,

Golfmót Fylkis 2023

Golfmót Fylkis verður haldið á Þorláksvelli í Þorlákshöfn föstudaginn 8. september næstkomandi þar sem ræst verður af öllum teigum 13:30.

Spilað verður punktakeppni með forgjöf í karla og kvennaflokki og verða veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin, ásamt því verða veitt nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg og fleira skemmtilegt.

Veglegur matur verður svo í boði fyrir keppendur að móti loknu í Fylkishöll og er það innifalið í þátttökugjaldi.

Skráning fer fram hjá viktor@fylkir.is og er takmarkaður fjöldi !