Íþróttafélagið Fylkir sendir öllum Grindvíkingum stuðningskveðjur og vill í leiðinni bjóða öllum yngri flokka iðkendum úr Grindavík að æfa með félaginu án endurgjalds á meðan á óvissu tímum stendur.
 
Hjá Fylki eru 7 starfandi greinar: Fótbolti, Körfubolti, Handbolti, Fimleikar, Karate,Blak og Rafíþróttir
 
Vilji iðkendur Grindavíkur nýta sér þennan möguleika eru þeir beðnir að hafa samband við Viktor, viktor@fylkir.is eða í síma 772-4672
 
Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.fylkir.is
 
Fylkir sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur 🧡🖤💛💙
 
#stöndumsaman
#viðerumÁrbær