Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

Forsvarsmenn Fylkis, Ármanns og KR fagna tillögu Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð verður fyrir borgarstjórn þriðjudaginn 18. október, en hún snýr að stuðningi borgarinnar við starf þessara félaga á sviði rafíþrótta. Hér er um gríðarlega mikilvægt mál að ræða sem snertir fjölmörg börn og unglinga sem eru iðkendur rafíþróttadeilda félaganna.

Skipulag rafíþrótta gengur út á að því að bjóða upp á vel skipulagðar og gefandi æfingar fyrir ungmenni með það að markmiði að þjálfa iðkendur í að eiga heilbrigt samband við tölvuleikjaiðkun.

Í starfinu er iðkendum kennt að þekkja tölvurnar sem verkfæri en ekki verkstjóra, að efla félagsfærni þeirra og reyna að fyrirbyggja félagslega einangrun þeirra sem spila bara ein heima hjá sér. Einnig er lögð mikil áhersla á hreyfingu og fræðslu.

Skipulag íþróttafélaga hentar mjög vel fyrir starfsemi rafíþrótta og hefur verið mikil ánægja meðal iðkenda og forráðamanna með starfið.  Margir einstaklingar sem ekki voru þátttakendur áður í skipulögðu starfi eru núna virkir þátttakendur sem eru frábærar fréttir.

Hörður Guðjónsson framkvæmdastjóri Fylkis

Jón Þór Ólason framkvæmdastjóri Ármanns

Bjarni Guðjónsson framkvæmdastjóri KR

 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær

Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis verður miðvikudaginn 18.maí í samkomusal Fylkishallar kl. 19:30.

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins

Önnur mál

 

Aðalstjórn Fylkis

Ársreikningur

Ársreikningur

Stuðningsyfirlýsing Knattspyrnudeildar Fylkis við Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi stjórnarmann KSÍ

 

Í framhaldi af ársþingi KSÍ sem haldið var 26. febrúar síðastliðinn og þeirri umræðu sem átti sér stað á þinginu sjálfu, auk umræðu í aðdraganda þingsins sem teygir sig aftur til haustsins 2021, um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, vill Knattspyrnudeild Fylkis koma eftirfarandi á framfæri:

Það var á sínum tíma gæfa fyrir Knattspyrnudeild Fylkis og félagið í heild sinni þegar Ásgeir Ágeirsson gaf færi á sér til starfa fyrir deildina, fyrst á vettvangi Barna- og unglingaráðs, síðar sem formaður meistaraflokksráðs karla og svo um margra ára skeið sem formaður deildarinnar ásamt sæti í aðalstjórn.

Auk þessara starfa gaf Ásgeir síðar færi á sér til trúnaðarstarfa fyrir knattspyrnuna á Íslandi, bæði sem formaður ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) og víðar. Frá árinu 2019 sat Ásgeir í stjórn KSÍ þar til hann sagði sig úr stjórninni í lok ágúst 2021 eftir ÍTF, formenn aðildarfélaga ÍTF auk nokkurra félaga úr neðri deildum höfðu hvatt stjórn og framkvæmdastjóra KSÍ til að axla ábyrgð.

Okkur þykir leitt að sú atburðarrás sem fór af stað í kjölfarið hafi beinst persónulega gegn Ásgeiri og öðrum almennum stjórnarmönnum KSÍ þar sem þeim var ætlað að hafa vitneskju um atburði sem þeir höfðu ekki. Í því samhengi er sérstaklega bent á skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem gerði úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Lokaskýrsla úttektarnefndarinnar var kynnt 7. desember 2021 þar sem m.a. kom skýrt fram að almennir stjórnarmenn KSÍ hafi ekki vitað um þau mál sem til umfjöllunar voru í skýrslunni og stjórn KSÍ því hreinsuð af þeim ásökunum sem á hana voru bornar (Kastljós 9. desember 2021).

Öll störf sem Ásgeir hefur tekið að sér á vettvangi Fylkis í gegnum tíðina hefur hann innt af hendi af miklum dugnaði, heilindum og ósérhlífni. Við erum viss um að það sama gildir um allt hans framlag til íslenskrar knattspyrnu, þ.m.t. störf hans á vettvangi KSÍ. Við viljum taka skýrt fram að Ásgeir nýtur fulls og óskorðaðs trausts Knattspyrnudeildar Fylkis og það er von okkar að íslensk knattspyrna fái áfram notið hans öflugu starfskrafta í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Fylkis vill að lokum taka það fram að við höfnum öllu ofbeldi í hvaða mynd sem það er og að við styðjum brotaþola.

Virðingarfyllst,

Fh. Knattspyrnudeildar Fylkis

Arnar Þór Jónsson, formaður

 

Ólafur Ingi Skúlason hefur valið Nínu Zinovievu til æfinga með U-15 ára landsliði kvenna.
 
Nína er djúpur miðjumaður og hafsent sem einnig er algjör lykilleikmaður í 2 og 3 flokki félagsins. Hún steig einnig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins nýlega !
 
Lúðvík Gunnarsson hefur valið Daníel Þór Michelsen til æfinga með U-15 ára landsliði karla.
 
Daníel er fjölhæfur leikmaður og er lykil leikmaður í 3.flokki félagsins og er mikið efni. Það verður gaman að fylgjast með framgangi hans næstu árin !
 
Við hlökkum til að fylgjast með þeim og óskum þeim góðs gengis á æfingunum !
 
#viðerumÁrbær
 
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Klara Mist Karlsdóttir hefur skrifað undir lánssamning við knattspyrnudeild Fylkis út tímabilið 2022.
 
Klara Mist er uppalin hjá Stjörnunni og hefur spilað í gegnum alla yngri flokka félagsins. Klara kom við sögu í fjórum leikjum Stjörnunnar í Pepsí Max deildinni á síðustu leiktíð Hún leikur jafnt sem miðju- og varnarmaður og er frábær viðbót við okkar unga og efnilega lið.
 
Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leikmenn sem eru staðráðnir í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu!
 
Velkomin í Árbæinn Klara.
 
#viðerumÁrbær

 

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

Útdrætti í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hefur verið frestað til 3.febrúar vegna óviðráðanlegra orsaka.
 
En er hægt að tryggja sér miða í gegnum netverslun og vinna stórkoslegt málverk eftir Tolla en slóðina má finna hér að neðan ?
https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti
 
#viðerumÁrbær