Í jafnréttisstefnu íþróttafélagsins Fylkis kemur m.a. eftirfarandi skýrt fram:

“Íþróttafélagið stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. Íþróttafélagið leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi.”

Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á að allt starf á vegum deildarinnar samræmist ofangreindri stefnu.

Eftir leik Fylkis og Vestra 18. júní sl komu fram mjög alvarlegar ásakanir af hálfu þjálfara Vestra um meinta kynþáttafordóma af hálfu leikmanna Fylkis. Forráðamenn Vestra hafa fyrr í dag komið erindi um meint tilvik í umræddum leik á framfæri við KSÍ.

Á sama tíma og Fylkir hafnar þessum ásökunum þá er mikilvægt að halda umræðu um jafnrétti og fordóma á lofti og við ítrekum að það er ekkert svigrúm fyrir fordóma eða ójafnrétti af neinu tagi í þjóðfélaginu. Íþróttafélagið Fylkir leggur sitt af mörkum á hverjum degi í þeirri baráttu og vísum við í jafnréttisstefnu félagsins því til stuðnings en jafnréttisstefnan er aðgengileg á heimasíðu Fylkis.

Knattspyrnudeild Fylkis heitir fullu og opinskáu samstarfi við KSÍ vegna þessa máls og mun ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum.

Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis,  20. júní 2024

 
Minnigarleikur Egils Hrafns Gústafssonar fór fram á Fylkisvelli fyrir framan rúmlega 400 áhorfendur í gær þegar 2.flokkur karla fékk Hauka í heimsókn. Veðrið var með allra besta móti eins og leikurinn sjálfur en hann endaði með 7-4 sigri Fylkismanna. Það var öllum greinilegt að Egill Hrafn átti stóran þátt í öllu sem við kom leiknum.
 
Það var falleg stund fyrir leik í gær þar sem fyrirliði Hauka afhenti foreldrum Egils peninga gjöf í minningarsjóð Egils en þeir gáfu sektarsjóð sinn í þetta fallega málefni.
 
Fylkir fékk svo að gjöf frá minningarsjóði Egils bekk sem mun án efa njóta sín við æfingavöll Fylkis og hefur hann fengið nafnið Egilsstúka, með tveim emojum – hjarta og geit. Þeir sem ekki þekkja til þá er geitar merkið notað sem G.O.A.T. eða greatest of all time. Félagar hans og hann sjálfur notuðu þetta merki mjög mikið sín á milli. Þegar við sitjum á bekknum ætlum við að elska og njóta leiksins eins og Egill gerði svo eftirminnilega.
 
Við viljum þakka Haukum sérstaklega fyrir skemmtilegan leik og frábæra gjöf og einnig þeim sem mættu og gerðu leikinn svona eftirminnilegan fyrir okkur öll! Það er á svona stundum sem maður finnur að fótboltinn er svo mikið meira en fótbolti. Samstaðan og liðsheildin er einstök,
 
Eftir leik var svo Fylkisstrákunum öllum boðið í Pizzaveislu þar sem minnst var Egils með skemmtilegum sögum.
 
Þeir sem ekki komust á leikinn en vilja styrkja sjóðinn er bent á reikningsnúmer hans:
kt. 540723-0600 reikningsnúmer 0515-14-007962.
 
#viðerumÁrbær
 
 
 
 
Aðalfundur félagsins fór fram á afmælisdegi félagsins 28.maí 2024.
 
Björn Gíslason var endurkjörin sem formaður félagsins sem og aðalstjórn félagsins.
 
Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem munu sitja í stjórn félagsins.
 
Björn Gíslason Formaður
Atli Atlason Varaformaður
Kristinn Eiríksson Ritari
Guðný Erla Jakobsdóttir
Erna Bryndís Einarsdóttir
Hulda Birna Baldursdóttir
Jón Birgi Eiríksson
 
Stjórn deildana er hægt að finna á heimasíðu félagsins.
 

Veitt voru heiðursmerki og að þessu sinni fengu eftirtaldir aðilar heiðursmerki:

SILFURMERKI FYLKIS

Ágústa Ósk Sandholt eða Ágústa. Ágústa byrjar eins og flestir aðrir sem foreldri iðkenda hjá félaginu. Ágústa hefur verið og er virk í foreldraráðum félagsins. Ágústa hefur verið  nokkur ár í Barna og unglingaráði. Í dag leikur Ágústa einnig stórt hlutverk í framkvæmd heimaleikja hjá félaginu. Sama á við um aðra viðburði hjá félaginu. Ágústa er þessi félagsmaður sem ekkert félag á nóg af.

Eftirtaldir dómarar knattspyrnudeildar fá einnig silfurmerki Fylkis

Eiga þeir allir það sameiginlegt að hafa fylgst með fótboltanum hjá Fylki sem feður og sýnt áhuga á dómgsæslu og hellt sér í hana af fullum þunga og dæmt mikið fyrir Fylki og KSÍ.

Allir eru þeir starfandi dómarar í dag.  Sumir dæma eingöngu fyrir Fylki – Aðrir dæma núna bæði fyrir Fylki og KSÍ.

Guðmundur Páll Frðibertsson

Unglingadómari 08.02.2018

Héraðsdómari 05.04.2018

Landsdómari 12.06.2024

Ólafur Bjarkason

Var dómarastjóri Fylkis í eitt ár, 2019 – 2020

Unglingadómari 08.02.2018

Héraðsdómari 05.04.2018

Sigurður Þór Sveinsson

Unglingadómari 08.02.2018

Héraðsdómari 05.04.2018

Kristinn Guðmundsson

Héraðsdómari 28.06.1995

„Kiddi er bókstaflega alinn upp á Fylkissvæðinu, mér er sagt að hann sé eini Árbæingur og Selásbúi sem átti sinn eigin fótboltavöll í póstnúmeri 110, svo kallaðan “KIDDA-VÖLL” þar sem hart var barist. Auk þess að þjálfa fyrir Fylkis þá var Kiddi auk þess leikmaður meistaraflokks Fylkis, vinstri bakvörður sem aldrei braut af sér þannig að til hans sæist.“

_____________________________________________________________

GULLMERKI FYLKIS

Þorvaldur Árnason

Knattspyrnudómari

Hann fór á námskeið ásamt flokknum sínum árið 1998 og hélt áfram í dómgæslu.

Hann hefur verið efstudeildar dómari frá árinu 2008.

Þorvaldur er með næst lengsta feril sem milliríkjadómri á Íslandi.

Hefði verið með lengsta ferilinn ef hann hefði verið í tvö ár í viðbót.

Unglingadómari 25.03.1998

Héraðsdómari 06.04.2000

Landsdómari 01.01.2003

Milliríkjadómari 01.01.2010

Stefanía Guðjónsdóttir eða Stefí.

Stefí hefur í mörg ár verið allt í senn. Foreldri iðkenda, í foreldraráðum, meistaraflokksráði kvenna og stjórn knattspyrnudeildar. Stefí er líka allt í öllu þegar kemur að umgjörð heimaleikja og þá sérstaklega þegar kemur að því að lyfta umgjörð um knattspyrnu kvenna hjá félaginu. Þessu til viðbótar er varla haldinn viðburður í félaginu án þess að Stefí komi þar nærri. Stefí hefur keyrt þá nokkra hringina í kringum landið með lið Fylkis til keppni í gegnum árin. Stefí er þessi algjörlega ómissandi sjálfboðaliði sem Fylkir væri ekki á sama stað án.

 

 
Þær Mist Funadóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir voru á dögunum valdar til þátttöku með U-23 ára landsliði kvenna en þær munu koma saman og æfa í lok mánaðarins ásamt því að spila einn æfingarleik.
 
Mist og Tinna hafa verið algjörir lykilmenn undanfarin ár með félaginu og eru vel að þessu vali komnar!
 
Til hamingju báðar tvær!
 
#viðerumÁrbær

Það var okkur Fylkisfólki sannur heiður að bjóða fyrsta formann Knattspyrnudeildar Fylkis, Óskar Sigurðsson velkominn á Fylkisvöllinn á leik Fylkis og KR. Íþróttafélagið Fylkir var stofnað í maí mánuði árið […]

Besta deildin er að hefjast ! Fjölskylduskemmtun á Wurthvellinum !
 
Strákarnir okkar fá KR í heimsókn í fyrsta leik okkar í Bestu deildinni. Fjölskylduskemmtun verður frá 18:15 á Wurthvellinum
 
Hoppukastalar – Candyfloss – Battavöllur – Almúgabarinn – Hamborgarar – Heitt kakó o.fl.
 
Fjölmennum á völlinn í appelsínugulu og styðjum strákana !
 
Glósteinn er með frábær tilboð á pizzum og drykkjum fyrir þá sem mæta í appelsínugulu til kl:18:00. Þú finnur bestu pizzur bæjarins í Nethyl 2.
 
🆚 KR
📆07.apríl
🏆 Besta deildin
📍 Wurthvöllurinn
🕰 19:15
🎟Stubbur
Orri Hrafn Kjartansson aftur heim!
 
Fylkir og Valur hafa komist að samkomulagi um að Orri Hrafn Kjartansson gangi til liðs við félagið á lánssamningi út tímabilið.
 
Orra þarf ekki að kynna fyrir Fylkisfólki en hann kom inn í meistaraflokk Fylkis 2020 aðeins 18 ára gamall og eftir frábæra frammistöðu var hann seldur til Vals árið 2022.
 
Hann hefur leikið 102 KSÍ leiki og skorað í þeim 13 mörk ásamt því að hafa leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
 
Við fögnum því vel að fá Orra aftur heim og hlökkum til að sjá hann aftur í appelsínugulu !
 

Frístundarvaginn mun ekki ganga í vetrarfríinu þann 19&20 febrúar.

Hann byrjar svo að ganga eftir áætlun miðvikudaginn 21.febrúar.

Dregið var í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis 2024 þann 15.febrúar 2024.  Vinnigshafar eru beðnir um að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is til að fá upplýsingar um afhendingu vinninga.  Framvísa verður vinningsmiðanum þegar vinningur er sóttur.

 

utdrattur 2024
Kvennakvöld Fylkis ! ATH: Röng dagsetning í Árbæjarblaðinu !
 
Kvennakvöld Fylkis 2024 verður haldið þann 6.apríl næstkomandi !
 
Þema kvöldsins verður: Rokk & rósir
Takið daginn frá!
 
– Hver verður heiðurskonan 2024?
– Borðskreytingarkeppni
– Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið
 
Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!
 
Frekari upplýsingar koma á næstu vikum
 
#viðerumÁrbær