,

Fyrsti leikur í m.fl í 24 ár !  

Fylkir leik sinn fyrsta leik í meistaraflokki karla í körfubolta í 24 ár þegar liðið heimsótti Fjölni B í Dalhús í 2.deild karla.
 
Fylkir stofnaði meistaraflokks lið í ár eftir að körfuknattleiksdeild félagsins varð endurvakinn í fyrra. Leikurinn tapaðist 76-64. Það verður gaman að fylgjast með framþróun körfuboltans í Fylki en yngri flokkar félagsins eru fjölmennir og hafa byrjað tímabilið með miklum sóma !
 
Næsti leikur liðsins er 22.september þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn ! Við hvetjum alla til að koma á leiki og styðja liðið !