Kjörísmót Blaksambandsins heldur áfram og á laugardaginn kl. 12 taka Fylkiskonur, með landsliðskonuna Birtu Björnsdóttur í fararbroddi, á móti Þrótti Nes í Fylkishöll.

Mætum öll og hvetjum okkar konur til sigurs.

ÁFRAM FYLKIR!!!

Fylkir spilar gegn Hamri á fimmtudag kl:20:00 í Norðlingaskóla.
Mætum og hvetjum strákana okkar til sigurs.
Þeir eru nú í 2. sæti í 1. deildinni ásamt HK B.
Áfram Fylkir!

Kvennalið Fylkis tekur á móti Þrótti Nes í átta liða úrslitum Kjörísbikarsins í febrúar. Leikurinn fer fram í Fylkishöll á tímabilinu 19. – 26. febrúar 2020.

Fylkiskonur tóku á móti BFH í fyrstu umferð Kjörísbikarsins í dag og fóru með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi. Hrinurnar fóru 25-19, 25-17 og 25-15

Fylkiskonur hefja þátttöku í Kjörísbikarnum með heimaleik við BFH í Fylkishöll á sunnudag kl. 14.

Fylkisfólk er hvatt til að mæta og hvetja sitt lið.

Áfram Fylkir!!!

Fylkir spilar gegn sterku liði HK B á fimmtudag kl:20:30 í Fagralundi
Mætum og hvetjum strákana okkar til sigurs

Nú er krakkablakið komið af stað en ennþá er nóg pláss fyrir fleiri. Við hvetjum alla krakka 8-12 ára að koma og prófa. Blak er skemmtileg hópíþrótt fyrir alla hressa krakka. Við hlökkum til að sjá ykkur 😀

Blakvertíðin hjá Fylki í 1. deild hefst fimmtudaginn 26. 9. 2019 með leik Fylkis gegn HKörlum kl:20:00 í Norðlingaskóla.
Við hvetjum allt Fylkisfólk til að mæta og hvetja sitt lið.

Fylkir keppti í 3. og 4. deild haustmóts BLÍ og hreppti gullið í báðum deildum. Í 1. deild kepptu aðeins meistaraflokkslið en í 1. deild lið sem keppa í fyrstu deild Íslandsmóts BLÍ. Þetta er því góður árangur hjá Fylki.