Rúnar Páll lætur af störfum eftir tímabilið
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki mun láta af störfum hjá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar.
Ragnar Páll Bjarnason, formaður Knattspyrnudeildar Fylkis:
,,Rúnar Páll er búinn að vinna afar gott starf hjá Fylki þau rúmu þrjú ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá okkur. Við kveðjum Rúnar Pál Sigmundsson með þökkum fyrir allt hans framlag til Fylkis um leið og við óskum honum alls hins besta í næstu verkefnum sem hann mun taka að sér.”
Rúnar Páll Sigmundsson:
,,Mér hefur liðið virkilega vel hjá Fylki allan minn tíma hjá félaginu. Ég vil þakka starfsfólki, leikmönnum, stjórn, meistaraflokksráði sem og stuðningsfólki Fylkis fyrir samstarfið og stuðninginn við Fylkisliðið og mín störf á undanförnum árum. Fylkir er frábært félag með umgjörð og aðstæður sem eru til mikillar fyrirmyndar.”
#viðerumÁrbær
📸Hafliði Breiðfjörð