„Það var okkur í Fylki sönn ánægja og heiður að taka á móti forsetahjónunum fimmtudaginn 23. nóvember sl. en forsetinn er auðvitað þekktur fyrir áhuga sinn á Íþróttum.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Jean Reid, forsetafrú, heimsóttu Íþróttafélagið Fylki sl. fimmtudag í þeirri viðleitni að kynna sér sérstaklega lýðheilsuverkefnið „Betri borgarar“ – en heimsókn forsetahjónanna var partur af dagskrá þeirra í opinberri heimsókn þeirra til Reykjavíkur.
Verkefnið, sem snýst um leikfimi fyrir eldra fólk, 65 ára og eldri, undir leiðsögn þjálfara, hefur slegið í gegn og nær nú langt út fyrir raðir Árbæinga.
Námskeiðið sækja 150 eldri borgarar tvisvar í viku
Verkefnið hefur sprengt utan af sér og m.a. hefur eldra fólk, sem búsett sé í öðrum borgarhlutum farið að sækja námskeiðið.
„Frá því að Fylkir, starfsfólk þess og fimleikadeild félagsins, sem á raunar allan heiðurinn að vexti og viðgangi Betri borgara, hóf að bjóða upp á námskeiðið hefur það vaxið mjög ört. Í dag sækja námskeiðið um 150 manns tvisvar í viku,.
Markmiðið m.a. að rjúfa félagslega einangrun
Yfirmarkmið lýðheilsuverkefnisins Betri borgara er tvíþætt: „Annars vegar að gera eldra fólki kleift, með styrktaræfingum, að búa lengur heima hjá sér en ella og hins vegar að rjúfa félagslega einangrun þessa hóps, sem oft vill verða þegar fólk lýkur starfsferli sínum.
Tónlist frá áratugunum 1960 til 80
Fólkið sem sækir námskeiðið hefur bæði gagn og gaman af. „Í tímunum er spiluð tónlist frá áratugunum 1960 til 80. Þá er unnið með svokallaða stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktar- og jafnvægisæfingum, auk þess sem unnið er með minnisæfingar. Jafnframt er eftir hverja æfingu boðið til kaffisamsætis með það að markmiði að efla félagsleg tengsl eldra fólks.
„Fylkir hvetur áhugasama betri borgara til að setja sig í samband við Fylki hafi þeir áhuga á að taka þátt en enn er hægt að bæta nokkrum í hópinn.
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.
Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.
Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.
Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.
Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.
Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Önnur mál.
Aðalstjórn Fylkis
Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt
Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.
Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.
Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
Ferlið er auðvelt:
1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.
Upplýsingar deilda:
Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493
Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300
Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805
Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817
Körfuknattleiksdeild 480294-2389, 0515-26-480294
Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496
Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402
Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdastjóri félagsins (hordur@fylkir.is)
Knattspyrnudeild Fylkis hefur skrifað undir samninga við unga og efnilega leikmenn félagsins. Allir þessir leikmenn koma úr afreksstarfi félagsins og bindum við miklar vonir við þau í framtíðinni !
Efri röð frá vinstri: Stefán Logi Sigurjónsson (2008), Katla Sigrún Elvarsdóttir (2008), Birta Margrét Gestsdóttir (2008), Eik Elmarsdóttir (2008), Sóley María Björgvinsdóttir (2007) & Daníel Þór Michelsen (2007)
Neðri röð frá vinstri: Guðmar Gauti Sævarsson (2008), Sigrún Helga Halldórsdóttir (2008), Selma Schweitz Ágústsdóttir (2008) & Jóel Baldursson (2007)
Á myndina vantar: Ívar Hrafn Atlason (2008)
Við óskum þessum leikmönnum til hamingju með nýja samninginn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !