,

Fylkir á marga fulltrúa á Norðurlandamóti

Norðurlandameistaramót í Karate!

13-14 apríl verður haldið Norðurlandameistaramótið í karate og verður mótið á Íslandi í ár!

Það er ekki oft sem svona stórt mót fer fram hérlendis og verður því töluvert áhugaverðara fyrir vikið.

Fylkir á marga fulltrúa á mótinu sem keppa fyrir Íslands hönd en það eru þau:
Ólafur Engilbert Árnason, Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir Nökkvi Snær Kristjánsson, Karen Thuy Duong Vu, Guðmundur Týr Haraldsson og Filip Leon Kristófersson.

Mótið er haldið í laugardalshöll og kostar 1000kr inn en 12 ára og yngri fá frítt inn.

Frábært væri að sjá sem flesta á mótinu ÍG hvetjum við að sjálfsögðu alla til að koma og styðja landsliðið.

Við óskum keppendum okkar góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim!

Áfram Ísland!