Kæra Fylkisfólk,
 
Íþróttafélagið Fylkir býður uppá opinn fyrirlestur um menningu og árangur í íþróttum.
 
Fyrirlesari er Brian Daniel Marshall, árangursráðgjafi finnska sundsambandsins og ráðgjafi um menningu og árangur í íþróttum.
 
Tími: Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20-21 – húsið opnar kl. 19.45
 
Staður: Fylkishöll, samkomusalur á 2.hæð, gengið inn um vesturenda
 
Fyrir hverja: Allt Fylkisfólk sem áhuga hafa á menningu og árangri íþróttafélaga
 
Tungumál: Enska
 
Gjald: Enginn aðgangseyrir
 
Skráning hér (svo við vitum hve margir mæta).
 
Brian Daniel Marshall mun fjalla um hvernig íþróttafélög geta skapað umhverfi fyrir framúrskarandi íþróttafólk. Brian er framkvæmdastjóri Frem sundfélagsins í Odense, landsliðsþjálfari paralympics sundliðs Dana og árangursráðgjafi finnska sundsambandsins.
 
Brian hefur veitt fjölda íþróttafélaga ráðgjöf um árangursmenningu og kenndi um tíma við Íþróttadeild Háskólans í Reykjavík. Brian hefur skýra sýn á árangur íþróttafélaga: „The cultural perspective is that if you create an environment whereby the players learn the fundamentals and enjoy/love their sport, then you will achieve optimal results.“
 
Brian hefur í vetur aðstoðað knattspyrnudeild Fylkis sem er nú að leggja lokadrög að stefnumótun deildarinnar næstu 5 árin.
 
Að loknum fyrirlestri Brians verður boðið uppá umræður og fyrirspurnir sem Ketill Berg Magnússon mun stýra.

Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

Vissir þú að Fylkir er með körfuboltadeild?
 
Skoðaðu hvenær æfingar eru fyrir þinn aldur hér á heimasíðu Fylkis og kíktu á æfingu ! 
Fylkir leik sinn fyrsta leik í meistaraflokki karla í körfubolta í 24 ár þegar liðið heimsótti Fjölni B í Dalhús í 2.deild karla.
 
Fylkir stofnaði meistaraflokks lið í ár eftir að körfuknattleiksdeild félagsins varð endurvakinn í fyrra. Leikurinn tapaðist 76-64. Það verður gaman að fylgjast með framþróun körfuboltans í Fylki en yngri flokkar félagsins eru fjölmennir og hafa byrjað tímabilið með miklum sóma !
 
Næsti leikur liðsins er 22.september þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn ! Við hvetjum alla til að koma á leiki og styðja liðið !
 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær
Olgeir er Eyjamaður en hefur helst gert garðinn frægan með Breiðablik. Þar var hann í eina liði Blika sem hampað hefur Bikarmeistaratitli 2009 og Íslandsmeistaratitlinum 2010.
Hann spilaði 321 meistaraflokksleik fyrir Breiðablik og skorað í þeim 39 mörk. Hann lék einnig 17 leiki fyrir ÍBV og 22 fyrir Völsung og skorað í þeim 1 mark.
Olgeir var aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Breiðabliks 2017 og þjálfari 2. flokk Kópavogsliðsins 2017 – 2021.
Samningur Olgeirs við Fylki er 2 ár með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar.
Fylkir býður Olgeir velkominn í Árbæinn

Tómas Ingi yfirmaður knattspyrnumála handsalar samning við Olgeir

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

 

Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen