Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær
Tveir Fylkismenn í A landsliðinu !
Gaman að segja frá því að Fylkir átti tvo fulltrúa í Íslenska landsliðinu í blaki á CEV SCA móti í Færeyjum sem fór fram um helgina.
Það voru þeir Atli Fannar Pétursson og Kristinn Freyr Ómarsson og stóðu þeir sig með mikilli prýði,
meðal annars var Kristinn valinn í draumalið mótsins sem besti frelsingi mótsins🖤 🧡
Laugardaginn 12. mars hélt blakdeild Fylkis sitt árlega hraðmót í blaki. Það leiddu saman hesta sína 19 lið af höfuðborgarsvæðinu í 3 deildum, tveimur kvenna og einni karladeild.
Skemmtileg sérstaða blaksins er að þar geta nánast allir keppt við alla og sérstaklega skemmtilegt var að sjá að þátttakendur voru á öllum aldri en yngsta liðið var drengjalið Aftureldingar úr 3. flokki á meðan elstu þátttakendur fæddust árið 1949 og hefðu því hæglega geta verið langaafar hinna yngstu. Svo skemmtilega vildi til að þessi tvö lið mættust á mótinu og að þessu sinni fóru hinir eldri með sigur af hólmi.
Uppi sem sigurvegarar stóðu lið ÍS í 1. deild kvenna, lið frá Fylki í 2. deild kvenna og svonefndir HKarlar úr Kópavogi í karladeild. Fylki sendi 4 lið til keppni og stóðu þau sig öll með prýði og urðu m.a. í öðru sæti í karladeild og þriðja sæti í fyrstu deild kvenna.

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

 

Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen

 

 

 

Fylkir býður uppá fjölbreytta vetrardagskrá fyrir veturinn 2021/2022.

 

Hér á heimasíðunni finnur þú upplýsingar um æfingatíma og fleira. Skráning í stafið fer fram í gegnum Sportabler

FLUGELDASÝNING FYLKIS

RAUÐAVATNI
Þriðjudagur 29.des kl 19:30

Tilvalið að horfa úr bílnum.

Vinsamlega fylgið sóttvarnareglum.

Minnum á flugeldasölu Fylkis og Hjalparsveitar Skáta í Fylkisstúkunni á Würth vellinum.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA