Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið þær Tinnu Brá Magnúsdóttir og Söru Dögg Ásþórsdóttir fyrir milliriðla undankeppni EM 2023.
 
Ísland mætir þar Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu, en leikið verður í Danmörku dagana 5.-11. apríl.
 
Báðar hafa þær verið fastamenn í hópnum ásamt því að vera algjörir lykilleikmenn í meistaraflokki félagsins.
 
Við óskum þeim til lukku með valið og hlökkum til að fylfjast með þeim í verkefninu !
 
#viðerumÁrbær


Kvennakvöld Fylkis verður haldið með pompi og prakt þann 15 apríl næstkomandi.
Miðasala hefst 1.mars 2023
Miðaverð: 10.900kr
Miðaverð í forsölu: 9.900kr ( fyrir 5.apríl) (miðaöludagar auglýstir síðar, en einnig hægt að panta miða í gegnum fylkirkvennakvold@gmail.com og millifæra)
Miðaverð eftir kl.23:00 – 3500kr (öll kyn)
Húsið opnar kl.19.00 – Fordrykkur kl.19:00-19:30

Happy Hour kI.19:00-20:00

Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00

Hver verður heiðurskonan 2023

Borðskreytingarkeppni – Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið

Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!

Opin bar í VIP fra kl:20:00 -23:00 – verð 3500kr (innifalið inngangsmiði kl.23:00 á kvennakvöld)
Þema kvöldsins: Glamúr og glimmer
Veislustjórar: Birna Rún Eiríksdóttir & Hjálmar Örn Jóhannsson
Dj kvöldsins: Heiðar Austmann
Leynigestur
Glæsilegur smàréttanatseðill frá veisluþjónustu
Þriðjudaginn 21.mars mun leikmannakynning meistaraflokka félagsins fara fram og opnar húsið 19:30.
 
Leikmenn karla og kvenna verða kynntir ásamt að þeim leikmönnum verða veitt verðlaun fyrir að hafa náð ákveðnum fjölda leikja
 
Árskort verða til sölum ásamt því að léttar veitingar og drykkir verða til sölu á vægu verði.
 
Við hvetjum alla til að fjölmenna á kvöldið og kynnast liðunum okkar fyrir sumarið !
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið þá Ólaf Kristófer Helgason og Arnór Gauta Jónsson í U21 landsliðs hópinn sem leikur vináttulandsleik gegn Írlandi ytra í lok mars.
 
Arnór og Óli eru báðir lykilmenn í meistaraflokki félagsins og þetta frábær viðurkenning fyrir frammistöðu þeirra undanfarið !
 
Til hamingju Arnór og Óli !
 
#viðerumÁrbær

 

 

Knattspyrnudeild Fylkis og Rinat á Íslandi hafa gert á milli sín samsstarfssamning um markmannsvörur.

Rinat er mexíkóst merki sem sérhæfir sig í markmannshönskum og öðrum vörum fyrir markmenn. Rinat hefur notið gífurlegra vinsælda frá því að vörur frá merkinu urðu fáanlegar hérlendis vorið 2019.

Markverðir meistaraflokks karla og kvenna munu í sumar spila í hönskum frá Rinat og munu allir markmenn yngri flokka félagsins geta keypt hanska frá merkinu á sérstökum kjörum. 

 

Mikil ánægja er með að samkomulag hafi náðst við Rinat og hlökkum við til að sjá markmenn félagsins bæta og þróa sinn leik í vörum frá merkinu

Kæra Fylkisfólk,
Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis boðar til opins fundar þar sem stefnumótun til ársins 2028 verður kynnt.
Stund: þriðjudaginn 7. mars kl. 20.00 – 21.30
Staður: Fylkishöll, samkomusalur 2. hæð, gengið inn að vestan.
Fyrir hverja: Allt Fylkisfólk sem vill kynna sér stefnu KND
Undirbúningur fyrir stefnumótunarvinnu KND Fylkis til 2028 hófst með viðhorfskönnun sl haust þar sem tæplega 400 einstaklingur svöruðu kallinu og hátt í 1000 ábendingar bárust.
Vinna að stefnumótuninni hefur verið í gangi undanfarna mánuði og nú er komið að því kynna afrakstur þeirrar vinnu.
Við munum einnig kynna möguleika á þátttöku í jákvæðu og uppbyggjandi sjálfboðastarfi deildarinnar.
Skráðu þig á fundinn hér til að við vitum hve mörg mæta
Hlökkum til að sjá ykkur

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdastjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

Mikið er um óskilamuni hjá okkur í Fylkishöll og værum við mikið til í að koma þeim í hendur á eigendum sínum !
 
Hér að neðan má sjá myndir af hluta af þeim fatnaði sem er í óskilum hjá okkur. Endilega kíkið við í Fylkishöll og farið yfir óskilamuni !
 
 
#viðerumÁrbær
 
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta fór í skemmtilegt viðtal við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977.
 
Þar var farið um víðan völl og meðal annars talað um síðasta tímabil og núverandi tímabil sem er nú komið á fullt. Við hvetjum alla til að hlusta á þetta viðtal til að fræðast meira um liðið,þjálfarann og framtíðina hjá okkur !
 
 
#viðerumÁrbær

Vegna umræðu á undanförnum dögum um hækkun æfingagjalda vill Knattspynudeild Fylkis koma á framfæri eftirfarandi:

  • Launkostnaður þjálfara hjá Barna- og unglingaráði (BUR) er áætlaður um 67 mkr. á núverandi tímabili.
  • Auk þess er kostnaður vegna keppnisbúninga hjá BUR innfalinn í æfingagjöldum (sem þýðir að foreldrar greiða ekki aukalega fyrir keppnisbúninga til viðbótar æfingagjöldum) og er sá kostnaður áætlaður 5 mkr. á núverandi tímabili.
  • Ýmis annar kostnaður sem einnig ætti að vera dekkaður af æfingagjöldum er áætlaður 5 mkr. Hér er um að ræða mótakostnað, ferðakostnað vegna keppnisleikja (að hluta til), kostnað vegna bolta og annars búnaðar, afreksþjálfun, styrktarþjálfun, dómarakostnað, sjúkrabúnað auk dagpeninga og aksturspeninga til þjálfara.
  • Áætlaðar tekjur af æfingagjöldum vegna iðkenda hjá BUR nema um 62 mkr á núverandi tímabili.
  • Á ofangreindum lykiltölum sést að áætlað er að æfingagjöld hrökkvi fyrir u.þ.b. 80% af kostnaði við rekstri BUR (62 mkr. af 77 mkr.)
  • Til að brúa þetta bil milli gjalda og tekna (u.þ.b. 15 mkr.) hefur BUR með kröftugum hætti komið á fót margskonar fjáröflunum, þar sem hæst ber mót fyrir yngstu flokkana. Þá má einnig nefna happdrætti Knattspyrnudeildar sem BUR fær hlutdeild í.
  • Að ofangreindu er ljóst að æfingagjöld þyrftu að vera enn hærri en nú er til að standa undir kostnaði BUR og/eða að Reykjavíkurborg komi með mun mynduglegri hætti að starfseminni.
  • Þegar bornar eru saman tölur á milli félaga verður að taka tillit til allra þátta því það er ólíkt á milli félaga hvað fellur undir æfingagjöld.

Við viljum taka fram að öll vinna á vegum einstaklinganna sem eiga sæti í BUR sem og stjórn deildarinnar, meistaraflokksráðum karla og kvenna er innt af hendi í sjálfboðavinnu fyrir félagið okkar.

Minnt er á að forráðamönnum gefst tækifæri til að lækka æfingagjöld um 20.000 á móti 8 klst „sjálfboðavinnu“ sem fólgin er í vinnuframlagi t.d. í kringum mót yngri flokka, á viðburðum hjá Fylki o.s.frv.

Við hjá Knattspyrnudeild Fylkis leggjum áherslu á að þróa með jákvæðum hætti starfsemi BUR með ríka áherslu á bæði uppeldis- og afreksstarf Fylkis.

Með ósk um áframhaldandi gott samstarf við foreldra og forráðamenn iðkenda hjá Knattspyrnudeild Fylkis.

Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis