Íþróttafélagið Fylkir er með frábæra leikfimi fyrir betri borgara 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara.  Tónlist frá 60-70 og 80 tímabilinu hljómar dàtt à meðan á æfingu stendur.  Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum,jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur.

Eftir æfingu er boðið upp á kaffi og með því og spjallað saman

Æfingar fara fram à mánudögum og miðvikudögum kl: 10.00-11.00 og 11.00-12.00.

Bara koma hreyfa sig , hafa gaman og hitta aðra

Æfingar fara fram í Fylkisseli , Norðlingabraut 12.Skráning á fimleikar@fylkir.is