Bergljót Júlíana Kristinsdóttir er 19 ára markmaður sem kemur til Fylkis frá KR en er uppalin í Val. Hún hefur spilað 46 leiki í meistaraflokki fyrir KR og KH.
Ásdís Þóra Böðvarsdóttir
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir er 19 ára markmaður sem kemur til Fylkis frá KR en er uppalin í Val. Hún hefur spilað 46 leiki í meistaraflokki fyrir KR og KH.
Ásdís Þóra Böðvarsdóttir
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir
Júlía Huld Birkisdóttir og Margrét Lind Zinovieva hafa verið valdar til úrtaksæfinga U16- ára landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram í Miðgarði dagana 15. og 16. janúar undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U16 kvenna.
Báðar stúlkur eru fæddar árið 2009 og eru lykilmenn í 3.flokki félagsins og hafa æft með meistaraflokki í vetur.
Júlía er öflugur markvörður og Margrét útsjónarsamur miðjumaður en báðar hafa verið valdar í landslið áður.
Óskum við þeim innilega til hamingju
Iðkendur í 4. flokki karla og 3.flokki kvenna hjá Fjölni/Fylki í handbolta sækja og farga jólatrjám í póstnúmeri 110 þann 7. janúar 2025, sem hluti af fjáröflun fyrir flokkana.
Förgun fyrir hvert tré kostar 4.000 krónur. Samhliða skráningu þarf að leggja inn á reikning 0331-26-5805, kt 571083-0519 og senda kvittun á fylkir@fylkir.is með heimilisfang sem tilvísun.
Athugið að tekið verður við skráningum til kl 22.00 þann 6. janúar og verður ekki hægt að panta förgun eftir það. Við verðum líka snemma á ferðinni þriðjudaginn 7. janúar.
Skráning fer fram hér að neðan !
Föstudaginn 20. desember sl. voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fylkis árið 2024. Einnig voru veitt heiðursmerki félagsins.
Íþróttafólk Fylkis 2024 voru valin Davíð Þór Bjarnason frá fimleikadeild og Karen Thuy Duong Vu frá karatedeild.
Íþróttakarl Fylkis 2024
Davíð Þór Bjarnason Fimleikar
Davíð var valinn í unglingalandsliðið á þessu ári 2024 og keppti hann á Norðurlandamóti í Helsinki. Hann vann til fjölda verðlauna á síðustu árum á mismunandi mótum. Davíð er í unglingalandsliði Íslands og er á góðri leið með að verða valinn til að taka þátt í alþjóðlegri keppni. Hann er ekki bara frábær íþróttamaður heldur þjálfar hann líka yngri iðkendur deildarinnar.
Íþróttakona Fylkis 2024
Karen Thuy Duong Vu Karate
Karen hefur náð mjög góðum árangri á þessu ári, m.a.
1. Sæti á open Reykjavík International games
1. Sæti á Copenhagen Open
1. Sæti á Íslandsmeistaramóti fullorðna
2. Sæti á Norðurlandameistaramót
Karen Thuy Duong Vu og Davíð Þór Bjarnason íþróttafólk Fylkis 2024.
Heiðursmerki félagsins
Heiðursmerki félagsins eru veitt þeim sem hafa unnið gott starf fyrir félagið og þá bæði um að ræða sjálfboðaliða og launaða starfsmenn.
Veitt voru silfurmerki Fylkis, gullmerki Fylkis og Fylkiskrossinn en hann er æðsta heiðursmerki félagsins. Aðeins 20 einstaklingar mega bera heiðurskross félagsins hverju sinni.
Silfurmerki Fylkis
Árni Leó Þórðarson, hefur unnið frábært starf fyrir félagið á undanförnum árum og tekið þátt í mörgum verkefnum eins og framkvæmd leikja í fótboltanum á sumrin.
David Patchell, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Fylkis og á stóran þátt í endurreisn deildarinnar
Hulda Björk Brynjarsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Fylkis. Hefur gert frábæra hluti með starf deildarinnar ásamt því að koma að fleiri verkefnum innan félagsins
Kristófer Gísli Hilmarsson, þjálfari hjá fimleikadeild Fylkis. Hef unnið fráfært starf innan deildarinnar á undanförnum árum.
Frá vinstri: Árni Leó Þórðarson, Hulda Björk Brynjarsdóttir, David Patchell
Kristófer Gísli Hilmarsson
Gullmerki Fylkis
Elvar Örn Þórisson, hefur starfað m.a. fyrir fótboltann og körfuboltann um árabil og tekið að sér mörg mikilvæg verkefni með frábærum árangri.
Elvar Örn Þórisson
Fylkiskrossinn
Óskar Sigurðsson
Óskar tók þátt í stofnun knattspyrnudeildar Fylkis og varð fyrsti formaður deildarinnar. Einnig var hann fyrsti þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu árin 1972 og 1973.
Óskar Sigurðsson
Fylkir hefur samið við Guðrúnu Þóru Geirsdóttir til tveggja ára. Guðrún Þóra er Húsvíkingur og hefur leikið 75 leiki í öllum keppnum og skorað í þeim 10 mörk. Hún byrjaði meistaraflokksferill sinn hjá Völsungi en skipti yfir í Selfoss 2021 þar sem hún spilaði í Bestu deildinni og síðan í Lengjudeildinni 2024. Guðrún Þóra er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum.
„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa náð að semja við Guðrúnu Þóru, hún á vafalaust eftir að styrkja okkar lið í komandi átökum“ sagði Bjarni Þórður Halldórsson þjálfari meistarflokks kvenna hjá Fylki.
#besta2026
#árbæjarinsbesta
Rebekka Rut Harðardóttir og Birna Kristín Eiríksdóttir hafa framlengt samninga sína við Fylki til tveggja ára.
Rebekka Rut er uppalin í Árbænum og hefur spilað í gegnum alla yngri flokka félagsins. Rebekka sem verður tvítug á næsta ári er efnilegur markmaður sem á að baki 11 leiki fyrir meistaraflokk Fylkis. Hún mun nú fá stærra hlutverk eftir brotthvarf Tinnu Brár Magnúsdóttur og verður mjög spennandi að fylgjast með henni næsta sumar.
Birna Kristín sem einnig er uppalinn leikmaður verður 25 ára á næsta ári. Hún hefur spilað 57 leiki og skorað 6 mörk fyrir Fylki í öllum keppnum, en fyrsti leikur Birnu fyrir félagið var í Pepsi deildinni árið 2016. Þá hefur hún einnig leikið með Haukum og Fram þar sem hún lék á láni á síðustu leiktíð. Er mjög ánægjulegt að sjá að Birna haldi tryggð við Fylki þrátt fyrir áhuga marga annarra liða.
Rebekka Rut Harðardóttir
Birna Kristín Eiríksdóttir
Olivier Napiórkowski hefur verið valinn til þátttöku í úrtaksæfingum U-16 ára landsliðs karla
Æfingarnar fram dagana 13. – 15.janúar 2025 í Miðgarði í Garðabæ undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar landsliðsþjálfara U-16 karla.
Olivier er fæddur 2009 og er eldfljótur vængmaður/bakvörður með öflugan vinstri fót. Olivier hefur tekið þátt í æfingaleikjum meistaraflokks í lok árs.
Guðmar Gauti Sævarsson og Stefán Logi Sigurjónsson leikmenn Fylkis hafa verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum U-17 ára landsliðs karla. Báðir drengir eru fæddir 2008 og spilar Guðmar oftast sem miðjumaður en Stefán sem varnarmaður.
Æfingarnar fara fram dagana 7. – 9.janúar 2025 í Miðgarði í Garðabæ undir stjórn Lúðvíks Gunnarsson, landsliðsþjálfara U17 karla.
Guðmar Gauti stimplaði sig inn í meistaraflokk félagsins í ár og kom við sögu í 13 leikjum Fylkis á síðustu leiktíð. Hann hefur spilað 13 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands (U-15, U-16 og U-17)
Stefán Logi hefur tekið þátt í æfingaleikjum meistaraflokks nú í lok árs. Þá var hann ónotaður varamaður í Mjólkurbikarleik gegn KR sumarið 2023. Hann á 3 landsleiki að baki fyrir U-15 ára landslið Íslands.
Dregið hefur verið í jólahappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis og má sjá vinningsnúmerin hér fyrir neðan.
Þau sem eru með miðanr. sem dregin voru út þurfa að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is til að fá upplýsingar hvernig sé hægt að nálgast vinninga.
Vegna hátíðanna þá verða vinningar ekki afhentir fyrr en í byrjun janúar.
Vinsamlegast opnið neðangreindan hlekk til að sjá vinningaskrána.