, ,

Úrslitaleikur á Króknum – rútuferð í boði

Næst er það Krókurinn – rútuferð í boði.
 
Það var frábær stemmning í stúkunni á Samsung vellinum í frábærum sigri okkar stúlkna og þökkum við öllum þeim sem mættu og studdu stelpurnar til sigurs.
 
Næsti úrslitaleikur hjá stelpunum er laugardaginn 7. September kl: 14:00 þegar þær mæta Tindastól á Sauðárkróki. Með sigri kemst liðið upp úr fallsæti þegar einn leikur er eftir.
 
Boðið verður upp á rútuferð norður og til baka og kostar sætið aðeins 2500 kr. Lagt verður af stað klukkan 09:00 frá Fylkisheimilinu. Áætluð heimkoma er milli 19:00 og 20:00.
 
Skráning í ferðina er hér að neðan eða með tölvupósti á juliusorn@outlook.com.