,

Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis

Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis fór fram mánudagskvöldið 30. október þar sem ný stjórn deildarinnar var kjörin.
Í nýju stjórninni sitja þau Ragnar Páll Bjarnason formaður, Haraldur Úlfarsson, Hjördís Jóhannesdóttir, Stefanía Guðjónsdóttir og Valur Ragnarsson. Þessu til viðbótar voru eftirtaldir kynntir sem formenn ráða knattspyrnudeildar: Elvar Örn Þórisson, formaður Barna og unglingaráðs, Júlíus Örn Ásbjörnsson formaður meistaraflokksráðs kvenna og Björn Viðar Ásbjörnsson formaður meistaraflokksráðs karla.
Á fundinum hélt svo Sigurður Þór Reynisson erindi um afreksþjálfun knattspyrnudeildar og stöðu hennar í dag. Nú eru liðin tvö ár frá því afreksþjálfunin hófst í þeirri mynd sem hún er í dag en í kringum 25 iðkendur eru í hópnum.
Á fundinum var kynnt 9 mánaða fjárhagsuppgjör sem sýnir mikinn viðsnúning frá árinu 2022 til hins betra.
Þrír einstaklingar, þeir Arnar Þór Jónsson fráfarandi formaður knattspyrnudeilar Fylkis, Hrafnkell Helgason, fráfarandi formaður meistaraflokksráðs karla og Þorvaldur Árnason, meistaraflokksráði karla, voru heiðraðir sérstaklega í lok fundarins. Viðkomandi hafa allir starfað lengi fyrir Fylki og gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa að þessu sinni.
Efri röð frá vinstri; Haraldur Úlfarsson, Ragnar Páll Bjarnason, formaður og Valur Ragnarsson
Neðri röð frá vinstri; Stefanía Guðjónsdóttir og Hjördís Jóhannesdóttir
 Frá vinstri Þorvaldur Árnason, Arnar Þór Jónsson og Hrafnkell Helgason