Olivier Napiórkowski, Aron Bent Hermannsson og Jón Ólafur Kjartansson hafa verið valdir til að taka þátt í æfingu og leik miðvikudaginn 12.febrúar og fimmtudaginn 13.febrúar 2025 með U-16 ára landsliði karla.
Æfingarnar fara fram í Miðgarði en leikirnir verða báðir spilaðir í Fífunni.
Olivier er fæddur 2009 og er eldfljótur vængmaður/bakvörður og með öflugan vinstri fót. Olivier hefur tekið þátt í æfingaleikjum meistaraflokks í upphafi árs.
Aron Bent og Jón Ólafur eru fæddir árið 2009 og eru báðir mjög efnilegir markmenn sem leika með 3. og 2. flokki félagsins. Er þetta sérstakt ánægjuefni að Fylkir eignist upprennandi markmenn og er þetta til marks um öfluga þjálfun hjá Birni Metúsalem Aðalsteinssyni markmannsþjálfara yngri flokka og meistaraflokks karla, en Ólafur Kristófer Helgason og Júlía Huld Birkisdóttir hafa einnig verið valinn áður í yngri landslið Íslands.
Olivier Napiórkowski
Aron Bent Hermannsson
Jón Ólafur Kjartansson