Það var okkur Fylkisfólki sannur heiður að bjóða fyrsta formann Knattspyrnudeildar Fylkis, Óskar Sigurðsson velkominn á Fylkisvöllinn á leik Fylkis og KR.

Íþróttafélagið Fylkir var stofnað í maí mánuði árið 1967.

Árið 1971 var Knattspyrnudeild formlega stofnuð innan Fylkis og Óskar sem er einn af frumkvöðlum Fylkis tók að sér formennsku í nýstofnaðri deild.

Saga Óskars og Fylkis er samofin og stór merkileg þar sem að auk þess að gegna formennsku Knattspyrnudeildar tók hann að sér að þjálfa meistaraflokk karla samhliða formennskunni.

Óskar hafði mikið fram að færa til Fylkis á þessum fyrstu árum knattspyrnunnar hér í Árbænum þar sem Óskar m.a. þjálfaði yngri flokka Fylkis um langt skeið. Óskar sem ólst upp vestur í bæ var þrautreyndur leikmaður í meistaraflokki KR sem naut mikillar velgengni á sjöunda áratugnum.

Óskar lagði keppnisskóna á hilluna eftir að hafa orðið bikarmeistari haustið 1966.