Þriðjudaginn 28. maí  2024 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.

 

Dagskrá:

-Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.

-Önnur mál.

 

Aðalstjórn Fylkis

Um helgina var NM í karate haldið á Íslandi.
 
Landslið Íslands skellti í stóran hóp og þar á meðal voru Fylkisfólkið Ólafur Engilbert Árnason, Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir Nökkvi Snær Kristjánsson, Karen Thuy Duong Vu, Guðmundur Týr Haraldsson og Filip Leon Kristófersson.
 
Sammi sigraði sinn flokk og er það í fyrsta sinn síðan 1989 þar sem Ísland á gull í kumite senior!🥇
 
Karen átti glæsilegar viðureignir og fékk 2 sæti í junior🥈
 
Óli átti mjög góða bardaga eins og svo oft áður og fékk brons í sínum senior flokki 🥉
 
Ísold endaði með bronsið í sínum senior flokki🥉
 
Filip fékk brons í sínum cadet flokki og svo silfur í mixed liðakeppni með Prins, Eðvarð, Emblu og Emilý🥈
 
Nökkvi og Gummi stóðu fast á sínu í sínum bardögum. Nökkvi steig aftur inn á mottuna eftir að hafa ekki keppt í um 2 ár!
 
Við erum svo stolt af þessum og öllum sem kepptu með landsliðinu í þessu verkefni.
Til hamingju öll!
Kvennakvöld Fylkis ! ATH: Röng dagsetning í Árbæjarblaðinu !
 
Kvennakvöld Fylkis 2024 verður haldið þann 6.apríl næstkomandi !
 
Þema kvöldsins verður: Rokk & rósir
Takið daginn frá!
 
– Hver verður heiðurskonan 2024?
– Borðskreytingarkeppni
– Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið
 
Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!
 
Frekari upplýsingar koma á næstu vikum
 
#viðerumÁrbær

Rafíþróttadeild Fylkis verður með öflugt og endurnýjað starf á nýju ári í samstarfi við Esports Coaching Academy!

Rafíþróttir eru frábært tækifæri fyrir ungmenni til að efla sig sem einstaklinga og kynnast jafnöldrum í gegnum tölvuleikja áhugamálið.

Í vor verður boðið upp á fjóra æfingahópa sem koma til móts við mismunandi aldur, getu og áhugasvið ungmenna. Í 8-10 og 10-13 ára Mix hópnum er aðal áherslan á að mynda félagsleg tengstl við jafnaldra í gegnum tölvuleikina, prófa nýja leiki og hafa gaman. En í Fortnite og 14-16 ára hóp eru markvissari æfingar þar sem iðkendur vinna að því að bæta sig í ákveðnum leik. Í öllum hópum er líkamleg hreyfing og læra iðkendur um heilbrigða spilunarhætti.

Æfingatímar verða lengri sem leyfir okkur að halda betri og heildstæðari æfingar, þar sem nægur tími gefst í upphitun, fræðslu, æfingar og spil. Einnig verða viðburðir eins og mót, æfingaleikir og félagskvöld yfir önnina, sem gefa iðkendum markmið til að vinna að og tækifæri að byggja vináttubönd sem ná út fyrir tölvuskjáinn.

Með þessum breytingum er Rafíþróttadeild Fylkis að taka stórt skref í átt að hágæða rafíþróttastarfi sem uppfyllir alla þá gæðastaðla sem rafíþróttir standa fyrir. Með auknum gæðum á starfinu verður Fylkir ekki bara brautryðjandi í auknum gæðum rafíþrótta á Íslandi, heldur einnig fyrirmyndar klúbbur sem horft verður til í vexti rafíþrótta um allan heim.

Skráning á vorönn er komin af stað á Sportabler, en æfingataflan verður birt fljótlega ásamt æfingaplani fyrir hvern hóp.

Ekki missa af þessu tækifæri í hinum spennandi heimi rafíþrótta, vertu hluti af hreyfingu sem er að endurnýja framtíð rafíþrótta.

 

Ísold sem er uppalin í Fylki og hefur heldur betur átt frábært og viðburðaríkt ár þar sem Ísold fór meðal annars með landsliði á stórmót ásamt því að sækja sér svarta beltið í karate. Þá náði hán í tvenn verðlaun á smjáþóðaleikunum þar sem hán var stoltur fulltrúi Fylkis og Íslands.
 
Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur Ísold 
Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.
 
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hér að rekstur íþróttafélagsins Fylkis væri hreinlega ekki mögulegt ef ekki kæmi til gríðarlega mikil vinna fjölmargra sjálfboðaliða sem taka þátt í starfinu hjá okkur í Fylki.
 
Stjórn Fylkis sendir því ykkur öllum, okkar besta fólki sem gerir Fylki mögulegt að halda úti okkar öfluga starfi, okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins og þökkum ykkur ómetanlegt framlag ykkar til félagsins.
 
Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt, en nánar er fjallað um það í frétt á vef ÍSÍ:

„Það var okkur í Fylki sönn ánægja og heiður að taka á móti forsetahjónunum fimmtudaginn 23. nóvember sl. en forsetinn er auðvitað þekktur fyrir áhuga sinn á Íþróttum.

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Jean Reid, forsetafrú, heimsóttu Íþróttafélagið Fylki  sl. fimmtudag í þeirri viðleitni að kynna sér sérstaklega lýðheilsuverkefnið  „Betri borgarar“ – en heimsókn forsetahjónanna var partur af dagskrá þeirra í opinberri heimsókn þeirra til Reykjavíkur.

Verkefnið, sem snýst um leikfimi fyrir eldra fólk, 65 ára og eldri, undir leiðsögn þjálfara, hefur slegið í gegn og nær nú langt út fyrir raðir Árbæinga.

Námskeiðið sækja 150 eldri borgarar tvisvar í viku

Verkefnið hefur sprengt utan af sér og m.a. hefur eldra fólk, sem búsett sé í öðrum borgarhlutum farið að sækja námskeiðið.

„Frá því að Fylkir, starfsfólk þess og fimleikadeild félagsins, sem á raunar allan heiðurinn að vexti og viðgangi Betri borgara, hóf að bjóða upp á námskeiðið hefur það vaxið mjög ört. Í dag sækja námskeiðið um 150 manns tvisvar í viku,.

Markmiðið m.a. að rjúfa félagslega einangrun

 

Yfirmarkmið lýðheilsuverkefnisins Betri borgara er tvíþætt: „Annars vegar að gera eldra fólki kleift, með styrktaræfingum, að búa lengur heima hjá sér en ella og hins vegar að rjúfa félagslega einangrun þessa hóps, sem oft vill verða þegar fólk lýkur starfsferli sínum.

 

Tónlist frá áratugunum 1960 til 80

 

Fólkið sem sækir námskeiðið hefur bæði gagn og gaman af. „Í tímunum er spiluð tónlist frá áratugunum 1960 til 80. Þá er unnið með svokallaða stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktar- og jafnvægisæfingum, auk þess sem unnið er með minnisæfingar. Jafnframt er eftir hverja æfingu boðið til kaffisamsætis með það að markmiði að efla félagsleg tengsl eldra fólks.

 

„Fylkir hvetur áhugasama betri borgara til að setja sig í samband við Fylki hafi þeir áhuga á að taka þátt en enn er hægt að bæta nokkrum í hópinn.

 

Íþróttafélagið Fylkir sendir öllum Grindvíkingum stuðningskveðjur og vill í leiðinni bjóða öllum yngri flokka iðkendum úr Grindavík að æfa með félaginu án endurgjalds á meðan á óvissu tímum stendur.
 
Hjá Fylki eru 7 starfandi greinar: Fótbolti, Körfubolti, Handbolti, Fimleikar, Karate,Blak og Rafíþróttir
 
Vilji iðkendur Grindavíkur nýta sér þennan möguleika eru þeir beðnir að hafa samband við Viktor, viktor@fylkir.is eða í síma 772-4672
 
Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.fylkir.is
 
Fylkir sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur 🧡🖤💛💙
 
#stöndumsaman
#viðerumÁrbær

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.

Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.

Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.

Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.

Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.

Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.

Knattspyrnudeild Fylkis og góðgerðafélagið Gleðistjarnan skrifuðu í gær undir samstarfssamning um Fylkismótin sem haldin eru árlega og eru fyrir iðkendur í 8. – 5 flokki, og munu mótin heita Gleðistjörnumótin.
 
Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023 eftir rúmlega 18 ára baráttu við heilaæxli sem hún greindist með aðeins tveggja ára gömul.
 
Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum en fjölskylda Þuríðar þekkir það vel hversu mikilvægt það er að finna góðan stuðning samfélagsins á erfiðum tímum.
 
Það voru þau Elvar Örn Þórisson, formaður barna og unglingaráðs Fylkis og Áslaug Ósk Hinriksdóttir formaður Gleðistjörnunnar sem skrifuðu undir samningin í hálfleik á leik Fylkis og KR í meistaraflokki kvenna. Með þeim á myndinni eru þau Theodór Ingi Óskarsson, Hinrik Örn Óskarsson og Jóhanna Ósk Óskarsdóttir systkini Þuríðar, sem öll spila fótbolta með yngri flokkum Fylkis, ásamt stelpum úr yngri flokkum félagsins sem eru á leið á Símamótið um komandi helgi !
 
Við hjá Fylki erum stolt af þessu samstarfi og hlökkum til að sjá spræka krakka taka þátt í Gleðistjörnumótinu 2023!