Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fylki. Það er okkur Fylkisfólki mikið fagnaðarefni að hafa náð samkomulagi við Eyþór sem við sjáum sem mikilvæga viðbót við öflugan leikmannahóp okkar sem mun gera atlögu að því að komast beint í deild þeirra bestu aftur.

Eyþór, sem er framherji, á að baki 136 leiki og 22 mörk í meistaraflokki. Eyþór lék með KR á síðustu leiktíð en hefur einnig leikið með Breiðabliki, HK, ÍA og Aftureldingu. Eyþór verður 23 ára í lok mánaðar og er uppalinn í Aftureldingu en hann gekk til við ÍA og lék með Skagamönnum í efstu deild tímabilin 2021 og 2022.

Eyþór færði sig yfir til Breiðabliks fyrir tímabilið 2023, en lék seinni hluta þess tímabils á láni hjá HK. Fyrir leiktíðina 2024 skipti hann svo yfir í KR. Eyþór á að baki 15 landsleiki og 4 mörk fyrir yngri landslið Íslands.

„Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum” var haft eftir Eyþóri við þessi tíðindi.

Síðastliðinn laugardag var Íslandsmeistaramót unglinga í kumite. Þessi komu og sáu og sigruðu!

Fylkir sigraði félagsliða keppnina og fékk bikarinn heim annað árið í röð🏆

Við erum óendanlega stolt af þessum öllum og óskum þeim til hamingju!🧡🖤🤍 Þið eruð alveg frábær og áttuð góðar viðureignir.
Þórir, Simon, Kristín, Hilmar eru Íslandsmeistarar🏆
Monja, Saker, Kristján – 🥈
Baltasar, Borghildur, Filip, Vilhjálmur, Guðmundur Týr – 🥉
Fylkir átti þrjá flotta fulltrúa í Reykjavíkurúrvali sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Höfuðborgarleikana sem haldnir voru í Helsinki fyrr í þessum mánuði.
 
Fulltrúar okkar voru þeir f.v Tindur Elí Birkisson, Olivier Napiórkowsk & Lúkas Leó Tómasson stóðu sig gríðarlega vel og áttu stóran þátt í velgengni liðsins.
 
Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni enda gríðarlega efnilegir leikmenn !

Búið er að draga í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar 2023 og má sjá vinningaskrána hér fyrir neðan.

Vinningshafar eru beðnir um að senda póst á happ@fylkir.is

Útdráttur 2023

Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis verður miðvikudaginn 18.maí í samkomusal Fylkishallar kl. 19:30.

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins

Önnur mál

 

Aðalstjórn Fylkis

Ársreikningur

Ársreikningur

Fylkir býður uppá fjölbreytta vetrardagskrá fyrir veturinn 2021/2022.

 

Hér á heimasíðunni finnur þú upplýsingar um æfingatíma og fleira. Skráning í stafið fer fram í gegnum Sportabler

Fylkisgrímurnar eru komnar á frábært tilboð þessa vikuna og hvetjum við allt Fylkisfólk til að tryggja sér grímu sem fyrst. Grímurnar eru til í barna og fullorðinsstærðum og fást þær í afgreiðslu Fylkishallar.
Breyttir opnunartímar eru svo þessa vikuna en afgreiðslan er opin frá 12.00 – 16.00. Ef þið hafið spurningar er hægt að hafa samband í síma eða senda okkur skilaboð hér á Facebook

Í dag mánudaginn 4.maí hefjast æfingar aftur hjá iðkendum á grunn- og leikskólaaldri.

 

Mikilvægt er að þeir sem eldri eru fylgi þeim fyrirmælum sem búið er að gefa út.

 

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:

  • Engar fjöldatakmarkanir eru settar á iðkendur.
  • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, er leyfð.
  • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða er opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
  • Keppni og æfingar í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi eru heimil án áhorfenda.
  • Hvatt er til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþróttastarf fullorðinna:

  • Mest eru sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við 2000 fermetra.
  • Mest eru fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við 800 fermetra.
  • Notkun búningsaðstöðu innanhúss er óheimil.
  • Hvatt er til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
  • Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt er að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
  • Sundæfingar fyrir fullorðna er að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu er leyfð.
  • Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Heilbrigðisráðherra birti nýja auglýsingu á takmörkun á samkomum þann 21. apríl sl. Tekur hún gildi í dag og gildir til 1. júní nk. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.

ÍSÍ gleðst yfir því að starfsemi íþróttahreyfingarinnar hefjist að nýju og hvetur fólk til að halda áfram að fylgjast með vefsíðu Embættis landlæknis og Covid.is og vera í sambandi ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna.