Kæra Fylkisfólk,
 
Íþróttafélagið Fylkir býður uppá opinn fyrirlestur um menningu og árangur í íþróttum.
 
Fyrirlesari er Brian Daniel Marshall, árangursráðgjafi finnska sundsambandsins og ráðgjafi um menningu og árangur í íþróttum.
 
Tími: Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20-21 – húsið opnar kl. 19.45
 
Staður: Fylkishöll, samkomusalur á 2.hæð, gengið inn um vesturenda
 
Fyrir hverja: Allt Fylkisfólk sem áhuga hafa á menningu og árangri íþróttafélaga
 
Tungumál: Enska
 
Gjald: Enginn aðgangseyrir
 
Skráning hér (svo við vitum hve margir mæta).
 
Brian Daniel Marshall mun fjalla um hvernig íþróttafélög geta skapað umhverfi fyrir framúrskarandi íþróttafólk. Brian er framkvæmdastjóri Frem sundfélagsins í Odense, landsliðsþjálfari paralympics sundliðs Dana og árangursráðgjafi finnska sundsambandsins.
 
Brian hefur veitt fjölda íþróttafélaga ráðgjöf um árangursmenningu og kenndi um tíma við Íþróttadeild Háskólans í Reykjavík. Brian hefur skýra sýn á árangur íþróttafélaga: „The cultural perspective is that if you create an environment whereby the players learn the fundamentals and enjoy/love their sport, then you will achieve optimal results.“
 
Brian hefur í vetur aðstoðað knattspyrnudeild Fylkis sem er nú að leggja lokadrög að stefnumótun deildarinnar næstu 5 árin.
 
Að loknum fyrirlestri Brians verður boðið uppá umræður og fyrirspurnir sem Ketill Berg Magnússon mun stýra.
 
Þau Ólafur Kristófer Helgason og Ísold Klara Felixdóttir voru krýnd íþróttakarl og íþróttakona Fylkis við hátíðlega athöfn á gamlársdag !
 
Ólafur Kristófer Helgason – Fótbolti
 
Óli átti magnað tímabil og fékk á sig fæst mörk allra í Lengjudeildinni þegar liðið fór upp um deild. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar á Hringbraut sem fjallaði um deildina en var einnig kosinn besti og efnilegasti leikmaður knattspyrnudeildar Fylkis. Þá var hann valinn í U21 ára landsliðið og til vara í A-landslið.
 
Óli er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins
 
Ísold Klara Felixdóttir – Karate
 
Ísold tók þátt í smáþjóðamótinu í Karate sem var haldið í Liechtenstein dagana 23. – 25. September 2022 og vann tvo flokka á mótinu og er því tvöfaldur smáþjóðameistari bæði í -68 kg og -61 kg flokki.
 
Ísold hefur æft hjá karatedeildinni síðan hún var 11 ára gömul. Ísold er keppnismanneskja hjá Karatedeild Fylkis og lykilþjálfari. Hún er í landsliðiðinu og hefur verið keppnismanneskja í fremstu röð hér á landi undanfarinn ár.
 
Ísold sér um allt félagstarf innan deildarinnar og gerir það af miklum sóma. Hún er hvers manns hugljúfi sem hvetur okkur hin til að gera betur.
 
Því miður var Ólafur Kristófer ekki viðstaddur afhendinguna !
 
Við óskum þeim til hamingju með valið !

Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær

8 verðlaun á Grand Prix

Um síðustu helgi fór fram annað Grand Prix mót ársins í karate.

Fylkir sendi frá sér keppendur og eins og venjulega stóðu þau sig frábærlega!
Fylkir hreppti fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons.
Sannarlega frábær árangur hjá þessum efnilega hóp!

Þá voru Ísold og Sammi mætt sem þjálfarar en þau voru að spreyta sig í því hlutverki í fyrsta skipti fyrr á árinu.

#viðerumÁrbær

 

 

 

Það er svo sannarlega hægt að segja að karate fólkið okkar hafi staðið sig vel á opna Sænska mótinu sem fram fór um liðna helgi. Þar fengu keppendur að spreyta sig á nýrri tækni og nýjum andstæðingum sem gaf mikla og góða reynslu.
 
Einnig fór hópurinn heim með þrjú verðlaun af mótinu.
Samuel Josh Ramos vann silfur í -67kg senior flokki karla
Ólafur Engilbert Árnason vann silfur í -75kg flokki karla
Alexander Rósant Hjartarson vann brons í -68kg flokki í cadet karla
 
Við óskum þeim til hamingju með verðlaunin og hlökkum til að fylgjast með framgangi þessa efnilega fólks í framtíðinni !
 
#viðerumÁrbær !

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

 

Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen