Fylkir leik sinn fyrsta leik í meistaraflokki karla í körfubolta í 24 ár þegar liðið heimsótti Fjölni B í Dalhús í 2.deild karla.
 
Fylkir stofnaði meistaraflokks lið í ár eftir að körfuknattleiksdeild félagsins varð endurvakinn í fyrra. Leikurinn tapaðist 76-64. Það verður gaman að fylgjast með framþróun körfuboltans í Fylki en yngri flokkar félagsins eru fjölmennir og hafa byrjað tímabilið með miklum sóma !
 
Næsti leikur liðsins er 22.september þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn ! Við hvetjum alla til að koma á leiki og styðja liðið !
 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær
Olgeir er Eyjamaður en hefur helst gert garðinn frægan með Breiðablik. Þar var hann í eina liði Blika sem hampað hefur Bikarmeistaratitli 2009 og Íslandsmeistaratitlinum 2010.
Hann spilaði 321 meistaraflokksleik fyrir Breiðablik og skorað í þeim 39 mörk. Hann lék einnig 17 leiki fyrir ÍBV og 22 fyrir Völsung og skorað í þeim 1 mark.
Olgeir var aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Breiðabliks 2017 og þjálfari 2. flokk Kópavogsliðsins 2017 – 2021.
Samningur Olgeirs við Fylki er 2 ár með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar.
Fylkir býður Olgeir velkominn í Árbæinn

Tómas Ingi yfirmaður knattspyrnumála handsalar samning við Olgeir

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

 

Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen

 

 

 

Fylkir býður uppá fjölbreytta vetrardagskrá fyrir veturinn 2021/2022.

 

Hér á heimasíðunni finnur þú upplýsingar um æfingatíma og fleira. Skráning í stafið fer fram í gegnum Sportabler