Knattspyrnudeild Fylkis – ábyrgur rekstur
Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram.
Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti.
Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað.
Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli.
Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert.
Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði.
Stjórn Knattspynudeildar Fylkis, 6. ágúst 2024
Árbæjarhverfið er náttúruperla í borginni, í hverfinu okkar sem teygir sig frá Ártúnsholtinu, yfir Selásinn og upp fyrir Norðlingaholtið. Í hugum okkar íbúanna hér, hvort sem við erum hér borin og barnfædd eða aðflutt síðar meir, þá er það samt, fyrir sennilega flest okkar, samfélagið sem dregur fólk hingað. Við hittumst á förnum vegi, spjöllum um veðrið , fuglalífið í dalnum og íþróttirnar okkar. Erum þá jafnan í einhverri appelsínugulri flík. Hér er einhver umlykjandi bæjarbragur. Hér er samstaða og samkennd með því sem við eigum saman.
Við erum samt ekkert of rík af samkomustöðum í hverfinu. Fylkisvöllurinn er staðurinn þar sem sennilega flestir Árbæingar koma reglulega saman, hitta gamla og nýja nágranna. Eignast nýja vini. Hér er það Fylkisvöllurinn, beint í miðju hverfinu, þar sem Árbæingar á öllum aldri hafa leikið sér, hópast saman og stundað íþróttir af krafti um áratugaskeið, með sterkri samstöðu sem einkennir Árbæinga.
Við búum svo vel að eiga nú tvö lið í efstu deild fótboltans og það færir félaginu okkar umtal, styrk, vöxt og möguleika á að gera betur sem stór félagsmiðstöð fyrir samstillta samfélagið okkar allra í 110 Reykjavík.
Það er mikilvægt að við tökum saman þátt í að halda uppi lífvænlegu og öflugu starfi, þó við höfum kannski mismunandi mikinn áhuga á fótbolta. Að hitta sitt fólk, hvetja sín lið, strákana okkar og stelpurnar í Bestu deild, sem flest eiga það sameiginlegt að vera uppalin hérna í hverfinu. Þetta er okkar fólk, sem hljóp hér um sem börn vina okkar fyrir ekki svo löngu.
Það er stefna Fylkis að byggja á ungviðinu okkar því það tryggir öflugt barna- og unglingastarf og það höfum við sannarlega gert og gerum betur en flest önnur félög í því. Og þetta ætlum við að gera áfram.
Knattspyrnudeild Fylkis hvetur því alla Árbæinga til að halda áfram að koma saman, halda áfram að hittast á vellinum á næsta leik, halda áfram að mæta í appelsínugulu og hvetja okkar fólk áfram. Ekki gefast upp þó á móti blási, því þetta er þess virði að berjast fyrir. Það erum við, þið, samfélagið í Árbænum, sem erum Árbæjarins besta.
Áfram appelsínugult, áfram Fylkir. Við erum Árbær.
Gleði – Virðing – Metnaður
Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis
Knattspyrnudeild Fylkis hefur gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og þjálfari í afreksstarfi félagsins.
Við þökkum Olgeiri fyrir gott samstarf síðustu ár. Leit að eftirmanni er þegar hafin.
Í jafnréttisstefnu íþróttafélagsins Fylkis kemur m.a. eftirfarandi skýrt fram:
“Íþróttafélagið stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. Íþróttafélagið leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi.”
Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á að allt starf á vegum deildarinnar samræmist ofangreindri stefnu.
Eftir leik Fylkis og Vestra 18. júní sl komu fram mjög alvarlegar ásakanir af hálfu þjálfara Vestra um meinta kynþáttafordóma af hálfu leikmanna Fylkis. Forráðamenn Vestra hafa fyrr í dag komið erindi um meint tilvik í umræddum leik á framfæri við KSÍ.
Á sama tíma og Fylkir hafnar þessum ásökunum þá er mikilvægt að halda umræðu um jafnrétti og fordóma á lofti og við ítrekum að það er ekkert svigrúm fyrir fordóma eða ójafnrétti af neinu tagi í þjóðfélaginu. Íþróttafélagið Fylkir leggur sitt af mörkum á hverjum degi í þeirri baráttu og vísum við í jafnréttisstefnu félagsins því til stuðnings en jafnréttisstefnan er aðgengileg á heimasíðu Fylkis.
Knattspyrnudeild Fylkis heitir fullu og opinskáu samstarfi við KSÍ vegna þessa máls og mun ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum.
Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis, 20. júní 2024
Veitt voru heiðursmerki og að þessu sinni fengu eftirtaldir aðilar heiðursmerki:
SILFURMERKI FYLKIS
Ágústa Ósk Sandholt eða Ágústa. Ágústa byrjar eins og flestir aðrir sem foreldri iðkenda hjá félaginu. Ágústa hefur verið og er virk í foreldraráðum félagsins. Ágústa hefur verið nokkur ár í Barna og unglingaráði. Í dag leikur Ágústa einnig stórt hlutverk í framkvæmd heimaleikja hjá félaginu. Sama á við um aðra viðburði hjá félaginu. Ágústa er þessi félagsmaður sem ekkert félag á nóg af.
Eftirtaldir dómarar knattspyrnudeildar fá einnig silfurmerki Fylkis
Eiga þeir allir það sameiginlegt að hafa fylgst með fótboltanum hjá Fylki sem feður og sýnt áhuga á dómgsæslu og hellt sér í hana af fullum þunga og dæmt mikið fyrir Fylki og KSÍ.
Allir eru þeir starfandi dómarar í dag. Sumir dæma eingöngu fyrir Fylki – Aðrir dæma núna bæði fyrir Fylki og KSÍ.
Guðmundur Páll Frðibertsson
Unglingadómari 08.02.2018
Héraðsdómari 05.04.2018
Landsdómari 12.06.2024
Ólafur Bjarkason
Var dómarastjóri Fylkis í eitt ár, 2019 – 2020
Unglingadómari 08.02.2018
Héraðsdómari 05.04.2018
Sigurður Þór Sveinsson
Unglingadómari 08.02.2018
Héraðsdómari 05.04.2018
Kristinn Guðmundsson
Héraðsdómari 28.06.1995
„Kiddi er bókstaflega alinn upp á Fylkissvæðinu, mér er sagt að hann sé eini Árbæingur og Selásbúi sem átti sinn eigin fótboltavöll í póstnúmeri 110, svo kallaðan “KIDDA-VÖLL” þar sem hart var barist. Auk þess að þjálfa fyrir Fylkis þá var Kiddi auk þess leikmaður meistaraflokks Fylkis, vinstri bakvörður sem aldrei braut af sér þannig að til hans sæist.“
_____________________________________________________________
GULLMERKI FYLKIS
Þorvaldur Árnason
Knattspyrnudómari
Hann fór á námskeið ásamt flokknum sínum árið 1998 og hélt áfram í dómgæslu.
Hann hefur verið efstudeildar dómari frá árinu 2008.
Þorvaldur er með næst lengsta feril sem milliríkjadómri á Íslandi.
Hefði verið með lengsta ferilinn ef hann hefði verið í tvö ár í viðbót.
Unglingadómari 25.03.1998
Héraðsdómari 06.04.2000
Landsdómari 01.01.2003
Milliríkjadómari 01.01.2010
Stefanía Guðjónsdóttir eða Stefí.
Stefí hefur í mörg ár verið allt í senn. Foreldri iðkenda, í foreldraráðum, meistaraflokksráði kvenna og stjórn knattspyrnudeildar. Stefí er líka allt í öllu þegar kemur að umgjörð heimaleikja og þá sérstaklega þegar kemur að því að lyfta umgjörð um knattspyrnu kvenna hjá félaginu. Þessu til viðbótar er varla haldinn viðburður í félaginu án þess að Stefí komi þar nærri. Stefí hefur keyrt þá nokkra hringina í kringum landið með lið Fylkis til keppni í gegnum árin. Stefí er þessi algjörlega ómissandi sjálfboðaliði sem Fylkir væri ekki á sama stað án.