,

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður mánudaginn 30.október 2023 í samkomusal Fylkishallar.

Dagskrá:

Hefbundin aðalfundastörf samkvæmt reglugerð knattspyrnudeildar og lögum félagsins.

Önnur mál

Fyrir fundinum liggur ein reglugerðarbreyting en hún er á fyrstu málsgrein 5.gr. sem hljómar svona í dag

5.gr.     Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis skal haldinn í október ár hvert, með heimild aðalstjórnar, skv. 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laga fyrir Íþróttafélagið Fylki.  Sömu reglur gilda um boðun og dagskrá aðalfundar knattspyrnudeildar, sem um aðalfund félagsins.  Skal hann auglýstur með minnst 2 vikna fyrirvara í dagblaði.

 

Neðangreind breyting verður lögð fyrir fundinn til samþykktar

5.gr.     Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis skal haldinn í október ár hvert, með heimild aðalstjórnar, skv. 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laga fyrir Íþróttafélagið Fylki. Skal hann auglýstur með að minnsta kosti 2ja vikna fyrirvara á heimasíðu félagsins og/eða með öðrum rafrænum hætti. Hann telst lögmætur sé löglega til hans boðað.