Útdrætti í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hefur verið frestað til 3.febrúar vegna óviðráðanlegra orsaka.
 
En er hægt að tryggja sér miða í gegnum netverslun og vinna stórkoslegt málverk eftir Tolla en slóðina má finna hér að neðan ?
https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti
 
#viðerumÁrbær
Bæði stelpurnar okkar og strákarnir okkar eiga leiki í Reykjavíkurmótinu í vikunni.
 
Strákarnir heimsækja Val á Origo völlinn í Reykjavíkurmótinu á miðvikudaginn kemur. Leikurinn hefst 19:00 og verður hann í sýndur beint, en linkinn má finna hér að neðan.
https://play.spiideo.com/games/8de752e8-5ea7-4b5e-b2a7-ff4414ac9889
 
Stelpurnar okkar heimsækja Þrótt á fimmtudaginn kemur einnig í Reykjavíkurmótinu. Leikurinn hefst 19:00 og verður sýnt beint frá honum. Linkurinn er hér að neðan.
https://www.netheimur.is/throttara-streymi/
 
Stillum inn og fylgjumst með okkar liðum !
Áfram Fylkir !
 
#viðerumÁrbær

Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis er í fullum gangi en dregið verður í því 26.janúar n.k. Það eru enn til miðar til sölu og hvetjum við alla til að tryggja sér miða sem fyrst og styrkja félagið.

Vinnigar eru ekki af verri endanum en í fyrsta vinning er málverk frá Tolla að verðmæti 700.000 ásamt því að hægt er að vinna Iphone 13, Samsung Galaxy, Playstation 5 og fleiri frábæra vinninga.

Til að tryggja sér miða er hægt að smella hér.

 

                                                     

 

 

 

https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti

Stelpurnar okkar taka á móti Fjölni í sínum fyrsta leik í Reykjavíkurmótinu. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst 13:00 !

Þar sem áhorfendur eru ekki leyfðir þá munum við að sjálfsögðu sýna leikinn í beinni útsendingu á Fylkir TV !
https://youtu.be/FM-2NE052SY

Við hvetjum alla til að stilla inn og fylgjast með stelpunum okkar !

#viðerumÁrbær

Það er því miður ennþá ákveðin veira að trufla okkar starf hjá Fylki og því miður þarf að fresta Herrakvöldi Fylkis sem átti að vera 21. janúar um óákveðinn tíma. Stefnt er að því að halda skemmtilegan viðburð þegar hægt er.

Sala miða í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hófst í desember og verður dregið þann 26. janúar n.k. Við eigum ennþá talsvert af miðum til sölu fyrir áhugasamt Fylkisfólk og alla hina. Hægt er að kaupa miða á heimasíðu Fylkis. Vinningarnir eru sérlega glæsilegir í ár sem endranær og kannski verður Tolla málverk hengt upp hjá einhverjum ykkar. Þú getur tryggt þér miða hér.

Svo í Mars munum við halda okkar vinsæla Málverkauppboð, það verður auglýst nánar þegar nær dregur á heimasíðu okkar sem og helstu miðlum.

 

Fylkir – Fjölnir leiknum streymt beint – Áhorfendur ekki leyfðir !

Fylkismenn fá Fjölni í heimsókn á Wurth völlinn á laugardaginn kemur. Leikurinn hefst 14:00 og verður honum streymt beint á hlekknum hér að neðan !

https://play.spiideo.com/games/56ba4883-41df-4cf7-ab79-ccea8dbb291c

Við hvetjum sem flesta til að stilla inn og horfa á okkar stráka spreyta sig !

Því miður er ekki hægt að taka á móti áhorfendum vegna nýrra samkomutakmarkana !

Við hvetjum alla til að huga að persónulegum sóttvörnum og fara varlega á þessum tímumog þá munum við komast í gegnum þetta saman !

#viðerumÁrbær

Getraunakaffið fer af stað á nýju ári á laugardaginn. Sem fyrr fer það fram í TEKK stofunni og mun Óli Haffa taka vel á móti öllum þeim sem vilja kíka. Húsið opnar 11:00 og verður heitt á könnuni og bakkelsi í boði ásamt því að boltinn verður á skjánum !
 
Strákranir okkar fá svo Fjölni í heimsókn í Reykjarvíkurmótin. Leikurinn hefst 14:00 og fer fram á heimavelli okkar, Wurth vellinum.

Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen

 

 

 

Hjálparsveit Skáta í samstarfi við Fylki verður með árlega flugeldasölu í  Fylkisstúkunni dagana 28-31 desember. Þetta er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila og hvetjum við alla til að versla hjá okkur !

10% afsláttur er þann 28.10 með kóðanum „fylkir2021“ !