,

Stefán Gísli á reynslu hjá Hammarby

Stefán Gísli Stefánnsson hefur undanfarna daga verið á reynslu hjá Sænska félaginu Hammarby.
 
Stefán sem er 17 ára gamall hefur verið lykilmaður í 2.flokki félagsins undanfarið ásamt því að æfa með meistaraflokki félagsins en með þeim lék hann 2 leiki á liðnu tímabili. Hann fjölhæfur leikmaður sem getur spilað allar stöður á miðjunni ásamt því að vera frábær bakvörður, þa hefur hann leikið 11 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
 
Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkar öfluga starf sem unnið er hjá okkur.
 
Það verður spennandi að fylgjast með Stefáni í framtíðinni enda einn af allra efnilegustu leikmönnum félagsins.
 
#viðerumÁrbær