Um helgina var NM í karate haldið á Íslandi.
 
Landslið Íslands skellti í stóran hóp og þar á meðal voru Fylkisfólkið Ólafur Engilbert Árnason, Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir Nökkvi Snær Kristjánsson, Karen Thuy Duong Vu, Guðmundur Týr Haraldsson og Filip Leon Kristófersson.
 
Sammi sigraði sinn flokk og er það í fyrsta sinn síðan 1989 þar sem Ísland á gull í kumite senior!🥇
 
Karen átti glæsilegar viðureignir og fékk 2 sæti í junior🥈
 
Óli átti mjög góða bardaga eins og svo oft áður og fékk brons í sínum senior flokki 🥉
 
Ísold endaði með bronsið í sínum senior flokki🥉
 
Filip fékk brons í sínum cadet flokki og svo silfur í mixed liðakeppni með Prins, Eðvarð, Emblu og Emilý🥈
 
Nökkvi og Gummi stóðu fast á sínu í sínum bardögum. Nökkvi steig aftur inn á mottuna eftir að hafa ekki keppt í um 2 ár!
 
Við erum svo stolt af þessum og öllum sem kepptu með landsliðinu í þessu verkefni.
Til hamingju öll!

Norðurlandameistaramót í Karate!

13-14 apríl verður haldið Norðurlandameistaramótið í karate og verður mótið á Íslandi í ár!

Það er ekki oft sem svona stórt mót fer fram hérlendis og verður því töluvert áhugaverðara fyrir vikið.

Fylkir á marga fulltrúa á mótinu sem keppa fyrir Íslands hönd en það eru þau:
Ólafur Engilbert Árnason, Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir Nökkvi Snær Kristjánsson, Karen Thuy Duong Vu, Guðmundur Týr Haraldsson og Filip Leon Kristófersson.

Mótið er haldið í laugardalshöll og kostar 1000kr inn en 12 ára og yngri fá frítt inn.

Frábært væri að sjá sem flesta á mótinu ÍG hvetjum við að sjálfsögðu alla til að koma og styðja landsliðið.

Við óskum keppendum okkar góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim!

Áfram Ísland!

Frístundarvaginn mun ekki ganga í vetrarfríinu þann 19&20 febrúar.

Hann byrjar svo að ganga eftir áætlun miðvikudaginn 21.febrúar.

Kvennakvöld Fylkis ! ATH: Röng dagsetning í Árbæjarblaðinu !
 
Kvennakvöld Fylkis 2024 verður haldið þann 6.apríl næstkomandi !
 
Þema kvöldsins verður: Rokk & rósir
Takið daginn frá!
 
– Hver verður heiðurskonan 2024?
– Borðskreytingarkeppni
– Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið
 
Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!
 
Frekari upplýsingar koma á næstu vikum
 
#viðerumÁrbær

Ísold sem er uppalin í Fylki og hefur heldur betur átt frábært og viðburðaríkt ár þar sem Ísold fór meðal annars með landsliði á stórmót ásamt því að sækja sér svarta beltið í karate. Þá náði hán í tvenn verðlaun á smjáþóðaleikunum þar sem hán var stoltur fulltrúi Fylkis og Íslands.
 
Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur Ísold 
Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.
 
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hér að rekstur íþróttafélagsins Fylkis væri hreinlega ekki mögulegt ef ekki kæmi til gríðarlega mikil vinna fjölmargra sjálfboðaliða sem taka þátt í starfinu hjá okkur í Fylki.
 
Stjórn Fylkis sendir því ykkur öllum, okkar besta fólki sem gerir Fylki mögulegt að halda úti okkar öfluga starfi, okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins og þökkum ykkur ómetanlegt framlag ykkar til félagsins.
 
Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt, en nánar er fjallað um það í frétt á vef ÍSÍ:
Íþróttafélagið Fylkir sendir öllum Grindvíkingum stuðningskveðjur og vill í leiðinni bjóða öllum yngri flokka iðkendum úr Grindavík að æfa með félaginu án endurgjalds á meðan á óvissu tímum stendur.
 
Hjá Fylki eru 7 starfandi greinar: Fótbolti, Körfubolti, Handbolti, Fimleikar, Karate,Blak og Rafíþróttir
 
Vilji iðkendur Grindavíkur nýta sér þennan möguleika eru þeir beðnir að hafa samband við Viktor, viktor@fylkir.is eða í síma 772-4672
 
Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.fylkir.is
 
Fylkir sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur 🧡🖤💛💙
 
#stöndumsaman
#viðerumÁrbær

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.

Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.

Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.

Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.

Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.

Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.

Þau Samuel Josh Ramos og Ísold Klara Felixdóttir héldu til Danmerkur í síðustu viku og tóku þar gráðun fyrir svarta beltið í Sportkarate. Þann 17 júni luku þau svo þrekprófi og gráðun, vel var tekið á þeim og þraukuðu þau bæði þrátt fyrir erfiði á köflum og kláruðu beltið með glæsibrag og óskum við þeim til hamingju með þennan frábæra árangur !
 
Það eru því fimm aðilar frá Fylki sem hafa hlotið svartabeltið í Sportkarate og erum við gríðarlega stolt af þeim, en ásamt Samuel og Ísold eru þau Andri Sveinsson, fyrsti íslendingurinn til að fá svarta beltið í Sportkarate en hann æfði og þjálfaði Sportkarate í Fylki í mörg ár, Iveta Ivanova og Ólafur Engilbert Árnason en bæði hafa þau verið valinn Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis oftar en einu sinni.
 
Það er ljóst að karatedeild okkar er gríðarlega framarlega á Íslandi og sannast það með árangri sem iðkendur okkar hafa náð undanfarin ár. Við hlökkum til að fylgjast með þessu efnilega fólki halda áfram og ná lengra !
 
#viðerumÁrbær

 

Íslenska karatelandsliðið hélt á dögunum til Gautaborgar og tók þar þátt í Meistaramóti norðurlanda. Með í för voru fjórir keppendur frá Fylki en það voru þau Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir (Íþróttakona Fylkis 2022) Karen Thuy Duong Vu og Guðmundur Týr Haraldsson
 
Fylkir hefur lengi verið eitt fremsta félag á Íslandi í karate og hefur okkar fólk náð frábærum árangri hér heima sem og erlendis.
 
Á þessu móti var enginn breyting á því og er skemmst frá því að segja að Karen vann sinn flokk -48kg kumite og varð um leið fyrsta Íslenska konan til að vinna Norðurlandameistaratitil.
 
Keppendurnir stóðu sig allir með mikilli príði og voru landinu og félaginu til mikilla sóma og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni en næsta verkefni er Heimsbikarmót í lok apríl !
 
#viðerumÁrbær