,

Karatefólkið okkar stóð sig vel í Svíþjóð

Það er svo sannarlega hægt að segja að karate fólkið okkar hafi staðið sig vel á opna Sænska mótinu sem fram fór um liðna helgi. Þar fengu keppendur að spreyta sig á nýrri tækni og nýjum andstæðingum sem gaf mikla og góða reynslu.
 
Einnig fór hópurinn heim með þrjú verðlaun af mótinu.
Samuel Josh Ramos vann silfur í -67kg senior flokki karla
Ólafur Engilbert Árnason vann silfur í -75kg flokki karla
Alexander Rósant Hjartarson vann brons í -68kg flokki í cadet karla
 
Við óskum þeim til hamingju með verðlaunin og hlökkum til að fylgjast með framgangi þessa efnilega fólks í framtíðinni !
 
#viðerumÁrbær !