Aðalfundur félagsins fór fram á afmælisdegi félagsins 28.maí 2024.
 
Björn Gíslason var endurkjörin sem formaður félagsins sem og aðalstjórn félagsins.
 
Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem munu sitja í stjórn félagsins.
 
Björn Gíslason Formaður
Atli Atlason Varaformaður
Kristinn Eiríksson Ritari
Guðný Erla Jakobsdóttir
Erna Bryndís Einarsdóttir
Hulda Birna Baldursdóttir
Jón Birgi Eiríksson
 
Stjórn deildana er hægt að finna á heimasíðu félagsins.
 

Veitt voru heiðursmerki og að þessu sinni fengu eftirtaldir aðilar heiðursmerki:

SILFURMERKI FYLKIS

Ágústa Ósk Sandholt eða Ágústa. Ágústa byrjar eins og flestir aðrir sem foreldri iðkenda hjá félaginu. Ágústa hefur verið og er virk í foreldraráðum félagsins. Ágústa hefur verið  nokkur ár í Barna og unglingaráði. Í dag leikur Ágústa einnig stórt hlutverk í framkvæmd heimaleikja hjá félaginu. Sama á við um aðra viðburði hjá félaginu. Ágústa er þessi félagsmaður sem ekkert félag á nóg af.

Eftirtaldir dómarar knattspyrnudeildar fá einnig silfurmerki Fylkis

Eiga þeir allir það sameiginlegt að hafa fylgst með fótboltanum hjá Fylki sem feður og sýnt áhuga á dómgsæslu og hellt sér í hana af fullum þunga og dæmt mikið fyrir Fylki og KSÍ.

Allir eru þeir starfandi dómarar í dag.  Sumir dæma eingöngu fyrir Fylki – Aðrir dæma núna bæði fyrir Fylki og KSÍ.

Guðmundur Páll Frðibertsson

Unglingadómari 08.02.2018

Héraðsdómari 05.04.2018

Landsdómari 12.06.2024

Ólafur Bjarkason

Var dómarastjóri Fylkis í eitt ár, 2019 – 2020

Unglingadómari 08.02.2018

Héraðsdómari 05.04.2018

Sigurður Þór Sveinsson

Unglingadómari 08.02.2018

Héraðsdómari 05.04.2018

Kristinn Guðmundsson

Héraðsdómari 28.06.1995

„Kiddi er bókstaflega alinn upp á Fylkissvæðinu, mér er sagt að hann sé eini Árbæingur og Selásbúi sem átti sinn eigin fótboltavöll í póstnúmeri 110, svo kallaðan “KIDDA-VÖLL” þar sem hart var barist. Auk þess að þjálfa fyrir Fylkis þá var Kiddi auk þess leikmaður meistaraflokks Fylkis, vinstri bakvörður sem aldrei braut af sér þannig að til hans sæist.“

_____________________________________________________________

GULLMERKI FYLKIS

Þorvaldur Árnason

Knattspyrnudómari

Hann fór á námskeið ásamt flokknum sínum árið 1998 og hélt áfram í dómgæslu.

Hann hefur verið efstudeildar dómari frá árinu 2008.

Þorvaldur er með næst lengsta feril sem milliríkjadómri á Íslandi.

Hefði verið með lengsta ferilinn ef hann hefði verið í tvö ár í viðbót.

Unglingadómari 25.03.1998

Héraðsdómari 06.04.2000

Landsdómari 01.01.2003

Milliríkjadómari 01.01.2010

Stefanía Guðjónsdóttir eða Stefí.

Stefí hefur í mörg ár verið allt í senn. Foreldri iðkenda, í foreldraráðum, meistaraflokksráði kvenna og stjórn knattspyrnudeildar. Stefí er líka allt í öllu þegar kemur að umgjörð heimaleikja og þá sérstaklega þegar kemur að því að lyfta umgjörð um knattspyrnu kvenna hjá félaginu. Þessu til viðbótar er varla haldinn viðburður í félaginu án þess að Stefí komi þar nærri. Stefí hefur keyrt þá nokkra hringina í kringum landið með lið Fylkis til keppni í gegnum árin. Stefí er þessi algjörlega ómissandi sjálfboðaliði sem Fylkir væri ekki á sama stað án.

 

 
Kvennakvöld Fylkis ! ATH: Röng dagsetning í Árbæjarblaðinu !
 
Kvennakvöld Fylkis 2024 verður haldið þann 6.apríl næstkomandi !
 
Þema kvöldsins verður: Rokk & rósir
Takið daginn frá!
 
– Hver verður heiðurskonan 2024?
– Borðskreytingarkeppni
– Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið
 
Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!
 
Frekari upplýsingar koma á næstu vikum
 
#viðerumÁrbær

Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.
 
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hér að rekstur íþróttafélagsins Fylkis væri hreinlega ekki mögulegt ef ekki kæmi til gríðarlega mikil vinna fjölmargra sjálfboðaliða sem taka þátt í starfinu hjá okkur í Fylki.
 
Stjórn Fylkis sendir því ykkur öllum, okkar besta fólki sem gerir Fylki mögulegt að halda úti okkar öfluga starfi, okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins og þökkum ykkur ómetanlegt framlag ykkar til félagsins.
 
Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt, en nánar er fjallað um það í frétt á vef ÍSÍ:
Íþróttafélagið Fylkir sendir öllum Grindvíkingum stuðningskveðjur og vill í leiðinni bjóða öllum yngri flokka iðkendum úr Grindavík að æfa með félaginu án endurgjalds á meðan á óvissu tímum stendur.
 
Hjá Fylki eru 7 starfandi greinar: Fótbolti, Körfubolti, Handbolti, Fimleikar, Karate,Blak og Rafíþróttir
 
Vilji iðkendur Grindavíkur nýta sér þennan möguleika eru þeir beðnir að hafa samband við Viktor, viktor@fylkir.is eða í síma 772-4672
 
Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.fylkir.is
 
Fylkir sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur 🧡🖤💛💙
 
#stöndumsaman
#viðerumÁrbær

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.

Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.

Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.

Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.

Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.

Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.

Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær
Tveir Fylkismenn í A landsliðinu !
Gaman að segja frá því að Fylkir átti tvo fulltrúa í Íslenska landsliðinu í blaki á CEV SCA móti í Færeyjum sem fór fram um helgina.
Það voru þeir Atli Fannar Pétursson og Kristinn Freyr Ómarsson og stóðu þeir sig með mikilli prýði,
meðal annars var Kristinn valinn í draumalið mótsins sem besti frelsingi mótsins🖤 🧡
Laugardaginn 12. mars hélt blakdeild Fylkis sitt árlega hraðmót í blaki. Það leiddu saman hesta sína 19 lið af höfuðborgarsvæðinu í 3 deildum, tveimur kvenna og einni karladeild.
Skemmtileg sérstaða blaksins er að þar geta nánast allir keppt við alla og sérstaklega skemmtilegt var að sjá að þátttakendur voru á öllum aldri en yngsta liðið var drengjalið Aftureldingar úr 3. flokki á meðan elstu þátttakendur fæddust árið 1949 og hefðu því hæglega geta verið langaafar hinna yngstu. Svo skemmtilega vildi til að þessi tvö lið mættust á mótinu og að þessu sinni fóru hinir eldri með sigur af hólmi.
Uppi sem sigurvegarar stóðu lið ÍS í 1. deild kvenna, lið frá Fylki í 2. deild kvenna og svonefndir HKarlar úr Kópavogi í karladeild. Fylki sendi 4 lið til keppni og stóðu þau sig öll með prýði og urðu m.a. í öðru sæti í karladeild og þriðja sæti í fyrstu deild kvenna.

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

Nánari upplýsingar á www.rsk.is