Strákarnir í Reykjavík sigruðu höfuðborgarleikana

Fylkir átti þrjá flotta fulltrúa í Reykjavíkurúrvali sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Höfuðborgarleikana sem haldnir voru í Helsinki fyrr í þessum mánuði.
 
Fulltrúar okkar voru þeir f.v Tindur Elí Birkisson, Olivier Napiórkowsk & Lúkas Leó Tómasson stóðu sig gríðarlega vel og áttu stóran þátt í velgengni liðsins.
 
Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni enda gríðarlega efnilegir leikmenn !