,

Samuel og Ísold komin með svarta beltið í Sportkarate.

Þau Samuel Josh Ramos og Ísold Klara Felixdóttir héldu til Danmerkur í síðustu viku og tóku þar gráðun fyrir svarta beltið í Sportkarate. Þann 17 júni luku þau svo þrekprófi og gráðun, vel var tekið á þeim og þraukuðu þau bæði þrátt fyrir erfiði á köflum og kláruðu beltið með glæsibrag og óskum við þeim til hamingju með þennan frábæra árangur !
 
Það eru því fimm aðilar frá Fylki sem hafa hlotið svartabeltið í Sportkarate og erum við gríðarlega stolt af þeim, en ásamt Samuel og Ísold eru þau Andri Sveinsson, fyrsti íslendingurinn til að fá svarta beltið í Sportkarate en hann æfði og þjálfaði Sportkarate í Fylki í mörg ár, Iveta Ivanova og Ólafur Engilbert Árnason en bæði hafa þau verið valinn Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis oftar en einu sinni.
 
Það er ljóst að karatedeild okkar er gríðarlega framarlega á Íslandi og sannast það með árangri sem iðkendur okkar hafa náð undanfarin ár. Við hlökkum til að fylgjast með þessu efnilega fólki halda áfram og ná lengra !
 
#viðerumÁrbær