Það var okkur Fylkisfólki sannur heiður að bjóða fyrrum þjálfara Fylkis hjartanlega velkominn aftur á Fylkisvöll á leik Fylkis og HK í Bestu deild karla.
 
Martein Geirsson þjálfaði Fylkisliðið á árunum 1986 – 1991, samtals í sex ár og lengst allra þeirra sem þjálfað hafa meistaraflokk Fylkis í gegnum tíðina.
 
Við Fylkisfólk höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að margir frábærir þjálfarar hafa starfað fyrir Fylki við þjálfun meistaraflokksliðanna okkar í gegnum tíðina.
 
Án þess að á nokkurn þeirra sé hallað má með sanni segja að Marteinn Geirsson hafi skilað gríðarlega mikilvægu framlagi til Fylkis á árum áður.
 
Marteinn tók við Fylkisliðinu vorið 1986, í því sem þá hét 3ja deild og haustið 1988 var sæti í efstu deild tryggt í fyrsta sinn.
 
Við viljum þakka Marteini kærlega fyrir komuna á völlinn sem og hans frábæra starf sem hann vann með liðið á sínum tíma !
 
#viðerumÁrbær
Knattspyrnudeild Fylkis og góðgerðafélagið Gleðistjarnan skrifuðu í gær undir samstarfssamning um Fylkismótin sem haldin eru árlega og eru fyrir iðkendur í 8. – 5 flokki, og munu mótin heita Gleðistjörnumótin.
 
Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023 eftir rúmlega 18 ára baráttu við heilaæxli sem hún greindist með aðeins tveggja ára gömul.
 
Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum en fjölskylda Þuríðar þekkir það vel hversu mikilvægt það er að finna góðan stuðning samfélagsins á erfiðum tímum.
 
Það voru þau Elvar Örn Þórisson, formaður barna og unglingaráðs Fylkis og Áslaug Ósk Hinriksdóttir formaður Gleðistjörnunnar sem skrifuðu undir samningin í hálfleik á leik Fylkis og KR í meistaraflokki kvenna. Með þeim á myndinni eru þau Theodór Ingi Óskarsson, Hinrik Örn Óskarsson og Jóhanna Ósk Óskarsdóttir systkini Þuríðar, sem öll spila fótbolta með yngri flokkum Fylkis, ásamt stelpum úr yngri flokkum félagsins sem eru á leið á Símamótið um komandi helgi !
 
Við hjá Fylki erum stolt af þessu samstarfi og hlökkum til að sjá spræka krakka taka þátt í Gleðistjörnumótinu 2023!

Golfmót Fylkis verður haldið á Þorláksvelli í Þorlákshöfn föstudaginn 8. september næstkomandi þar sem ræst verður af öllum teigum 13:30.

Spilað verður punktakeppni með forgjöf í karla og kvennaflokki og verða veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin, ásamt því verða veitt nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg og fleira skemmtilegt.

Veglegur matur verður svo í boði fyrir keppendur að móti loknu í Fylkishöll og er það innifalið í þátttökugjaldi.

Skráning fer fram hjá viktor@fylkir.is og er takmarkaður fjöldi !

Davíð Snorri Jónsson hefur valið þá Arnór Gauta Jónsson, Ólaf Kristófer Helgason og Óskar Borgþórsson í U-21 árs landsliði karla sem spilar tvo æfingaleiki ytra í miðjum júní.
 
Fylkir á því flesta fulltrúa í hópnum eða þrjá talsins.
 
Arnór Gauti og Ólafur Kristófer hafa verið viðloðandi U-21 árs landsliðið í undanförnum verkefnum en Óskar er valinn í fyrsta skipti eftir að hafa staðið sig frábærlega fyrir liðið í sumar.
 

Til lukku með valið strákar og við hlökkum til að fylgjast með ykkur !

 
#viðerumÁrbær !
 
 
Árskort – tímabundið tilboð til 5. júní 2023
35% afsláttur af fullu verði*
 
Aðsóknin á heimaleiki meistaraflokka Fylkis hefur verið góð á fyrstu vikum tímabilsins og stemmningin frábær.
 
Við viljum þó fjölga enn frekar í stuðningsmannahópnum okkar og bjóðum því árskort á völlinn í sumar á sérstökum vildarkjörum.
 
Með þessu viljum við ekki aðeins styrkja tekjugrunn Knattspyrnudeildar Fylkis og heldur líka fjölga í hópi stuðningsfólks sem sækir Würth völlinn reglulega til að upplifa stórskemmtilegar stundir með liðunum okkar á vellinum í allt sumar.
 
Tilboðsverð:
Bronskort – 13.000
Silfurkort – 22.750
Gullkort – 48.750
Platinum – 71.500
Tekk Stofan – 71.500
Nikulás Val Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Fylkis til loka árs 2025.
 
Nikki er uppalinn Fylkismaður og hefur spilað með öllum flokkum félagsins. Hann er og hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár og á að baki 82 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 15 mörk.
 
Við fögnum því þegar uppaldir leikmann framlengja við félagið og treysti þeirri frábæru uppbyggingu sem er í gangi hjá okkur !
 
Til hamingju Nikulás
 

Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið út nýjan leikmannabækling fyrir tímabilið 2023. Þar má finna kynningu á öllum leikmönnum meistaraflokkana ásamt viðtölum við þjálfara og fyrirliða.

Við hvetjum alla til að kíkja á bæklinginn.

Strákarnir okkar fá Keflavík í heimsókn í fyrsta leik sumarsins í Bestu deildinni á mánudaginn kemur þann 10.apríl og hefst leikurinn 14:00

🍔 Fylkisborgararnir frægu verða á sínum stað
🍭 Candy floss til sölu fyrir börnin
👑 Tekk stofan og Víking stofan opna 13:00

Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á okkar mönnum !

Einnig viljum við minna á árskortasöluna, hún er ennþá í fullum gangi á Stubb og heimasíðu félagsins !

Sjáumst á vellinum

Fylkir og Tómas Ingi Tómasson hafa komist að samkomulagi um starfslok Tómasar hjá félaginu.

Fylkir þakkar Tómasi fyrir framlag hans til Fylkis á undanförnum árum og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið þá Stefán Loga Sigurjónsson og Guðmar Gauta Sævarsson í úrtaksæfingar U-15 ára landsliðs karla dagana 3.-5. apríl.
 
Stefán Logi Sigurjónsson er stór og stæðilegur varnarmaður sem öruggur er á boltann. Stefán lék sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd síðasta haust.
 
Guðmar Gauti er varnarsinnaður miðjumaður með frábæra sendingagetu. Guðmar lék einnig sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd síðasta haust.
 
Við óskum þessum strákum til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !
 
#viðerumÁrbær