Entries by Hörður

,

Æfingastopp vegna hertra takmarkana

Vegna hópsýkinga og fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu þá hafa stjórnvöld gripið til hertra sóttvarnaaðgerða og eru Íþróttir barna og fullorðinna, þar með taldar æfingar og keppni innan- eða utandyra óheimilar. Allir æfingar og keppni falla því niður frá og með deginum í dag í þrjár vikur. Hópsýkingarnar eru allar af völdum breska afbrigðis […]

,

Tilkynning frá Fylki vegna Covid smits

Leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu greindist með Covid 19 um helgina og eru allir sem hann var í samskiptum við síðustu daga komnir í sóttkví.  Þar á meðal þeir sem tóku þátt í leik Stjörnunnar og Fylkis í Garðabænum á laugardaginn. Búið er að sótthreinsa þá aðstöðu sem meistaflokkurinn er með og verður sú aðstaða […]

,

Færðu knattspyrnudeildinni peningagjöf til að kaupa nýja leikmenn

Þeir Adam Elí Ómarsson, Matthías Rúnar Þórðarson og Óliver Hrafn Gunnlaugsson komu færandi hendi í vikunni og færðu knattspyrnudeild Fylkis peninga að gjöf sem þeir söfnuðu í tombólu.  Þeir félagar vildu koma því á framfæri að nota ætti peninginn til að kaupa góða leikmenn til að styrkja liðið fyrir sumarið og nefndu sérstaklega Lionel Messi […]

,

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020. Styrkurinn […]

,

Kristjana fékk Tolla !

Það var mikil gleðistund í gær þegar vinningshafi fyrsta vinnings í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar kom til að vitja vinningsins en hann var stórglæsilegt málverk eftir Tolla að verðmæti 600.000.   Óskum við vinningshafanum henni Kristjönu Valdimarsdóttur innilega til hamingju með vinninginn sem mun eflaust sóma sér vel í stofunni hjá henni um ókomin ár.  Það var Elsa […]

,

Vinningsnúmer í Nýárshappadrætti Fylkis

Dregið hefur verið í Nýárshappadrætti Fylkis og má sjá vinningsnúmerin á hlekknum hér fyrir neðan. Óskum við vinningshöfum til hamingju og þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn Þau sem eru með vinningsnúmer eru beðin um að hafa samband við  Elsu frá og með miðvikudeginum 3.febrúar í síma 775-9078 eða með því að senda tölvupóst á elsa@fylkir.is. […]

,

Áhorfendabann á æfingum og keppni í öllum aldursflokkum

Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að íþróttastarfið sé komið af stað hjá öllum og keppnir séu leyfðar. Það sem er aftur á móti ekki leyft eru áhorfendur á æfingum og keppnum. Beinum við því til forráðamanna og stuðningsmanna og fylgja þessum reglum í einu og öllu. Hætta er á því að ef þessum reglum […]

,

DRÆTTI Í NÝÁRSHAPPADRÆTTI KNATTSPYRNUDEILDAR FRESTAÐ TIL 29. JANUAR

Vegna tafa í uppgjörsmálum hefur verið ákveðið að fresta drætti í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar til 29. janúar en til stóð að draga 20. janúar. Salan hefur gengið mjög vel en viku frestun gefur okkur tækifæri til innkalla óselda miða og að selja allra síðustu miðana. 27. Janúar, klukkan 23:59  verður síðasti möguleiki til að skila inn […]