Aðalfundur Fylkis fór fram 28.maí
Veitt voru heiðursmerki og að þessu sinni fengu eftirtaldir aðilar heiðursmerki:
SILFURMERKI FYLKIS
Ágústa Ósk Sandholt eða Ágústa. Ágústa byrjar eins og flestir aðrir sem foreldri iðkenda hjá félaginu. Ágústa hefur verið og er virk í foreldraráðum félagsins. Ágústa hefur verið nokkur ár í Barna og unglingaráði. Í dag leikur Ágústa einnig stórt hlutverk í framkvæmd heimaleikja hjá félaginu. Sama á við um aðra viðburði hjá félaginu. Ágústa er þessi félagsmaður sem ekkert félag á nóg af.
Eftirtaldir dómarar knattspyrnudeildar fá einnig silfurmerki Fylkis
Eiga þeir allir það sameiginlegt að hafa fylgst með fótboltanum hjá Fylki sem feður og sýnt áhuga á dómgsæslu og hellt sér í hana af fullum þunga og dæmt mikið fyrir Fylki og KSÍ.
Allir eru þeir starfandi dómarar í dag. Sumir dæma eingöngu fyrir Fylki – Aðrir dæma núna bæði fyrir Fylki og KSÍ.
Guðmundur Páll Frðibertsson
Unglingadómari 08.02.2018
Héraðsdómari 05.04.2018
Landsdómari 12.06.2024
Ólafur Bjarkason
Var dómarastjóri Fylkis í eitt ár, 2019 – 2020
Unglingadómari 08.02.2018
Héraðsdómari 05.04.2018
Sigurður Þór Sveinsson
Unglingadómari 08.02.2018
Héraðsdómari 05.04.2018
Kristinn Guðmundsson
Héraðsdómari 28.06.1995
„Kiddi er bókstaflega alinn upp á Fylkissvæðinu, mér er sagt að hann sé eini Árbæingur og Selásbúi sem átti sinn eigin fótboltavöll í póstnúmeri 110, svo kallaðan “KIDDA-VÖLL” þar sem hart var barist. Auk þess að þjálfa fyrir Fylkis þá var Kiddi auk þess leikmaður meistaraflokks Fylkis, vinstri bakvörður sem aldrei braut af sér þannig að til hans sæist.“
_____________________________________________________________
GULLMERKI FYLKIS
Þorvaldur Árnason
Knattspyrnudómari
Hann fór á námskeið ásamt flokknum sínum árið 1998 og hélt áfram í dómgæslu.
Hann hefur verið efstudeildar dómari frá árinu 2008.
Þorvaldur er með næst lengsta feril sem milliríkjadómri á Íslandi.
Hefði verið með lengsta ferilinn ef hann hefði verið í tvö ár í viðbót.
Unglingadómari 25.03.1998
Héraðsdómari 06.04.2000
Landsdómari 01.01.2003
Milliríkjadómari 01.01.2010
Stefanía Guðjónsdóttir eða Stefí.
Stefí hefur í mörg ár verið allt í senn. Foreldri iðkenda, í foreldraráðum, meistaraflokksráði kvenna og stjórn knattspyrnudeildar. Stefí er líka allt í öllu þegar kemur að umgjörð heimaleikja og þá sérstaklega þegar kemur að því að lyfta umgjörð um knattspyrnu kvenna hjá félaginu. Þessu til viðbótar er varla haldinn viðburður í félaginu án þess að Stefí komi þar nærri. Stefí hefur keyrt þá nokkra hringina í kringum landið með lið Fylkis til keppni í gegnum árin. Stefí er þessi algjörlega ómissandi sjálfboðaliði sem Fylkir væri ekki á sama stað án.