Fimmtudaginn 27. apríl 2023 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Önnur mál.
Aðalstjórn Fylkis
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Önnur mál.
Aðalstjórn Fylkis
Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt
Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.
Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.
Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
Ferlið er auðvelt:
1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.
Upplýsingar deilda:
Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493
Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300
Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805
Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817
Körfuknattleiksdeild 480294-2389, 0515-26-480294
Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496
Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402
Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdastjóri félagsins (hordur@fylkir.is)
Knattspyrnudeild Fylkis hefur skrifað undir samninga við unga og efnilega leikmenn félagsins. Allir þessir leikmenn koma úr afreksstarfi félagsins og bindum við miklar vonir við þau í framtíðinni !
Efri röð frá vinstri: Stefán Logi Sigurjónsson (2008), Katla Sigrún Elvarsdóttir (2008), Birta Margrét Gestsdóttir (2008), Eik Elmarsdóttir (2008), Sóley María Björgvinsdóttir (2007) & Daníel Þór Michelsen (2007)
Neðri röð frá vinstri: Guðmar Gauti Sævarsson (2008), Sigrún Helga Halldórsdóttir (2008), Selma Schweitz Ágústsdóttir (2008) & Jóel Baldursson (2007)
Á myndina vantar: Ívar Hrafn Atlason (2008)
Við óskum þessum leikmönnum til hamingju með nýja samninginn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !
Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.
Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.
Forsvarsmenn Fylkis, Ármanns og KR fagna tillögu Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð verður fyrir borgarstjórn þriðjudaginn 18. október, en hún snýr að stuðningi borgarinnar við starf þessara félaga á sviði rafíþrótta. Hér er um gríðarlega mikilvægt mál að ræða sem snertir fjölmörg börn og unglinga sem eru iðkendur rafíþróttadeilda félaganna.
Skipulag rafíþrótta gengur út á að því að bjóða upp á vel skipulagðar og gefandi æfingar fyrir ungmenni með það að markmiði að þjálfa iðkendur í að eiga heilbrigt samband við tölvuleikjaiðkun.
Í starfinu er iðkendum kennt að þekkja tölvurnar sem verkfæri en ekki verkstjóra, að efla félagsfærni þeirra og reyna að fyrirbyggja félagslega einangrun þeirra sem spila bara ein heima hjá sér. Einnig er lögð mikil áhersla á hreyfingu og fræðslu.
Skipulag íþróttafélaga hentar mjög vel fyrir starfsemi rafíþrótta og hefur verið mikil ánægja meðal iðkenda og forráðamanna með starfið. Margir einstaklingar sem ekki voru þátttakendur áður í skipulögðu starfi eru núna virkir þátttakendur sem eru frábærar fréttir.
Hörður Guðjónsson framkvæmdastjóri Fylkis
Jón Þór Ólason framkvæmdastjóri Ármanns
Bjarni Guðjónsson framkvæmdastjóri KR