, ,

Innanfélagsmót fimleikadeildar um helgina

Fimleikadeild Fylkis var með 1 hluta innanfélagsmótið í dag en þá kepptu stúlkur í 5 þrepi létt, 5 þrepi og 4 þrepi létt en þetta eru allt ungar stúlkur sem eru að gera æfingar sínar.

Í 5 þrepi létt fengu allar stúlkurnar verðlaun fyrir sitt besta áhald, í 5 þrepi var í fyrsta sæti og fylkismeistari í 5 þrepi Karen Mist Eiðsdóttir í 2 sæti var Anna Katrín G. Englert og í 3 sæti var Ósk Norðfjörð Sveinsdóttir.

Í 4 þrepi létt var í 1 sæti Ylfa Sigrún N. Wilbinsdóttir í 2 sæti Ragnheiður Kara Jónsdóttir og í 3 sæti Nicola Kondraciuk.

Fimleikadeildin þakkar öllum keppendum sínum fyrir daginn í dag.

Á morgun sunnudaginn 16 apríl hefst mótið kl. 11:15.  og þá keppa eldri keppendur í 4 þrepi, 3 þrepi 2 þrepi 1 þrep og frjálsar og drengir í keppa í 5 þrepi, 4 þrepi og 1 þrepi.

 

+