,

Öflugt og endurnýjað Rafíþróttastarf

Rafíþróttadeild Fylkis verður með öflugt og endurnýjað starf á nýju ári í samstarfi við Esports Coaching Academy!

Rafíþróttir eru frábært tækifæri fyrir ungmenni til að efla sig sem einstaklinga og kynnast jafnöldrum í gegnum tölvuleikja áhugamálið.

Í vor verður boðið upp á fjóra æfingahópa sem koma til móts við mismunandi aldur, getu og áhugasvið ungmenna. Í 8-10 og 10-13 ára Mix hópnum er aðal áherslan á að mynda félagsleg tengstl við jafnaldra í gegnum tölvuleikina, prófa nýja leiki og hafa gaman. En í Fortnite og 14-16 ára hóp eru markvissari æfingar þar sem iðkendur vinna að því að bæta sig í ákveðnum leik. Í öllum hópum er líkamleg hreyfing og læra iðkendur um heilbrigða spilunarhætti.

Æfingatímar verða lengri sem leyfir okkur að halda betri og heildstæðari æfingar, þar sem nægur tími gefst í upphitun, fræðslu, æfingar og spil. Einnig verða viðburðir eins og mót, æfingaleikir og félagskvöld yfir önnina, sem gefa iðkendum markmið til að vinna að og tækifæri að byggja vináttubönd sem ná út fyrir tölvuskjáinn.

Með þessum breytingum er Rafíþróttadeild Fylkis að taka stórt skref í átt að hágæða rafíþróttastarfi sem uppfyllir alla þá gæðastaðla sem rafíþróttir standa fyrir. Með auknum gæðum á starfinu verður Fylkir ekki bara brautryðjandi í auknum gæðum rafíþrótta á Íslandi, heldur einnig fyrirmyndar klúbbur sem horft verður til í vexti rafíþrótta um allan heim.

Skráning á vorönn er komin af stað á Sportabler, en æfingataflan verður birt fljótlega ásamt æfingaplani fyrir hvern hóp.

Ekki missa af þessu tækifæri í hinum spennandi heimi rafíþrótta, vertu hluti af hreyfingu sem er að endurnýja framtíð rafíþrótta.