Hér fyrir neðan eru vinningsnúmerin í happadrætti herrakvölds Fylkis 2024 birt með fyrirvara um innsláttarvillur.  Hægt er að nálgast vinningana í Fylkishöll virka daga frá kl 9-16 gegn framvísun vinningsmiða.

1. Gjafabréf frá Icelandair – Gisting fyrir tvo hjá Hótel Ísafirði – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Konfektpakki frá Nóa Siríus – Bensínkort frá Olís að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 25.000kr – Gjafabréf frá studio 110 – Óskaskrín í Lúxus Bröns fyrir tvo – Gjafabréf í alþrif frá Lúxusbón – Gjafapakki frá Era Sport að andvirði 10.000kr – Matarkassi frá Made by Mama – Skart frá Meba. 1962

2. Úr frá Garmin – Matarpakki frá Made by mama – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Bensínkort frá Olís að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 25.000kr – Gjafabréf hjá Slippfélaginu að andvirði 25.000kr – Golfbolir frá Brutta Golf – Matarkarfa frá Garra – Porsce Rauðvínsflaska og glös. 1045

3. Gjafabréf frá Eagle golfferðum – Borvél frá Múrbúðinnni – Golfbolir frá Brutta Golf – Gjafabréf í 3 rétta máltíð hjá Riverside Resturant – Gjafabréf frá Minigarðinum 20.000kr – Gjafabréf hjá Fjallavinnum að andvirði 14.000kr – Matarpakki frá Garra – Pakki frá Sofðu Rótt – Bland í poka frá Öskju. 0778

4. Gjafabréf hjá Fjallavinnum að andvirði 73.000kr – Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Tryggvaskála/Kaffi Krús/Messinnn – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni – Kippa af Collab orkudrykk – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Húsasmiðjunni og Blómavali að andvirði 15.000kr- Gjafabréf frá Esju – Gjafabréf frá Denn Denske Kro. 0783

5. Spjaltölva frá Samsung (Galaxy tab a7) – Gisting hjá Hótel Fagralundur – Gjafabréf frá Tryggvaskála/Kaffi Krús/Messinnn – Gjafabréf í Smárabíó – Gjafabréf frá Huppu – Gjafabréf frá Slippfélaginnu að andvirði 25.000kr. 1710

6. Ævintýrasigling frá Sæferðum – Gjafabréf í Borgarleikhúsið – Gjafabréf frá Húsasmiðjunni og Blómavali að andvirði 15.000kr- Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni. 1193

7. Gjafapakki frá Bio Effect – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Hlöllabátum – Gjafabréf í Minigarðinnn. 4755

8. Heilsupakki frá Arctic Aura – Gjafabréf frá Esju – Gjafabréf frá Pítubarnum – Gjafabréf í Minigarðin. 2191

Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.
 
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hér að rekstur íþróttafélagsins Fylkis væri hreinlega ekki mögulegt ef ekki kæmi til gríðarlega mikil vinna fjölmargra sjálfboðaliða sem taka þátt í starfinu hjá okkur í Fylki.
 
Stjórn Fylkis sendir því ykkur öllum, okkar besta fólki sem gerir Fylki mögulegt að halda úti okkar öfluga starfi, okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins og þökkum ykkur ómetanlegt framlag ykkar til félagsins.
 
Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt, en nánar er fjallað um það í frétt á vef ÍSÍ:
Stefán Gísli Stefánnsson hefur undanfarna daga verið á reynslu hjá Sænska félaginu Hammarby.
 
Stefán sem er 17 ára gamall hefur verið lykilmaður í 2.flokki félagsins undanfarið ásamt því að æfa með meistaraflokki félagsins en með þeim lék hann 2 leiki á liðnu tímabili. Hann fjölhæfur leikmaður sem getur spilað allar stöður á miðjunni ásamt því að vera frábær bakvörður, þa hefur hann leikið 11 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
 
Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkar öfluga starf sem unnið er hjá okkur.
 
Það verður spennandi að fylgjast með Stefáni í framtíðinni enda einn af allra efnilegustu leikmönnum félagsins.
 
#viðerumÁrbær
Íþróttafélagið Fylkir sendir öllum Grindvíkingum stuðningskveðjur og vill í leiðinni bjóða öllum yngri flokka iðkendum úr Grindavík að æfa með félaginu án endurgjalds á meðan á óvissu tímum stendur.
 
Hjá Fylki eru 7 starfandi greinar: Fótbolti, Körfubolti, Handbolti, Fimleikar, Karate,Blak og Rafíþróttir
 
Vilji iðkendur Grindavíkur nýta sér þennan möguleika eru þeir beðnir að hafa samband við Viktor, viktor@fylkir.is eða í síma 772-4672
 
Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.fylkir.is
 
Fylkir sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur 🧡🖤💛💙
 
#stöndumsaman
#viðerumÁrbær
Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis fór fram mánudagskvöldið 30. október þar sem ný stjórn deildarinnar var kjörin.
Í nýju stjórninni sitja þau Ragnar Páll Bjarnason formaður, Haraldur Úlfarsson, Hjördís Jóhannesdóttir, Stefanía Guðjónsdóttir og Valur Ragnarsson. Þessu til viðbótar voru eftirtaldir kynntir sem formenn ráða knattspyrnudeildar: Elvar Örn Þórisson, formaður Barna og unglingaráðs, Júlíus Örn Ásbjörnsson formaður meistaraflokksráðs kvenna og Björn Viðar Ásbjörnsson formaður meistaraflokksráðs karla.
Á fundinum hélt svo Sigurður Þór Reynisson erindi um afreksþjálfun knattspyrnudeildar og stöðu hennar í dag. Nú eru liðin tvö ár frá því afreksþjálfunin hófst í þeirri mynd sem hún er í dag en í kringum 25 iðkendur eru í hópnum.
Á fundinum var kynnt 9 mánaða fjárhagsuppgjör sem sýnir mikinn viðsnúning frá árinu 2022 til hins betra.
Þrír einstaklingar, þeir Arnar Þór Jónsson fráfarandi formaður knattspyrnudeilar Fylkis, Hrafnkell Helgason, fráfarandi formaður meistaraflokksráðs karla og Þorvaldur Árnason, meistaraflokksráði karla, voru heiðraðir sérstaklega í lok fundarins. Viðkomandi hafa allir starfað lengi fyrir Fylki og gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa að þessu sinni.
Efri röð frá vinstri; Haraldur Úlfarsson, Ragnar Páll Bjarnason, formaður og Valur Ragnarsson
Neðri röð frá vinstri; Stefanía Guðjónsdóttir og Hjördís Jóhannesdóttir
 Frá vinstri Þorvaldur Árnason, Arnar Þór Jónsson og Hrafnkell Helgason

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.

Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.

Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.

Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.

Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.

Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður mánudaginn 30.október 2023 í samkomusal Fylkishallar.

Dagskrá:

Hefbundin aðalfundastörf samkvæmt reglugerð knattspyrnudeildar og lögum félagsins.

Önnur mál

Fyrir fundinum liggur ein reglugerðarbreyting en hún er á fyrstu málsgrein 5.gr. sem hljómar svona í dag

5.gr.     Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis skal haldinn í október ár hvert, með heimild aðalstjórnar, skv. 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laga fyrir Íþróttafélagið Fylki.  Sömu reglur gilda um boðun og dagskrá aðalfundar knattspyrnudeildar, sem um aðalfund félagsins.  Skal hann auglýstur með minnst 2 vikna fyrirvara í dagblaði.

 

Neðangreind breyting verður lögð fyrir fundinn til samþykktar

5.gr.     Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis skal haldinn í október ár hvert, með heimild aðalstjórnar, skv. 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laga fyrir Íþróttafélagið Fylki. Skal hann auglýstur með að minnsta kosti 2ja vikna fyrirvara á heimasíðu félagsins og/eða með öðrum rafrænum hætti. Hann telst lögmætur sé löglega til hans boðað.

 

Strákarnir okkar í 3.flokki karla gerðu sér lítið fyrir og urðu um liðna helgi Íslandsmeistarar C-liða eftir frábæran 2-1 sigur á Þór á Wurth vellinum fyrir framan fjölmarga áhorfendur.
 
Stákarnir áttu vægast sagt frábært sumar en þeir sigurðu alla sína leiki á Íslandsmótinu sem er algjörlega stórkoslegur árangur, 14 leikir – 14 sigrar og Íslandsmeistaratiltill.
 
Þjálfarar flokksins eru þeir Steinar Leó Gunnarsson, Kristján Gylfi Guðmundsson & Hrannar Leifsson.
 
Við óskum þessum flotta hópi til hamingju með titilinn og hlökkum til að fylgjast með þeim ná en meiri árangri á vellinum næstu árin !

 

Strákarnir okkar spila mikilvægan leik við ÍBV í úrslitakeppni Bestu deildar karla sunnudaginn 17.sept kl:17:00.

Síldarveislan okkar vinsæla verður haldinfyrir leik og er stuðningsmönnum Fylkisboðið í hana. Hefst hún kl:15:00 í samkomusal Fylkishallar.

Boðið verður upp á nokkrar tegundir af síld ásamt plokkfisk og meðlæti, kaldir drykkir verða til sölu.

Þeir sem mæta í síldarveisluna fá boðsmiða á völlinn í boði knattspyrnudeildar !