Vissir þú að Fylkir er með körfuboltadeild?
 
Skoðaðu hvenær æfingar eru fyrir þinn aldur hér á heimasíðu Fylkis og kíktu á æfingu ! 
Fylkir leik sinn fyrsta leik í meistaraflokki karla í körfubolta í 24 ár þegar liðið heimsótti Fjölni B í Dalhús í 2.deild karla.
 
Fylkir stofnaði meistaraflokks lið í ár eftir að körfuknattleiksdeild félagsins varð endurvakinn í fyrra. Leikurinn tapaðist 76-64. Það verður gaman að fylgjast með framþróun körfuboltans í Fylki en yngri flokkar félagsins eru fjölmennir og hafa byrjað tímabilið með miklum sóma !
 
Næsti leikur liðsins er 22.september þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn ! Við hvetjum alla til að koma á leiki og styðja liðið !
 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær
Fylkir sendi 4 lið á TM mótið í eyjum í júní þetta árið. Liðin voru Fylki til sóma og stóðu sig vel. Fylkisliðin komu heim með tvo bikara af mótinu sem verður að teljast ansi vel af sér vikið. Stelpurnar tóku einnig þátt í hæfileikakeppninni með frábæru dansatriði.
Síðustu helgi var svo komið að símamótinu hjá sama hóp. Aftur voru send 4 lið til keppni. Gleðin var alsráðandi hjá stelpunum og áberandi voru miklar framfarir hjá stelpunum.
 
Hrikalega skemmtilegur dagur var hjá okkur í Fylki í síðustu viku þegar strákar úr yngri flokkum Fylkis mættu á opna æfingu með meistaraflokki félagsins.
Veðrið lék svo sannarlega við þessa 200 iðkendur sem mættu og aðstæður voru frábærar á WURTH vellinum i dag.
 
Æfinguna var svo grillveisla þar sem allir gæddu sér á pylsum og svala í boði knattspyrnudeildar Fylkis
 
Takk fyrir daginn strákar þetta var frábært!

Nú er sumarið á næsta leyti og langar okkur að virkja iðkendur félagsins í því að kynna starf Knattspyrnudeildar Fylkis fyrir þeim sem ekki hafa prófað hjá okkur æfingar.

Fyrirkomulagið er einfalt, iðkendur fara inn í skólana og hvetja vini eða vinkonu sína þar sem ekki eru að æfa til þess að koma með sér á æfingu.

Þeir sem koma með iðkanda fá glaðning frá Knattspyrnudeild Fylkis.

8 verðlaun á Grand Prix

Um síðustu helgi fór fram annað Grand Prix mót ársins í karate.

Fylkir sendi frá sér keppendur og eins og venjulega stóðu þau sig frábærlega!
Fylkir hreppti fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons.
Sannarlega frábær árangur hjá þessum efnilega hóp!

Þá voru Ísold og Sammi mætt sem þjálfarar en þau voru að spreyta sig í því hlutverki í fyrsta skipti fyrr á árinu.

#viðerumÁrbær

 

 

 

Tveir Fylkismenn í A landsliðinu !
Gaman að segja frá því að Fylkir átti tvo fulltrúa í Íslenska landsliðinu í blaki á CEV SCA móti í Færeyjum sem fór fram um helgina.
Það voru þeir Atli Fannar Pétursson og Kristinn Freyr Ómarsson og stóðu þeir sig með mikilli prýði,
meðal annars var Kristinn valinn í draumalið mótsins sem besti frelsingi mótsins🖤 🧡