Iðkendur í 4. flokki karla og 3.flokki kvenna hjá Fjölni/Fylki í handbolta sækja og farga jólatrjám í póstnúmeri 110 þann 7. janúar 2025, sem hluti af fjáröflun fyrir flokkana.

Förgun fyrir hvert tré kostar 4.000 krónur. Samhliða skráningu þarf að leggja inn á reikning 0331-26-5805, kt 571083-0519 og senda kvittun á fylkir@fylkir.is með heimilisfang sem tilvísun.

Athugið að tekið verður við skráningum til kl 22.00 þann 6. janúar og verður ekki hægt að panta förgun eftir það. Við verðum líka snemma á ferðinni þriðjudaginn 7. janúar.

Skráning fer fram hér að neðan !

https://forms.gle/MDk9jWLPMBHcDKqB9

Föstudaginn 20. desember sl. voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fylkis árið 2024. Einnig voru veitt heiðursmerki félagsins.

Íþróttafólk Fylkis 2024 voru valin Davíð Þór Bjarnason frá fimleikadeild og Karen Thuy Duong Vu frá karatedeild.

 

Íþróttakarl Fylkis 2024

Davíð Þór Bjarnason                   Fimleikar

Davíð var valinn í unglingalandsliðið á þessu ári 2024 og keppti hann á Norðurlandamóti í Helsinki. Hann vann til fjölda verðlauna á síðustu árum á mismunandi mótum. Davíð er í unglingalandsliði Íslands og er á góðri leið með að verða valinn til að taka þátt í alþjóðlegri keppni. Hann er ekki bara frábær íþróttamaður heldur þjálfar hann líka yngri iðkendur deildarinnar.

Íþróttakona Fylkis 2024

Karen Thuy Duong Vu                Karate

Karen hefur náð mjög góðum árangri á þessu ári, m.a.

1. Sæti á open Reykjavík International games
1. Sæti á Copenhagen Open
1. Sæti  á Íslandsmeistaramóti fullorðna
2. Sæti á Norðurlandameistaramót

Karen Thuy Duong Vu og Davíð Þór Bjarnason íþróttafólk Fylkis 2024.

 

Heiðursmerki félagsins

Heiðursmerki félagsins eru veitt þeim sem hafa unnið gott starf fyrir félagið og þá bæði um að ræða sjálfboðaliða og launaða starfsmenn.

Veitt voru silfurmerki Fylkis, gullmerki Fylkis og Fylkiskrossinn en hann er æðsta heiðursmerki félagsins.  Aðeins 20 einstaklingar mega bera heiðurskross félagsins hverju sinni.

 

Silfurmerki Fylkis

Árni Leó Þórðarson, hefur unnið frábært starf fyrir félagið á undanförnum árum og tekið þátt í mörgum verkefnum eins og framkvæmd leikja í fótboltanum á sumrin.

David Patchell, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Fylkis og á stóran þátt í endurreisn deildarinnar

Hulda Björk Brynjarsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Fylkis.  Hefur gert frábæra hluti með starf deildarinnar ásamt því að koma að fleiri verkefnum innan félagsins

Kristófer Gísli Hilmarsson, þjálfari hjá fimleikadeild Fylkis.  Hef unnið fráfært starf innan deildarinnar á undanförnum árum.

Frá vinstri: Árni Leó Þórðarson, Hulda Björk Brynjarsdóttir, David Patchell

Kristófer Gísli Hilmarsson

 

Gullmerki Fylkis

Elvar Örn Þórisson, hefur starfað m.a. fyrir fótboltann og körfuboltann um árabil og tekið að sér mörg mikilvæg verkefni með frábærum árangri.

Elvar Örn Þórisson

 

Fylkiskrossinn

Óskar Sigurðsson

Óskar tók þátt í stofnun knattspyrnudeildar Fylkis og varð fyrsti formaður deildarinnar.  Einnig var hann fyrsti þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu árin 1972 og 1973.

Óskar Sigurðsson

 

Dregið hefur verið í jólahappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis og má sjá vinningsnúmerin hér fyrir neðan.

Þau sem eru með miðanr. sem dregin voru út þurfa að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is til að fá upplýsingar hvernig sé hægt að nálgast vinninga.

Vegna hátíðanna þá verða vinningar ekki afhentir fyrr en í byrjun janúar.

Vinsamlegast opnið neðangreindan hlekk til að sjá vinningaskrána.

Vinningsnúmer í jólahappadrætti

Nú styttist í Þorláksmessu
Við hvetjum fólk til að tryggja sér borð í Skötuveisluna okkar.

Fylkir hefur gert samning við Bjarna Þórð Halldórsson um að taka við starfi aðalþjálfara kvennaliðs Fylkis.

Bjarni Þórður er Fylkisfólki vel kunnur en hann á að baki fjölda leikja með félaginu ásamt því að hafa komið að þjálfun allra flokka til margra ára, nú síðast sem markmannsþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Bjarni Þórður er auk þess Árbæingur og Fylkis maður alveg í gegn.

Við hjá félaginu höfum miklar væntingar til samstarfsins við Bjarna Þórð og hlökkum til að vinna með honum að áframhaldandi framgangi kvennaknattspyrnunnar hjá Fylki.

Um leið þakkar Fylkir Gunnari Magnúsi Jónssyni fyrir gott starf hjá Fylki í þau tvö ár sem hann var hjá okkur sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Við þökkum honum fyrir hans framlag til Fylkis og óskum honum alls hins besta í hans næstu verkefnum.

#viðerumÁrbær

Guðmar Gauti Sævarsson hefur verið valinn í lokahóp U-17 ára landsliðs karla sem tekur þátt í undankeppni EM 2025.
 
Undankeppnin fer fram hér á Íslandi dagana 25.10 – 5.11.
 
Guðmar er afar efnilegur leikmaður sem hefur átt fast sæti í landsliðinu undanfarin ár. Einnig er hann algjör lykilmaður í 2.flokki félagsins ásamt því að æfa og spila með meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.
 
Við óskum Guðmari innilega til hamingju með valið!


 
#viðerumÁrbær
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki mun láta af störfum hjá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar.
 
Ragnar Páll Bjarnason, formaður Knattspyrnudeildar Fylkis:
,,Rúnar Páll er búinn að vinna afar gott starf hjá Fylki þau rúmu þrjú ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá okkur. Við kveðjum Rúnar Pál Sigmundsson með þökkum fyrir allt hans framlag til Fylkis um leið og við óskum honum alls hins besta í næstu verkefnum sem hann mun taka að sér.”
 
Rúnar Páll Sigmundsson:
,,Mér hefur liðið virkilega vel hjá Fylki allan minn tíma hjá félaginu. Ég vil þakka starfsfólki, leikmönnum, stjórn, meistaraflokksráði sem og stuðningsfólki Fylkis fyrir samstarfið og stuðninginn við Fylkisliðið og mín störf á undanförnum árum. Fylkir er frábært félag með umgjörð og aðstæður sem eru til mikillar fyrirmyndar.”
 
#viðerumÁrbær
📸Hafliði Breiðfjörð
Næst er það Krókurinn – rútuferð í boði.
 
Það var frábær stemmning í stúkunni á Samsung vellinum í frábærum sigri okkar stúlkna og þökkum við öllum þeim sem mættu og studdu stelpurnar til sigurs.
 
Næsti úrslitaleikur hjá stelpunum er laugardaginn 7. September kl: 14:00 þegar þær mæta Tindastól á Sauðárkróki. Með sigri kemst liðið upp úr fallsæti þegar einn leikur er eftir.
 
Boðið verður upp á rútuferð norður og til baka og kostar sætið aðeins 2500 kr. Lagt verður af stað klukkan 09:00 frá Fylkisheimilinu. Áætluð heimkoma er milli 19:00 og 20:00.
 
Skráning í ferðina er hér að neðan eða með tölvupósti á juliusorn@outlook.com.
 

Vegna starfsmannaferðar þá verður Fylkishöllin lokuð 1. – 5. ágúst

 
Minnigarleikur Egils Hrafns Gústafssonar fór fram á Fylkisvelli fyrir framan rúmlega 400 áhorfendur í gær þegar 2.flokkur karla fékk Hauka í heimsókn. Veðrið var með allra besta móti eins og leikurinn sjálfur en hann endaði með 7-4 sigri Fylkismanna. Það var öllum greinilegt að Egill Hrafn átti stóran þátt í öllu sem við kom leiknum.
 
Það var falleg stund fyrir leik í gær þar sem fyrirliði Hauka afhenti foreldrum Egils peninga gjöf í minningarsjóð Egils en þeir gáfu sektarsjóð sinn í þetta fallega málefni.
 
Fylkir fékk svo að gjöf frá minningarsjóði Egils bekk sem mun án efa njóta sín við æfingavöll Fylkis og hefur hann fengið nafnið Egilsstúka, með tveim emojum – hjarta og geit. Þeir sem ekki þekkja til þá er geitar merkið notað sem G.O.A.T. eða greatest of all time. Félagar hans og hann sjálfur notuðu þetta merki mjög mikið sín á milli. Þegar við sitjum á bekknum ætlum við að elska og njóta leiksins eins og Egill gerði svo eftirminnilega.
 
Við viljum þakka Haukum sérstaklega fyrir skemmtilegan leik og frábæra gjöf og einnig þeim sem mættu og gerðu leikinn svona eftirminnilegan fyrir okkur öll! Það er á svona stundum sem maður finnur að fótboltinn er svo mikið meira en fótbolti. Samstaðan og liðsheildin er einstök,
 
Eftir leik var svo Fylkisstrákunum öllum boðið í Pizzaveislu þar sem minnst var Egils með skemmtilegum sögum.
 
Þeir sem ekki komust á leikinn en vilja styrkja sjóðinn er bent á reikningsnúmer hans:
kt. 540723-0600 reikningsnúmer 0515-14-007962.
 
#viðerumÁrbær