Guðmar Gauti Sævarsson hefur verið valinn í lokahóp U17 ára landsliðs karla sem leikur í milliriðli í Póllandi daganna 17.-26.mars næstkomandi.
Guðmar kom við sögu í 13 leikjum meistaraflokks í fyrra, þar af fjórum í deild og einum bikarleik. Í ár hefur hann spilað fimm leiki í Reykjavíkurmóti og Lengjubikar og skoraði mark Fylkis gegn Val í janúar.
Þessi bráðefnilegi miðjumaður hefur vakið athygli erlendra liða og var á reynslu hjá Lyngby síðasta haust og Real Valladolid í þessum mánuði. Guðmar hefur spilað 13 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands (U-15, U-16 og U-17) og verið lykilmaður í landsliði 2008 árgangsins.
Stefán Gísli valinn í U-19
 
Stefán Gísli Stefánsson hefur verið valinn í lokahóp U19 ára landsliðs karla sem leikur í milliriðli í Ungverjalandi daganna 17.-26.mars næstkomandi.
 
Stebbi er gríðarlega efnilegur varnar og miðjumaður sem hefur mest spilað í stöðu hægri bakvarðar og á fjölmarga yngri landsleiki að baki sem bakvörður. Stefán hefur alls spilað 17 landsleiki fyrir yngri lið Íslands.
 
Hann á að baki níu leiki fyr­ir Fylki í efstu deild og tvo bikarleiki. Stefán fór í byrjun árs á reynslu hjá Pafos á Kýp­ur og Wester­lo í Belg­íu.
 
Við óskum Stebba til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með honum í þessu spennandi verkefni!

Guðmar Gauti Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Fylki. Hann framlengir samning sinn um eitt ár og er nú samningsbundinn út árið 2026. Guðmar Gauti sem fagnaði nýverið sautján ári afmæli sínu á alls að baki 18 leiki og 2 mörk fyrir Fylki.

Guðmar stimplaði sig inn í meistaraflokk Fylkis í fyrra og kom við sögu í 13 leikjum, þar af fjórum í deild og einum bikarleik. Í ár hefur hann spilað fimm leiki í Reykjavíkurmóti og Lengjubikar og skoraði mark Fylkis gegn Val í janúar.

Þessi bráðefnilegi miðjumaður hefur vakið athygli erlendra liða og var á reynslu hjá Lyngby síðasta haust. Guðmar hefur spilað 13 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands (U-15, U-16 og U-17).

Guðmar fór einmitt á kostum með U-17 ára landsliðinu síðasta haust og skoraði meðal annars bæði gegn Norður Makedóníu og Eistlandi í undankeppni EM 2025.

Eru þetta frábær tíðindi fyrir félagið að Guðmar hafi framlengt samning sinn og verður einstaklega spennandi að fylgjast með honum í sumar.

Mynd: Hulda Margrét

Arnór Steinsen Arnarsson, Karen Dís Vigfúsdóttir, Kári Gunnarsson og Kristín Birna Steinarsdóttir hafa verið valin í hæfileikamótun KSÍ og N1. Æfingarnar hjá stelpunum fara fram miðvikudaginn 26. febrúar. Æfingar hjá strákunum fara fram 27. febrúar hjá og eru æfingarnar inni í Miðgarði í Garðabæ. Öll ungmennin eru fædd árið 2011 og hafa leikið með 3. og 4.flokki í vetur. Arnór og Karen Dís eru sóknarmenn og miklir markaskorarar en Kári og Kristín Birna eru bæði efnilegir markverðir. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Karen Dís Vigfúsdóttir, Kristín Birna Steinarsdóttir, Kári Gunnarsson og Arnór Steinsen Arnarsson

Karen Dís Vigfúsdóttir og Kristín Birna Steinarsdóttir

Kári Gunnarsson og Arnór Steinsen Arnarsson

Kári Gunnarsson

Arnór Steinsen Arnarsson

Kristín Birna Steinarsdóttir

Karen Dís Vigfúsdóttir

 

 

Olivier Napiórkowski,  Aron Bent Hermannsson og Jón Ólafur Kjartansson hafa verið valdir til að taka þátt í æfingu og leik miðvikudaginn 12.febrúar og fimmtudaginn 13.febrúar 2025 með U-16 ára landsliði karla.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði en leikirnir verða báðir spilaðir í Fífunni. 

Olivier er fæddur 2009 og er eldfljótur vængmaður/bakvörður og með öflugan vinstri fót. Olivier hefur tekið þátt í æfingaleikjum meistaraflokks í upphafi árs.

Aron Bent og Jón Ólafur eru fæddir árið 2009 og eru báðir mjög efnilegir markmenn sem leika með 3. og 2. flokki félagsins. Er þetta sérstakt ánægjuefni að Fylkir eignist upprennandi markmenn og er þetta til marks um öfluga þjálfun hjá Birni Metúsalem Aðalsteinssyni markmannsþjálfara yngri flokka og meistaraflokks karla, en Ólafur Kristófer Helgason og Júlía Huld Birkisdóttir hafa einnig verið valinn áður í yngri landslið Íslands.

Olivier Napiórkowski

Aron Bent Hermannsson

Jón Ólafur Kjartansson

 

Fylkir kynnir með stolti nýjan leikmann en Embla Katrín Oddsteinsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fylki. Embla er fædd árið 2006 og er því á nítjanda ári. Hún er fjölhæfur varnarmaður  sem á að baki 24 leiki fyrir meistaraflokk Selfoss. Áður en hún gekk til liðs við Selfoss lék hún með Breiðabliki og uppeldisfélagi sínu FH í yngri flokkum.
 
“Hún er leikmaður sem að passar vel inn í okkar hugmyndafræði og það verður gaman að vinna með henni næstu tvö tímabil“ sagði Bjarni Þórður þjálfari er hann var inntur eftir upplýsingum um nýjasta leikmann Fylkis.

Stefán Logi Sigurjónsson og Olivier Napiórkowski hafa verið valdir á leikstöðuæfingar með yngri landsliðum Íslands.

Knattspyrnusvið KSÍ mun dagana 28-29 janúar boða til leikstöðuæfinga fyrir varnarmenn. Um er að ræða tilraunaverkefni sem hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Á æfingunum verður eingöngu unnið með varnarleik auk þess að leikmenn þurfa að vinna verkefni milli æfinga tengt varnarleik.

Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari karla mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða. Fyrrum landsliðsmenn Íslands, Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson munu einnig þjálfa á æfingunum.

Stefán Logi er fæddur árið 2008 og leikmaður í 2.flokki. Stefán Logi tók þátt í æfingaleikjum meistaraflokks í lok síðasta árs. Þá var hann ónotaður varamaður í Mjólkurbikarleik gegn KR sumarið 2023 og lék tvo leiki með Elliða sl. sumar. Hann á 3 landsleiki að baki fyrir U-15 ára landslið Íslands. Stefán er kröftugur miðvörður sem getur einnig leyst fleiri stöður á vellinum.

Olivier er fæddur árið 2009 og því enn í 3.flokki hefur æft með meistaraflokki í upphafi nýs tímabils og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í sigri á Fram nú í janúar. Hann hefur verið í æfingahópi hjá U-16 ára landsliði Íslands. Olivier er eldfljótur vængmaður/bakvörður með öflugan vinstri fót.


Stefán Logi Sigurjónsson


Olivier Napiórkowski

 

 

Vinningsnúmer í happdrætti á Herrakvöldi:

Vinningur nr. 1 – 09756
Vinningur nr. 2 – 2972
Vinningur nr. 3- 15082
Vinningur nr. 4 – 4882
Vinningur nr. 5- 1531
Vinningur nr. 6- 4978
Vinningur nr. 7- 1200
Vinningur nr. 8- 07611
Vinningur nr. 9- 09485
Vinningur nr. 10- 08599

Vinningaskrá:

1. Inneign hjá Icelandair að andvirði 22.000kr – Hótelgisting á Hótel Selfoss -Gjafabréf frá Tekk–Gjafabréf frá Rvk MMA– Ostakarfa frá Mjólkursamsölunnni – Gjafabréf í Minigarðinn– Bensínkort frá Olís – Gjafabréf frá Ísbúðinni Háaleiti – Gjafabréf frá Suit up
2. Gjafabréf frá Garmin – Hótelgisting frá Hótel Múli – Gjafabréf frá Rvk MMA – Era sport gjafabréf – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni – Gjafabréf í Keiluhöllina – Gjafabréf í 66° norður – Gjafabréf frá Gæðabakstri
3. Gjafabréf frá Fjallavinum – Skart frá Meba – Gjafabréf í Keiluhöllina – Gjafbréf frá TEKK – Gjafabréf frá Hamborgarabúlluni – Gjafabréf hjá Löður – Gjafabréf í Kjötsmiðjuna – Gjafabréf frá Cintamani – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunnni
4. Skart frá Meba – Gjafabréf frá TEKK – Gjafabréf frá Hamborgarabúlluni – Gjafabréf hjá Löður – Gjafabréf frá Gæðabakstri – Gjafabréf í Borgarleikhúsið – Gjafabréf frá Minigarðinum – Gjafabréf í IceWear
5. HúbbaBúbba Gigg – Tónlistamaðurinn Eyþór Wöhler kemur og skemmtir þér og þínum
6. Píluspjald frá rudi.is – Gjafabréf frá Skor – Gjafapoki frá Dufland – Gjafabréf frá Flatey Pizza – Teppi frá Sofðu rótt – Gjafabréf frá Ísbúðinni Háaleiti – Gjafabréf frá Hamborgarabúlluni – Gjafabréf hjá Löður
7. Gjafabréf frá Minigarðinum – Gjafabréf frá Hamborgarabúlluni – Gjafabréf hjá Löður – Bensínkort frá Olís
8. Vínflaska frá Porche – Bensínkort frá Olís – Nesdekk Gjafabréf
9. Ársbyrgðir af nikótínpúðum frá ICE
10. Gjafabréf í myndatöku frá Hulda Margrét Photography

Meistaraflokkur karla Fylkis var með uppboð á tveimur árituðum treyjum frá @orrioskarsson á Herrakvöldi Fylkis.
Fylkisfjölskyldan fékk þær hræðilegu fréttir um jólin að einn af okkar strákum hafi látið lífið í hörmulegu bílslysi á Ítalíu þann 26.des. Hann Maciej Andrzej Bieda var frábær Fylkismaður, Árbæingur og drengur góður. Stofnaður hefur verið styrktarsjóður fyrir fjölskyldu hans og ágóðinn af annarri treyjunni rennur óskertur í hann.

Ágóðinn af hinni treyjunni mun fara í Indriðasjóð. Indriði Einarsson, var bráðkvaddur árið 1992 en hann var leikmaður meistaraflokks Fylkis. Í kjölfar andláts Indriða heitins var stofnaður sjóður til minningar um hann sem hefur þann tilgang að styrkja efnilega iðkendur Fylkis sem koma frá efnaminni heimilum. Samtals söfnuðust 500 þúsund krónur fyrir treyjurnar tvær. Meistaraflokkur karla vill þakka @orrioskarsson fyrir treyjurnar og einnig @bjornbragi fyrir að sjá um uppboðið.
Við erum öll í sama liðinu 🧡

Kveðja MFL KK

Í dag voru þrír leikmenn heiðraðir fyrir leikjafjölda sinn hjá félaginu. Þetta eru Orri Sveinn Segatta og Ragnar Bragi Sveinsson sem fengu viðurkenningu fyrir 250 leiki og Ásgeir Eyþórsson fyrir 350 leiki. Af þessu tilefni fengu þeir afhent stórglæsileg áletruð úr frá MEBA.
 
Alls hafa þeir félagar leikið hvorki meira né minna en 876 leiki fyrir félagið. 
 
Orri Sveinn á alls að baki 256 leiki og 27 mörk fyrir Fylki, þar af 120 leiki og 15 mörk í efstu deild. Orri lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk Fylkis árið 2014. En meistaraflokksferil hans hófst svo fyrir alvöru þegar hann lék á láni fyrir Huginn á Austurlandi en hann lék með þeim árin 2015 og 2016. Hann varð síðan fastamaður í vörn Fylkis árið 2017 og hefur verið það allar götur síðan.
 
Ragnar Bragi Sveinsson á alls að baki 260 leiki og 27 mörk fyrir Fylki, þar af 156 leiki og 6 mörk í efstu deild. Ragnar Bragi lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2010, þá aðeins 15 ára gamall og var á þeim yngsti leikmaður í sögu félagsins. Ragnar hélt svo til Þýskalands þar sem hann lék með unglingaliðum Kaiserslautern en snéri heim í Fylki árið 2014. Ragnar hefur síðan þá leikið með Fylki utan eins tímabils með Víkingum árið 2017.
 
Ásgeir Eyþórsson á að baki 360 leiki fyrir Fylki, þar af 188 í efstu deild og hefur verið lykilmaður liðsins í mörg ár og oft borið fyrirliðabandið. Ásgeir lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í Pepsi deildinni árið 2011 og hefur verið einn tryggasti liðsmaður félagsins enda aldrei leikið með öðru félagi en Fylki.
 
Við óskum þessum frábæru leikmönnum okkar innilega til hamingju með áfangana.