,

Marteinn Geirsson Heiðursgestur á leik Fylkis og HK

Það var okkur Fylkisfólki sannur heiður að bjóða fyrrum þjálfara Fylkis hjartanlega velkominn aftur á Fylkisvöll á leik Fylkis og HK í Bestu deild karla.
 
Martein Geirsson þjálfaði Fylkisliðið á árunum 1986 – 1991, samtals í sex ár og lengst allra þeirra sem þjálfað hafa meistaraflokk Fylkis í gegnum tíðina.
 
Við Fylkisfólk höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að margir frábærir þjálfarar hafa starfað fyrir Fylki við þjálfun meistaraflokksliðanna okkar í gegnum tíðina.
 
Án þess að á nokkurn þeirra sé hallað má með sanni segja að Marteinn Geirsson hafi skilað gríðarlega mikilvægu framlagi til Fylkis á árum áður.
 
Marteinn tók við Fylkisliðinu vorið 1986, í því sem þá hét 3ja deild og haustið 1988 var sæti í efstu deild tryggt í fyrsta sinn.
 
Við viljum þakka Marteini kærlega fyrir komuna á völlinn sem og hans frábæra starf sem hann vann með liðið á sínum tíma !
 
#viðerumÁrbær