Um helgina var NM í karate haldið á Íslandi.
 
Landslið Íslands skellti í stóran hóp og þar á meðal voru Fylkisfólkið Ólafur Engilbert Árnason, Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir Nökkvi Snær Kristjánsson, Karen Thuy Duong Vu, Guðmundur Týr Haraldsson og Filip Leon Kristófersson.
 
Sammi sigraði sinn flokk og er það í fyrsta sinn síðan 1989 þar sem Ísland á gull í kumite senior!🥇
 
Karen átti glæsilegar viðureignir og fékk 2 sæti í junior🥈
 
Óli átti mjög góða bardaga eins og svo oft áður og fékk brons í sínum senior flokki 🥉
 
Ísold endaði með bronsið í sínum senior flokki🥉
 
Filip fékk brons í sínum cadet flokki og svo silfur í mixed liðakeppni með Prins, Eðvarð, Emblu og Emilý🥈
 
Nökkvi og Gummi stóðu fast á sínu í sínum bardögum. Nökkvi steig aftur inn á mottuna eftir að hafa ekki keppt í um 2 ár!
 
Við erum svo stolt af þessum og öllum sem kepptu með landsliðinu í þessu verkefni.
Til hamingju öll!

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Fylkis boðar til aðalfundar 30. apríl kl. 20:00 í veitingasalnum í Fylki.

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.

Önnur mál.

Allir félagsmenn, 18 ára og eldri eru kjörgengir og geta boðið sig fram til setu í stjórn eða ráðum.

Skriflegu framboði skal skila til framkvæmdastjóra félagsins hordur@fylkir.is að lágmarki 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund eða í síðasta lagi kl. 20:00, 25. apríl 2024.

Að öðru leyti vísast í lög félagsins sem finna má á heimasíðu Fylkis.

Við hvetjum alla áhugasama um að hafa samband og gefa sig fram til að taka þátt skemmtilegu starfi innan deildarinnar.

Stjórn KKD Fylkis

Það var okkur Fylkisfólki sannur heiður að bjóða fyrsta formann Knattspyrnudeildar Fylkis, Óskar Sigurðsson velkominn á Fylkisvöllinn á leik Fylkis og KR. Íþróttafélagið Fylkir var stofnað í maí mánuði árið […]

Norðurlandameistaramót í Karate!

13-14 apríl verður haldið Norðurlandameistaramótið í karate og verður mótið á Íslandi í ár!

Það er ekki oft sem svona stórt mót fer fram hérlendis og verður því töluvert áhugaverðara fyrir vikið.

Fylkir á marga fulltrúa á mótinu sem keppa fyrir Íslands hönd en það eru þau:
Ólafur Engilbert Árnason, Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir Nökkvi Snær Kristjánsson, Karen Thuy Duong Vu, Guðmundur Týr Haraldsson og Filip Leon Kristófersson.

Mótið er haldið í laugardalshöll og kostar 1000kr inn en 12 ára og yngri fá frítt inn.

Frábært væri að sjá sem flesta á mótinu ÍG hvetjum við að sjálfsögðu alla til að koma og styðja landsliðið.

Við óskum keppendum okkar góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim!

Áfram Ísland!

Besta deildin er að hefjast ! Fjölskylduskemmtun á Wurthvellinum !
 
Strákarnir okkar fá KR í heimsókn í fyrsta leik okkar í Bestu deildinni. Fjölskylduskemmtun verður frá 18:15 á Wurthvellinum
 
Hoppukastalar – Candyfloss – Battavöllur – Almúgabarinn – Hamborgarar – Heitt kakó o.fl.
 
Fjölmennum á völlinn í appelsínugulu og styðjum strákana !
 
Glósteinn er með frábær tilboð á pizzum og drykkjum fyrir þá sem mæta í appelsínugulu til kl:18:00. Þú finnur bestu pizzur bæjarins í Nethyl 2.
 
🆚 KR
📆07.apríl
🏆 Besta deildin
📍 Wurthvöllurinn
🕰 19:15
🎟Stubbur
Orri Hrafn Kjartansson aftur heim!
 
Fylkir og Valur hafa komist að samkomulagi um að Orri Hrafn Kjartansson gangi til liðs við félagið á lánssamningi út tímabilið.
 
Orra þarf ekki að kynna fyrir Fylkisfólki en hann kom inn í meistaraflokk Fylkis 2020 aðeins 18 ára gamall og eftir frábæra frammistöðu var hann seldur til Vals árið 2022.
 
Hann hefur leikið 102 KSÍ leiki og skorað í þeim 13 mörk ásamt því að hafa leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
 
Við fögnum því vel að fá Orra aftur heim og hlökkum til að sjá hann aftur í appelsínugulu !
 

Frístundarvaginn mun ekki ganga í vetrarfríinu þann 19&20 febrúar.

Hann byrjar svo að ganga eftir áætlun miðvikudaginn 21.febrúar.

Dregið var í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis 2024 þann 15.febrúar 2024.  Vinnigshafar eru beðnir um að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is til að fá upplýsingar um afhendingu vinninga.  Framvísa verður vinningsmiðanum þegar vinningur er sóttur.

 

utdrattur 2024
Kvennakvöld Fylkis ! ATH: Röng dagsetning í Árbæjarblaðinu !
 
Kvennakvöld Fylkis 2024 verður haldið þann 6.apríl næstkomandi !
 
Þema kvöldsins verður: Rokk & rósir
Takið daginn frá!
 
– Hver verður heiðurskonan 2024?
– Borðskreytingarkeppni
– Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið
 
Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!
 
Frekari upplýsingar koma á næstu vikum
 
#viðerumÁrbær

Hér fyrir neðan eru vinningsnúmerin í happadrætti herrakvölds Fylkis 2024 birt með fyrirvara um innsláttarvillur.  Hægt er að nálgast vinningana í Fylkishöll virka daga frá kl 9-16 gegn framvísun vinningsmiða.

1. Gjafabréf frá Icelandair – Gisting fyrir tvo hjá Hótel Ísafirði – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Konfektpakki frá Nóa Siríus – Bensínkort frá Olís að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 25.000kr – Gjafabréf frá studio 110 – Óskaskrín í Lúxus Bröns fyrir tvo – Gjafabréf í alþrif frá Lúxusbón – Gjafapakki frá Era Sport að andvirði 10.000kr – Matarkassi frá Made by Mama – Skart frá Meba. 1962

2. Úr frá Garmin – Matarpakki frá Made by mama – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Bensínkort frá Olís að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 25.000kr – Gjafabréf hjá Slippfélaginu að andvirði 25.000kr – Golfbolir frá Brutta Golf – Matarkarfa frá Garra – Porsce Rauðvínsflaska og glös. 1045

3. Gjafabréf frá Eagle golfferðum – Borvél frá Múrbúðinnni – Golfbolir frá Brutta Golf – Gjafabréf í 3 rétta máltíð hjá Riverside Resturant – Gjafabréf frá Minigarðinum 20.000kr – Gjafabréf hjá Fjallavinnum að andvirði 14.000kr – Matarpakki frá Garra – Pakki frá Sofðu Rótt – Bland í poka frá Öskju. 0778

4. Gjafabréf hjá Fjallavinnum að andvirði 73.000kr – Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Tryggvaskála/Kaffi Krús/Messinnn – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni – Kippa af Collab orkudrykk – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Húsasmiðjunni og Blómavali að andvirði 15.000kr- Gjafabréf frá Esju – Gjafabréf frá Denn Denske Kro. 0783

5. Spjaltölva frá Samsung (Galaxy tab a7) – Gisting hjá Hótel Fagralundur – Gjafabréf frá Tryggvaskála/Kaffi Krús/Messinnn – Gjafabréf í Smárabíó – Gjafabréf frá Huppu – Gjafabréf frá Slippfélaginnu að andvirði 25.000kr. 1710

6. Ævintýrasigling frá Sæferðum – Gjafabréf í Borgarleikhúsið – Gjafabréf frá Húsasmiðjunni og Blómavali að andvirði 15.000kr- Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni. 1193

7. Gjafapakki frá Bio Effect – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Hlöllabátum – Gjafabréf í Minigarðinnn. 4755

8. Heilsupakki frá Arctic Aura – Gjafabréf frá Esju – Gjafabréf frá Pítubarnum – Gjafabréf í Minigarðin. 2191