Frístundarvaginn mun ekki ganga í vetrarfríinu þann 19&20 febrúar.

Hann byrjar svo að ganga eftir áætlun miðvikudaginn 21.febrúar.

Kvennakvöld Fylkis ! ATH: Röng dagsetning í Árbæjarblaðinu !
 
Kvennakvöld Fylkis 2024 verður haldið þann 6.apríl næstkomandi !
 
Þema kvöldsins verður: Rokk & rósir
Takið daginn frá!
 
– Hver verður heiðurskonan 2024?
– Borðskreytingarkeppni
– Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið
 
Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!
 
Frekari upplýsingar koma á næstu vikum
 
#viðerumÁrbær

Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.
 
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hér að rekstur íþróttafélagsins Fylkis væri hreinlega ekki mögulegt ef ekki kæmi til gríðarlega mikil vinna fjölmargra sjálfboðaliða sem taka þátt í starfinu hjá okkur í Fylki.
 
Stjórn Fylkis sendir því ykkur öllum, okkar besta fólki sem gerir Fylki mögulegt að halda úti okkar öfluga starfi, okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins og þökkum ykkur ómetanlegt framlag ykkar til félagsins.
 
Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt, en nánar er fjallað um það í frétt á vef ÍSÍ:
Íþróttafélagið Fylkir sendir öllum Grindvíkingum stuðningskveðjur og vill í leiðinni bjóða öllum yngri flokka iðkendum úr Grindavík að æfa með félaginu án endurgjalds á meðan á óvissu tímum stendur.
 
Hjá Fylki eru 7 starfandi greinar: Fótbolti, Körfubolti, Handbolti, Fimleikar, Karate,Blak og Rafíþróttir
 
Vilji iðkendur Grindavíkur nýta sér þennan möguleika eru þeir beðnir að hafa samband við Viktor, viktor@fylkir.is eða í síma 772-4672
 
Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.fylkir.is
 
Fylkir sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur 🧡🖤💛💙
 
#stöndumsaman
#viðerumÁrbær

Körfuknattleiksdeild Fylkis skrifaði nýlega undir sinn fyrsta styrktarsamning við Dohop til næstu tveggja ára með möguleika á framlengingu ef samstarfið gengur vel.

Að fá Dophop til liðs við Fylki hjálpar það félaginu að halda áfram því góða starfi sem verið að að vinna hjá félaginu. Körfuboltinn hjá Fylki er einungis á sínu þriðja ári og hefur hart unnið að því markmiði að finna öflugan styrktaraðila sem samræmist metnaði og öflugu starfi okkar og Dohop gerir það svo sannarlega. Samræður við foreldra leiddu til þessarar mjög spennandi þróunnar.

Körfuknattleiksdeildin hefur það að markmiði að byggja félagið upp frá grunni og vill gefa þjálfurum sem og eldri og yngri leikmönnum tækifæri til framfara og þroska. Þar sem menntaðir þjálfarar og eldri leikmenn vilja tileinka sér nýja færni, þ.e. dómaranámskeið eða verða aðstoðarþjálfarar, og mun þessi samningur gagnast þeim leikmönnum vel sem æfa með félaginu.

 

Haraldur Theodórsson – Körfuknattleiksformaður Fylkis sagði:

„Þetta eru frábærar fréttir og sýna hvert við viljum að körfuboltinn sé að fara í framtíðinni og það er frábært að ganga til liðs við fyrirtæki sem passar við þessa sömu löngun. Þetta er enn eitt skrefið í vexti okkar sem ungs félags og bjartri framtíð.“

 

Davíð – framkvæmdastjóri Dohop sagði:

„Það er frábært að fá tækifæri til þess að styðja við öfluga uppbyggingu körfuboltans hjá Fylki og verður gaman að fylgjast með starfinu vaxa og dafna á komandi árum.“

 

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.

Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.

Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.

Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.

Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.

Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.

Kæra Fylkisfólk,
 
Íþróttafélagið Fylkir býður uppá opinn fyrirlestur um menningu og árangur í íþróttum.
 
Fyrirlesari er Brian Daniel Marshall, árangursráðgjafi finnska sundsambandsins og ráðgjafi um menningu og árangur í íþróttum.
 
Tími: Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20-21 – húsið opnar kl. 19.45
 
Staður: Fylkishöll, samkomusalur á 2.hæð, gengið inn um vesturenda
 
Fyrir hverja: Allt Fylkisfólk sem áhuga hafa á menningu og árangri íþróttafélaga
 
Tungumál: Enska
 
Gjald: Enginn aðgangseyrir
 
Skráning hér (svo við vitum hve margir mæta).
 
Brian Daniel Marshall mun fjalla um hvernig íþróttafélög geta skapað umhverfi fyrir framúrskarandi íþróttafólk. Brian er framkvæmdastjóri Frem sundfélagsins í Odense, landsliðsþjálfari paralympics sundliðs Dana og árangursráðgjafi finnska sundsambandsins.
 
Brian hefur veitt fjölda íþróttafélaga ráðgjöf um árangursmenningu og kenndi um tíma við Íþróttadeild Háskólans í Reykjavík. Brian hefur skýra sýn á árangur íþróttafélaga: „The cultural perspective is that if you create an environment whereby the players learn the fundamentals and enjoy/love their sport, then you will achieve optimal results.“
 
Brian hefur í vetur aðstoðað knattspyrnudeild Fylkis sem er nú að leggja lokadrög að stefnumótun deildarinnar næstu 5 árin.
 
Að loknum fyrirlestri Brians verður boðið uppá umræður og fyrirspurnir sem Ketill Berg Magnússon mun stýra.

Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

Vissir þú að Fylkir er með körfuboltadeild?
 
Skoðaðu hvenær æfingar eru fyrir þinn aldur hér á heimasíðu Fylkis og kíktu á æfingu ! 
Fylkir leik sinn fyrsta leik í meistaraflokki karla í körfubolta í 24 ár þegar liðið heimsótti Fjölni B í Dalhús í 2.deild karla.
 
Fylkir stofnaði meistaraflokks lið í ár eftir að körfuknattleiksdeild félagsins varð endurvakinn í fyrra. Leikurinn tapaðist 76-64. Það verður gaman að fylgjast með framþróun körfuboltans í Fylki en yngri flokkar félagsins eru fjölmennir og hafa byrjað tímabilið með miklum sóma !
 
Næsti leikur liðsins er 22.september þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn ! Við hvetjum alla til að koma á leiki og styðja liðið !