Aðalfundur félagsins fór fram á afmælisdegi félagsins 28.maí 2024.
 
Björn Gíslason var endurkjörin sem formaður félagsins sem og aðalstjórn félagsins.
 
Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem munu sitja í stjórn félagsins.
 
Björn Gíslason Formaður
Atli Atlason Varaformaður
Kristinn Eiríksson Ritari
Guðný Erla Jakobsdóttir
Erna Bryndís Einarsdóttir
Hulda Birna Baldursdóttir
Jón Birgi Eiríksson
 
Stjórn deildana er hægt að finna á heimasíðu félagsins.
 

Veitt voru heiðursmerki og að þessu sinni fengu eftirtaldir aðilar heiðursmerki:

SILFURMERKI FYLKIS

Ágústa Ósk Sandholt eða Ágústa. Ágústa byrjar eins og flestir aðrir sem foreldri iðkenda hjá félaginu. Ágústa hefur verið og er virk í foreldraráðum félagsins. Ágústa hefur verið  nokkur ár í Barna og unglingaráði. Í dag leikur Ágústa einnig stórt hlutverk í framkvæmd heimaleikja hjá félaginu. Sama á við um aðra viðburði hjá félaginu. Ágústa er þessi félagsmaður sem ekkert félag á nóg af.

Eftirtaldir dómarar knattspyrnudeildar fá einnig silfurmerki Fylkis

Eiga þeir allir það sameiginlegt að hafa fylgst með fótboltanum hjá Fylki sem feður og sýnt áhuga á dómgsæslu og hellt sér í hana af fullum þunga og dæmt mikið fyrir Fylki og KSÍ.

Allir eru þeir starfandi dómarar í dag.  Sumir dæma eingöngu fyrir Fylki – Aðrir dæma núna bæði fyrir Fylki og KSÍ.

Guðmundur Páll Frðibertsson

Unglingadómari 08.02.2018

Héraðsdómari 05.04.2018

Landsdómari 12.06.2024

Ólafur Bjarkason

Var dómarastjóri Fylkis í eitt ár, 2019 – 2020

Unglingadómari 08.02.2018

Héraðsdómari 05.04.2018

Sigurður Þór Sveinsson

Unglingadómari 08.02.2018

Héraðsdómari 05.04.2018

Kristinn Guðmundsson

Héraðsdómari 28.06.1995

„Kiddi er bókstaflega alinn upp á Fylkissvæðinu, mér er sagt að hann sé eini Árbæingur og Selásbúi sem átti sinn eigin fótboltavöll í póstnúmeri 110, svo kallaðan “KIDDA-VÖLL” þar sem hart var barist. Auk þess að þjálfa fyrir Fylkis þá var Kiddi auk þess leikmaður meistaraflokks Fylkis, vinstri bakvörður sem aldrei braut af sér þannig að til hans sæist.“

_____________________________________________________________

GULLMERKI FYLKIS

Þorvaldur Árnason

Knattspyrnudómari

Hann fór á námskeið ásamt flokknum sínum árið 1998 og hélt áfram í dómgæslu.

Hann hefur verið efstudeildar dómari frá árinu 2008.

Þorvaldur er með næst lengsta feril sem milliríkjadómri á Íslandi.

Hefði verið með lengsta ferilinn ef hann hefði verið í tvö ár í viðbót.

Unglingadómari 25.03.1998

Héraðsdómari 06.04.2000

Landsdómari 01.01.2003

Milliríkjadómari 01.01.2010

Stefanía Guðjónsdóttir eða Stefí.

Stefí hefur í mörg ár verið allt í senn. Foreldri iðkenda, í foreldraráðum, meistaraflokksráði kvenna og stjórn knattspyrnudeildar. Stefí er líka allt í öllu þegar kemur að umgjörð heimaleikja og þá sérstaklega þegar kemur að því að lyfta umgjörð um knattspyrnu kvenna hjá félaginu. Þessu til viðbótar er varla haldinn viðburður í félaginu án þess að Stefí komi þar nærri. Stefí hefur keyrt þá nokkra hringina í kringum landið með lið Fylkis til keppni í gegnum árin. Stefí er þessi algjörlega ómissandi sjálfboðaliði sem Fylkir væri ekki á sama stað án.

 

 
Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.
 
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hér að rekstur íþróttafélagsins Fylkis væri hreinlega ekki mögulegt ef ekki kæmi til gríðarlega mikil vinna fjölmargra sjálfboðaliða sem taka þátt í starfinu hjá okkur í Fylki.
 
Stjórn Fylkis sendir því ykkur öllum, okkar besta fólki sem gerir Fylki mögulegt að halda úti okkar öfluga starfi, okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins og þökkum ykkur ómetanlegt framlag ykkar til félagsins.
 
Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt, en nánar er fjallað um það í frétt á vef ÍSÍ:

„Það var okkur í Fylki sönn ánægja og heiður að taka á móti forsetahjónunum fimmtudaginn 23. nóvember sl. en forsetinn er auðvitað þekktur fyrir áhuga sinn á Íþróttum.

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Jean Reid, forsetafrú, heimsóttu Íþróttafélagið Fylki  sl. fimmtudag í þeirri viðleitni að kynna sér sérstaklega lýðheilsuverkefnið  „Betri borgarar“ – en heimsókn forsetahjónanna var partur af dagskrá þeirra í opinberri heimsókn þeirra til Reykjavíkur.

Verkefnið, sem snýst um leikfimi fyrir eldra fólk, 65 ára og eldri, undir leiðsögn þjálfara, hefur slegið í gegn og nær nú langt út fyrir raðir Árbæinga.

Námskeiðið sækja 150 eldri borgarar tvisvar í viku

Verkefnið hefur sprengt utan af sér og m.a. hefur eldra fólk, sem búsett sé í öðrum borgarhlutum farið að sækja námskeiðið.

„Frá því að Fylkir, starfsfólk þess og fimleikadeild félagsins, sem á raunar allan heiðurinn að vexti og viðgangi Betri borgara, hóf að bjóða upp á námskeiðið hefur það vaxið mjög ört. Í dag sækja námskeiðið um 150 manns tvisvar í viku,.

Markmiðið m.a. að rjúfa félagslega einangrun

 

Yfirmarkmið lýðheilsuverkefnisins Betri borgara er tvíþætt: „Annars vegar að gera eldra fólki kleift, með styrktaræfingum, að búa lengur heima hjá sér en ella og hins vegar að rjúfa félagslega einangrun þessa hóps, sem oft vill verða þegar fólk lýkur starfsferli sínum.

 

Tónlist frá áratugunum 1960 til 80

 

Fólkið sem sækir námskeiðið hefur bæði gagn og gaman af. „Í tímunum er spiluð tónlist frá áratugunum 1960 til 80. Þá er unnið með svokallaða stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktar- og jafnvægisæfingum, auk þess sem unnið er með minnisæfingar. Jafnframt er eftir hverja æfingu boðið til kaffisamsætis með það að markmiði að efla félagsleg tengsl eldra fólks.

 

„Fylkir hvetur áhugasama betri borgara til að setja sig í samband við Fylki hafi þeir áhuga á að taka þátt en enn er hægt að bæta nokkrum í hópinn.

 

Íþróttafélagið Fylkir sendir öllum Grindvíkingum stuðningskveðjur og vill í leiðinni bjóða öllum yngri flokka iðkendum úr Grindavík að æfa með félaginu án endurgjalds á meðan á óvissu tímum stendur.
 
Hjá Fylki eru 7 starfandi greinar: Fótbolti, Körfubolti, Handbolti, Fimleikar, Karate,Blak og Rafíþróttir
 
Vilji iðkendur Grindavíkur nýta sér þennan möguleika eru þeir beðnir að hafa samband við Viktor, viktor@fylkir.is eða í síma 772-4672
 
Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.fylkir.is
 
Fylkir sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur 🧡🖤💛💙
 
#stöndumsaman
#viðerumÁrbær

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.

Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.

Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.

Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.

Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.

Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.

 
Ásgeir Smári Ásgeirsson og Davíð Þór Bjarnason voru nýlega valdir í landslið drengja í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót ungmenna í áhaldafimleikum sem haldið verður í Finnlandi í maí.
 
Báðir hafa þeir æft fimleika í langan tíma og eru meðal efnilegustu iðkenda deildarinnar. Það er gleðiefni fyrir iðkendur sem og deildina þegar okkar fólk er valið í landslið.
 
Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni !
 
Helena Helgadóttir fimleikastúlka hjá okkur í Fylki var á dögunum valin í úrvalshóp landsliða hjá Fimleikasambandi Íslands. Hún er aðeins 15 ára gömul og er því gríðarlega efnileg.
 
Þetta er mikill heiður fyrir það góða starf sem unnið er hjá okkur í fimleikadeildinni og hlökkum við til að flytja ykkur fleiri spennandi fréttir á næstunni !

Fimleikadeild Fylkis var með 1 hluta innanfélagsmótið í dag en þá kepptu stúlkur í 5 þrepi létt, 5 þrepi og 4 þrepi létt en þetta eru allt ungar stúlkur sem eru að gera æfingar sínar.

Í 5 þrepi létt fengu allar stúlkurnar verðlaun fyrir sitt besta áhald, í 5 þrepi var í fyrsta sæti og fylkismeistari í 5 þrepi Karen Mist Eiðsdóttir í 2 sæti var Anna Katrín G. Englert og í 3 sæti var Ósk Norðfjörð Sveinsdóttir.

Í 4 þrepi létt var í 1 sæti Ylfa Sigrún N. Wilbinsdóttir í 2 sæti Ragnheiður Kara Jónsdóttir og í 3 sæti Nicola Kondraciuk.

Fimleikadeildin þakkar öllum keppendum sínum fyrir daginn í dag.

Á morgun sunnudaginn 16 apríl hefst mótið kl. 11:15.  og þá keppa eldri keppendur í 4 þrepi, 3 þrepi 2 þrepi 1 þrep og frjálsar og drengir í keppa í 5 þrepi, 4 þrepi og 1 þrepi.

 

+

 

 

 

 

 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær