Fylkir hefur gert samning við Bjarna Þórð Halldórsson um að taka við starfi aðalþjálfara kvennaliðs Fylkis.
Bjarni Þórður er Fylkisfólki vel kunnur en hann á að baki fjölda leikja með félaginu ásamt því að hafa komið að þjálfun allra flokka til margra ára, nú síðast sem markmannsþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Bjarni Þórður er auk þess Árbæingur og Fylkis maður alveg í gegn.
Við hjá félaginu höfum miklar væntingar til samstarfsins við Bjarna Þórð og hlökkum til að vinna með honum að áframhaldandi framgangi kvennaknattspyrnunnar hjá Fylki.
Um leið þakkar Fylkir Gunnari Magnúsi Jónssyni fyrir gott starf hjá Fylki í þau tvö ár sem hann var hjá okkur sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Við þökkum honum fyrir hans framlag til Fylkis og óskum honum alls hins besta í hans næstu verkefnum.
#viðerumÁrbær