Davíð Snorri Jónsson hefur valið þá Arnór Gauta Jónsson, Ólaf Kristófer Helgason og Óskar Borgþórsson í U-21 árs landsliði karla sem spilar tvo æfingaleiki ytra í miðjum júní.
 
Fylkir á því flesta fulltrúa í hópnum eða þrjá talsins.
 
Arnór Gauti og Ólafur Kristófer hafa verið viðloðandi U-21 árs landsliðið í undanförnum verkefnum en Óskar er valinn í fyrsta skipti eftir að hafa staðið sig frábærlega fyrir liðið í sumar.
 

Til lukku með valið strákar og við hlökkum til að fylgjast með ykkur !

 
#viðerumÁrbær !
 
 
Árskort – tímabundið tilboð til 5. júní 2023
35% afsláttur af fullu verði*
 
Aðsóknin á heimaleiki meistaraflokka Fylkis hefur verið góð á fyrstu vikum tímabilsins og stemmningin frábær.
 
Við viljum þó fjölga enn frekar í stuðningsmannahópnum okkar og bjóðum því árskort á völlinn í sumar á sérstökum vildarkjörum.
 
Með þessu viljum við ekki aðeins styrkja tekjugrunn Knattspyrnudeildar Fylkis og heldur líka fjölga í hópi stuðningsfólks sem sækir Würth völlinn reglulega til að upplifa stórskemmtilegar stundir með liðunum okkar á vellinum í allt sumar.
 
Tilboðsverð:
Bronskort – 13.000
Silfurkort – 22.750
Gullkort – 48.750
Platinum – 71.500
Tekk Stofan – 71.500
Nikulás Val Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Fylkis til loka árs 2025.
 
Nikki er uppalinn Fylkismaður og hefur spilað með öllum flokkum félagsins. Hann er og hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár og á að baki 82 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 15 mörk.
 
Við fögnum því þegar uppaldir leikmann framlengja við félagið og treysti þeirri frábæru uppbyggingu sem er í gangi hjá okkur !
 
Til hamingju Nikulás
 

Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið út nýjan leikmannabækling fyrir tímabilið 2023. Þar má finna kynningu á öllum leikmönnum meistaraflokkana ásamt viðtölum við þjálfara og fyrirliða.

Við hvetjum alla til að kíkja á bæklinginn.

Strákarnir okkar fá Keflavík í heimsókn í fyrsta leik sumarsins í Bestu deildinni á mánudaginn kemur þann 10.apríl og hefst leikurinn 14:00

🍔 Fylkisborgararnir frægu verða á sínum stað
🍭 Candy floss til sölu fyrir börnin
👑 Tekk stofan og Víking stofan opna 13:00

Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á okkar mönnum !

Einnig viljum við minna á árskortasöluna, hún er ennþá í fullum gangi á Stubb og heimasíðu félagsins !

Sjáumst á vellinum

Fylkir og Tómas Ingi Tómasson hafa komist að samkomulagi um starfslok Tómasar hjá félaginu.

Fylkir þakkar Tómasi fyrir framlag hans til Fylkis á undanförnum árum og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið þá Stefán Loga Sigurjónsson og Guðmar Gauta Sævarsson í úrtaksæfingar U-15 ára landsliðs karla dagana 3.-5. apríl.
 
Stefán Logi Sigurjónsson er stór og stæðilegur varnarmaður sem öruggur er á boltann. Stefán lék sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd síðasta haust.
 
Guðmar Gauti er varnarsinnaður miðjumaður með frábæra sendingagetu. Guðmar lék einnig sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd síðasta haust.
 
Við óskum þessum strákum til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !
 
#viðerumÁrbær


Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið þær Tinnu Brá Magnúsdóttir og Söru Dögg Ásþórsdóttir fyrir milliriðla undankeppni EM 2023.
 
Ísland mætir þar Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu, en leikið verður í Danmörku dagana 5.-11. apríl.
 
Báðar hafa þær verið fastamenn í hópnum ásamt því að vera algjörir lykilleikmenn í meistaraflokki félagsins.
 
Við óskum þeim til lukku með valið og hlökkum til að fylfjast með þeim í verkefninu !
 
#viðerumÁrbær


Kvennakvöld Fylkis verður haldið með pompi og prakt þann 15 apríl næstkomandi.
Miðasala hefst 1.mars 2023
Miðaverð: 10.900kr
Miðaverð í forsölu: 9.900kr ( fyrir 5.apríl) (miðaöludagar auglýstir síðar, en einnig hægt að panta miða í gegnum fylkirkvennakvold@gmail.com og millifæra)
Miðaverð eftir kl.23:00 – 3500kr (öll kyn)
Húsið opnar kl.19.00 – Fordrykkur kl.19:00-19:30

Happy Hour kI.19:00-20:00

Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00

Hver verður heiðurskonan 2023

Borðskreytingarkeppni – Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið

Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!

Opin bar í VIP fra kl:20:00 -23:00 – verð 3500kr (innifalið inngangsmiði kl.23:00 á kvennakvöld)
Þema kvöldsins: Glamúr og glimmer
Veislustjórar: Birna Rún Eiríksdóttir & Hjálmar Örn Jóhannsson
Dj kvöldsins: Heiðar Austmann
Leynigestur
Glæsilegur smàréttanatseðill frá veisluþjónustu
Þriðjudaginn 21.mars mun leikmannakynning meistaraflokka félagsins fara fram og opnar húsið 19:30.
 
Leikmenn karla og kvenna verða kynntir ásamt að þeim leikmönnum verða veitt verðlaun fyrir að hafa náð ákveðnum fjölda leikja
 
Árskort verða til sölum ásamt því að léttar veitingar og drykkir verða til sölu á vægu verði.
 
Við hvetjum alla til að fjölmenna á kvöldið og kynnast liðunum okkar fyrir sumarið !