,

8 verðlaun á Grand Prix

8 verðlaun á Grand Prix

Um síðustu helgi fór fram annað Grand Prix mót ársins í karate.

Fylkir sendi frá sér keppendur og eins og venjulega stóðu þau sig frábærlega!
Fylkir hreppti fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons.
Sannarlega frábær árangur hjá þessum efnilega hóp!

Þá voru Ísold og Sammi mætt sem þjálfarar en þau voru að spreyta sig í því hlutverki í fyrsta skipti fyrr á árinu.

#viðerumÁrbær