, ,

Tveir fimleikastrákar valdir í landslið drengja í fimleikum

 
Ásgeir Smári Ásgeirsson og Davíð Þór Bjarnason voru nýlega valdir í landslið drengja í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót ungmenna í áhaldafimleikum sem haldið verður í Finnlandi í maí.
 
Báðir hafa þeir æft fimleika í langan tíma og eru meðal efnilegustu iðkenda deildarinnar. Það er gleðiefni fyrir iðkendur sem og deildina þegar okkar fólk er valið í landslið.
 
Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni !