,

Karen norðurlandarmeistari í Kumit fyrst Íslenskra kvenna !

Íslenska karatelandsliðið hélt á dögunum til Gautaborgar og tók þar þátt í Meistaramóti norðurlanda. Með í för voru fjórir keppendur frá Fylki en það voru þau Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir (Íþróttakona Fylkis 2022) Karen Thuy Duong Vu og Guðmundur Týr Haraldsson
 
Fylkir hefur lengi verið eitt fremsta félag á Íslandi í karate og hefur okkar fólk náð frábærum árangri hér heima sem og erlendis.
 
Á þessu móti var enginn breyting á því og er skemmst frá því að segja að Karen vann sinn flokk -48kg kumite og varð um leið fyrsta Íslenska konan til að vinna Norðurlandameistaratitil.
 
Keppendurnir stóðu sig allir með mikilli príði og voru landinu og félaginu til mikilla sóma og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni en næsta verkefni er Heimsbikarmót í lok apríl !
 
#viðerumÁrbær