olgeir var aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Breiðabliks 2017 og þjálfari 2. flokk Kópavogsliðsins 2017 – 2021.
Samningur Olgeirs við Fylki er 2 ár með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar.
Fylkir býður Olgeir velkominn í Árbæinn