Árið2022-2023
- 2.Flokkur149.000 kr.
- 3.Flokkur149.000 kr.
- 4.Flokkur149.000 kr.
- 5.Flokkur139.000 kr.
- 6.Flokkur125.000 kr.
- 7.Flokkur119.000 kr.
- 8.Flokkur59.000 kr.
Æfingagjöld Knattspyrnudeildar Fylkis 2022-2023
Almennt
- Æfingagjöld skulu greidd í upphafi tímabils eða í síðasta lagi 5. október.
- Greiðsla æfingagjalda er forsenda fyrir þátttöku iðkanda á æfingum og í keppni.
-
- Stefnt er að því að æfingagjöld standi að mestu leyti undir rekstri flokka en þar eru laun þjálfara langstærsti einstaki kostnaðarliðurinn.
- Laun þjálfara eru greidd út mánaðarlega og æfingagjöldin eru grunnforsenda fyrir sjálfbærum rekstri starfseminnar á vegum Barna- og unglingaráðs (BUR) Knattspyrnudeildar Fylkis.
Skráning, greiðsla, afslættir
- Skráning og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum Sportabler.
Allir iðkendur skulu því vera skráðir í Sportabler. Í skráningarferlinu koma allar nauðsynlegar upplýsingar fram, verð á námskeiði og hvort hægt sé að skipta greiðslum.
-
- Vakin er athygli á því að svo til öll samskipti þjálfara við iðkendur og foreldra fara fram í gegnum Sportabler. Þar koma sem dæmi fram upplýsingar um æfingar, leiki/mót og annað sem tengist starfinu.
- Þegar iðkandi er skráður í Sportabler tengist hann sjálfkrafa við dagskrá viðkomandi hóps.
- Ef forráðamaður getur ekki greitt í félagagjaldakerfinu með greiðsluseðli eða kreditkorti, þá þarf að hafa samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is.
- Allar breytingar á skráningu kosta 1500 kr fyrir hverja færslu / seðil.
- 5% systkina- og fjölgreinaafsláttur af öllum gjöldum, kemur inn við skráningu.
-
- Hægt er að sækja um lækkun á æfingagjöldum yfir vetrartímann ef iðkandi æfir aðra íþróttagrein innan Fylkis og æfingatímar skarast þannig að iðkandi getur ekki tekið þátt í æfingum á vegum Knattspyrnudeildar að fullu. Sjá nánar um slíkar aðstæður hér að neðan:
Ef um er að ræða tvær æfingar í viku og ein æfing skarast má lækka æfingagjöld um 40% á viðkomandi tímabili.
Ef um er að ræða þrjár æfingar í viku má lækka æfingagjöldin um 25% fyrir hverja æfingu sem skarast á viðkomandi tímabili.
Ef um er að ræða 4 æfingar á viku má lækka æfingagjöldin um 20% fyrir hverja æfingu sem skarast á viðkomandi tímabili.
Sækja þarf um þennan afslátt til skrifstofu með því að senda póst á fylkir@fylkir.is
- Æfingagjöld munu ekki lækka þótt iðkandi geti ekki stundað æfingar að fullu (þó með undantekningu hér beint að ofan um skörun við aðrar íþróttagreinar á vegum Fylkis yfir vetrartímann).
- Bent er á að skráning er bindandi fyrir tímabilið og Fylkir endurgreiðir ekki æfingagjöld nema um langvarandi veikindi/slys á barni sé um að ræða eða brottflutning af starfssvæði Fylkis. Slík tilfelli þarf að tilkynna skriflega til Halldórs Steinssonar íþróttafulltrúa með tölvupósti á doristeins@fylkir.is.
- Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti til Halldórs Steinssonar á netfangið doristeins@fylkir.is. Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn, ekki nægir að tilkynna einungis viðkomandi þjálfara um að þátttöku iðkandans sé lokið.
- Mikilvægt er að hafa samband við skrifstofu ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans. Í þessu samhengi er sérstaklega bent á Minningarsjóð Indriða Einarssonar, fyrrum leikmanns Fylkis. Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðkendur Knattspyrnudeildar Fylkis þar sem áskorun reynist að standa skil á æfingagjöldum, kostnaði af æfingaferðum, búnaði til iðkunar og öðru sem tengist starfinu.
- Vinsamlegast hafið sambandi við skrifstofu Fylkis í gegnum netfangið fylkir@fylkir.is ef eitthvað er óljóst varðandi skráningu iðkenda, greiðslufyrirkomulag og afslætti.
Frístundastyrkur
- Hægt er að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar upp í greiðslu á æfingagjöldum.
- Nota skal frístundastyrkinn þegar gengið er frá æfingagjöldum í Sportabler við upphaf tímabils eða þegar iðkandi byrjar.
- Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Reykjavíkurborgar.
- Ekki er heimilt að flytja frístundastyrk milli systkina.
Sérákvæði 2022 – 2023
Innifalið í ofangreindum gjöldum verður 1 keppnistreyja fyrir hvern iðkenda miðað við fullt gjald. Þess ber að geta að BUR flík 2021-2022 er enn fáanleg og er í sölu hjá Macron.
Ofangreind gjöld innifela nokkra hækkun frá fyrra ári sem fyrst og fremst skýrist af því að núgildandi æfingagjöld standa ekki undir beinum kostnað af yngri flokkum Knattspyrnudeildar. Auk þess bætist við aukinn kostnaður vegna þátta eins og ferðalaga (sem aftur skýrist af hækkun á eldsneyti og af hærri verðum sem okkur bjóðast núna eftir að ferðaþjónustan komst á fulla ferð) sem og aukinni tíðni leikja og æfinga hjá nokkrum af okkar flokkum.
Eins og á yfirstandandi starfsári mun foreldrum/forráðamönnum standa til boða að vinna ýmis störf fyrir Knattspyrnudeild Fylkis og lækka þar með æfingagjöldin um allt að 20.000 kr. per iðkanda miðað við fullt gjald. Um fjölmörg störf er að ræða, s.s. vinnu á Mjólkurbikarmótum yngri flokka, vinnu í kringum skemmtanir, dómgæslu, vinnu á heimaleikjum o.fl. Skráning í sjálfboðaliðastarf mun eftir sem áður fara fram í gegnum skrifstofu Fylkis (fylkir@fylkir.is) og þegar vinna hefur verið innt af hendi mun félagið endurgreiða fyrir viðkomandi framlag.
Tekið er fram að ekki er mögulegt að lækka æfingagjöld með þátttöku í foreldraráði eða með vinnu við skipulag á þátttöku iðkanda í mótum. Grunnhugmyndin er að framlag viðkomandi foreldra/forráðamanna sé tekjuaflandi fyrir deildina ellegar forði deildinni frá útlögðum kostnaði fyrir vinnu sem deildin þyrfti annars að kaupa til sín.
Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis, starfsmenn og þjálfarar stefna ótrauð að því að efla starf deildarinnar með því að efla þjónustuna, fjölga iðkendum, styrkja afreksstarf yngri flokka og tryggja heilbrigt umhverfi fyrir okkar iðkendur, foreldra/forráðamenn, starfsfólk og þjálfara.
Við vonumst eftir sem bestu samstarfi við iðkendur, foreldra og forráðamenn á nýju starfsári.