Fylkir hefur gert samning við Bjarna Þórð Halldórsson um að taka við starfi aðalþjálfara kvennaliðs Fylkis.

Bjarni Þórður er Fylkisfólki vel kunnur en hann á að baki fjölda leikja með félaginu ásamt því að hafa komið að þjálfun allra flokka til margra ára, nú síðast sem markmannsþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Bjarni Þórður er auk þess Árbæingur og Fylkis maður alveg í gegn.

Við hjá félaginu höfum miklar væntingar til samstarfsins við Bjarna Þórð og hlökkum til að vinna með honum að áframhaldandi framgangi kvennaknattspyrnunnar hjá Fylki.

Um leið þakkar Fylkir Gunnari Magnúsi Jónssyni fyrir gott starf hjá Fylki í þau tvö ár sem hann var hjá okkur sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Við þökkum honum fyrir hans framlag til Fylkis og óskum honum alls hins besta í hans næstu verkefnum.

#viðerumÁrbær

Miðvikudaginn 30.október 2024 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar knattspyrnudeildar Fylkis í samkomusal Fylkishallar.

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt reglugerð knattspyrnudeildar og lögum félagsins.

Önnur mál

 

Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis

Guðmar Gauti Sævarsson hefur verið valinn í lokahóp U-17 ára landsliðs karla sem tekur þátt í undankeppni EM 2025.
 
Undankeppnin fer fram hér á Íslandi dagana 25.10 – 5.11.
 
Guðmar er afar efnilegur leikmaður sem hefur átt fast sæti í landsliðinu undanfarin ár. Einnig er hann algjör lykilmaður í 2.flokki félagsins ásamt því að æfa og spila með meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.
 
Við óskum Guðmari innilega til hamingju með valið!


 
#viðerumÁrbær
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki mun láta af störfum hjá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar.
 
Ragnar Páll Bjarnason, formaður Knattspyrnudeildar Fylkis:
,,Rúnar Páll er búinn að vinna afar gott starf hjá Fylki þau rúmu þrjú ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá okkur. Við kveðjum Rúnar Pál Sigmundsson með þökkum fyrir allt hans framlag til Fylkis um leið og við óskum honum alls hins besta í næstu verkefnum sem hann mun taka að sér.”
 
Rúnar Páll Sigmundsson:
,,Mér hefur liðið virkilega vel hjá Fylki allan minn tíma hjá félaginu. Ég vil þakka starfsfólki, leikmönnum, stjórn, meistaraflokksráði sem og stuðningsfólki Fylkis fyrir samstarfið og stuðninginn við Fylkisliðið og mín störf á undanförnum árum. Fylkir er frábært félag með umgjörð og aðstæður sem eru til mikillar fyrirmyndar.”
 
#viðerumÁrbær
📸Hafliði Breiðfjörð
Næst er það Krókurinn – rútuferð í boði.
 
Það var frábær stemmning í stúkunni á Samsung vellinum í frábærum sigri okkar stúlkna og þökkum við öllum þeim sem mættu og studdu stelpurnar til sigurs.
 
Næsti úrslitaleikur hjá stelpunum er laugardaginn 7. September kl: 14:00 þegar þær mæta Tindastól á Sauðárkróki. Með sigri kemst liðið upp úr fallsæti þegar einn leikur er eftir.
 
Boðið verður upp á rútuferð norður og til baka og kostar sætið aðeins 2500 kr. Lagt verður af stað klukkan 09:00 frá Fylkisheimilinu. Áætluð heimkoma er milli 19:00 og 20:00.
 
Skráning í ferðina er hér að neðan eða með tölvupósti á juliusorn@outlook.com.
 
Theodór Ingi og Stefán Gísli valdir í lokahóp U-19! 🇮🇸
Þórhallur Siggeirsson, þjálfari U19 karla, hefur valið þá Theodór Inga og Stefán Gísla í lokahóp U-19 ára landsliðs karla sem spilar á æfingamót í Slóveníu 3.-11.september næstkomandi.
Báðir eru þeir lykilleikmenn í 2.flokki ásamt því að vera með mikilvæg hlutverk í meistaraflokki félagsins.
Við fögnum því að okkar frábæra uppeldisstarf sé að skila okkar efnilegu leikmönnum í landsliðsverkefni og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni!
Til hamingju Teddi og Stebbi

Allar skráningar eru byrjaðar hjá Fimleikadeild Fylkis

Þau börn sem voru í vor skrá sig í forskráningu stúlkna eða forskráningu drengja.

Skráð er beint í hópa eins og Grunnhópa (þau börn sem eru að byrja), hópfimleika, parkour, íþróttaskólann og ungbarnafimina.

Skráning í ungbarnafimi fyrir börn fædd 2022 og 2023 opnar miðvikudaginn 14 ágúst.

Allar upplýsingar er hægt að fá á netfangið fimleikar@fylkir.is

Knattspyrnudeild Fylkis – ábyrgur rekstur

Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram.

Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti.

Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað.

Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli.

Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert.

Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði.

Stjórn Knattspynudeildar Fylkis, 6. ágúst 2024

Vegna starfsmannaferðar þá verður Fylkishöllin lokuð 1. – 5. ágúst

Skráningar hjá fimleikadeildinn opna þriðjudaginn 6 ágúst á heimasíðu Fylkis.

Íþróttaskólinn 3 – 5 ára

Grunnhópar fyrir börn fædd 17-18

Forskráning er í alla framhaldshópa opið frá 6 ágúst – 27 ágúst.

Hópfimleikar fyrir 9 – 13 ára

Og parkour fyrir 6 – 25 ára.

Allar upplýsingar ef einhver vafi er á skráningu er á fimleikar@fylkir.is

Æfingar byrja samkvæmt stundar skrá 2 september.

Opnaður verður hópur fyrir þau börn sem vilja æfa 1 sinni í viku styrktaræfingar og teygur, tilvalið fyrir bolta krakka 9 – 12 ára.