,

Embla Katrín í Fylki

Fylkir kynnir með stolti nýjan leikmann en Embla Katrín Oddsteinsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fylki. Embla er fædd árið 2006 og er því á nítjanda ári. Hún er fjölhæfur varnarmaður  sem á að baki 24 leiki fyrir meistaraflokk Selfoss. Áður en hún gekk til liðs við Selfoss lék hún með Breiðabliki og uppeldisfélagi sínu FH í yngri flokkum.
 
“Hún er leikmaður sem að passar vel inn í okkar hugmyndafræði og það verður gaman að vinna með henni næstu tvö tímabil“ sagði Bjarni Þórður þjálfari er hann var inntur eftir upplýsingum um nýjasta leikmann Fylkis.