,

Síldarveislan vinsæla verður 17.september

Strákarnir okkar spila mikilvægan leik við ÍBV í úrslitakeppni Bestu deildar karla sunnudaginn 17.sept kl:17:00.

Síldarveislan okkar vinsæla verður haldinfyrir leik og er stuðningsmönnum Fylkisboðið í hana. Hefst hún kl:15:00 í samkomusal Fylkishallar.

Boðið verður upp á nokkrar tegundir af síld ásamt plokkfisk og meðlæti, kaldir drykkir verða til sölu.

Þeir sem mæta í síldarveisluna fá boðsmiða á völlinn í boði knattspyrnudeildar !