,

Körfunattleiksdeild Fylkis skrifar undir með sinn fyrsta styrktarsaming.

Körfuknattleiksdeild Fylkis skrifaði nýlega undir sinn fyrsta styrktarsamning við Dohop til næstu tveggja ára með möguleika á framlengingu ef samstarfið gengur vel.

Að fá Dophop til liðs við Fylki hjálpar það félaginu að halda áfram því góða starfi sem verið að að vinna hjá félaginu. Körfuboltinn hjá Fylki er einungis á sínu þriðja ári og hefur hart unnið að því markmiði að finna öflugan styrktaraðila sem samræmist metnaði og öflugu starfi okkar og Dohop gerir það svo sannarlega. Samræður við foreldra leiddu til þessarar mjög spennandi þróunnar.

Körfuknattleiksdeildin hefur það að markmiði að byggja félagið upp frá grunni og vill gefa þjálfurum sem og eldri og yngri leikmönnum tækifæri til framfara og þroska. Þar sem menntaðir þjálfarar og eldri leikmenn vilja tileinka sér nýja færni, þ.e. dómaranámskeið eða verða aðstoðarþjálfarar, og mun þessi samningur gagnast þeim leikmönnum vel sem æfa með félaginu.

 

Haraldur Theodórsson – Körfuknattleiksformaður Fylkis sagði:

„Þetta eru frábærar fréttir og sýna hvert við viljum að körfuboltinn sé að fara í framtíðinni og það er frábært að ganga til liðs við fyrirtæki sem passar við þessa sömu löngun. Þetta er enn eitt skrefið í vexti okkar sem ungs félags og bjartri framtíð.“

 

Davíð – framkvæmdastjóri Dohop sagði:

„Það er frábært að fá tækifæri til þess að styðja við öfluga uppbyggingu körfuboltans hjá Fylki og verður gaman að fylgjast með starfinu vaxa og dafna á komandi árum.“