,

Nikulás Val framlengir

Nikulás Val Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Fylkis til loka árs 2025.
 
Nikki er uppalinn Fylkismaður og hefur spilað með öllum flokkum félagsins. Hann er og hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár og á að baki 82 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 15 mörk.
 
Við fögnum því þegar uppaldir leikmann framlengja við félagið og treysti þeirri frábæru uppbyggingu sem er í gangi hjá okkur !
 
Til hamingju Nikulás