Veistu ekki hvað á að gefa henni eða honum í jólagjöf ? Við erum með lausnina. Frábær Fylkis dúnjakki sem hentar í flestum veðurskilyrðum og í rétta litnum fyrir leikina allt árið 

Hvað er betra en að gefa flotta gjöf og styrkja félagið í leiðinni ?

Jakkinn kostar 20.000kr og er til í stærðum S – 3XL !

Pantanir berast til tomasingi@fylkir.is

Laugardaginn 10.desember skrifuðu margir af okkar efnilegustu leikmönnum undir samning við félagið. Það er fagnaðrefni að okkar öfluga yngri flokka starf
skili upp ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Flestir af þessum leikmönnum hafa þegar fengið reynslu með meistaraflokkum félagsins og staðið sig vel.

Frá vinstri:

Aron Örn Þorvarðarson er fæddur árið 2002 og er efnilegur bakvörður sem gekk nýlega upp úr öðrum flokki félagsins.

Erna Þurý Fjölvarsdóttir er fædd árið 2005 og er sóknarmaður sem steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í Pepsi Max deildinni á nýliðinu tímabili.

Aron Snær Guðbjörnsson er fæddur árið 2004 og er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður aftarlega á vellinum.

Rebekka Rut Harðardóttir er fædd árið 2005 og er gríðarlega efnilegur markmaður sem spilaði stórt hlutverk í öðrum og þriðja flokki félagsins.

Bjarki Steinsen Arnarson er fæddur árið 2005 og spilar aðalega sem sóknarmaður en getur þó leyst fleiri stöður á vellinum. Bjarki var nýlega í æfingarhóp U-17 ára landsliðsins.

Ómar Björn Stefánsson er fæddur árið 2004 og er virkilega efnilegur sókarmaður sem fékk sínar fyrstu mínútur í Pepsi Max deildinni í fyrra.

Helga Valtýsdóttir Thors er fædd árið 2005 og er skapandi miðjumaður sem spilaði sinn fyrsta leiki í efstu deild á nýliðnu tímabili.

Ásberg Arnar Hjaltason er fæddur árið 2005 og er gríðarlega skapandi leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum. Hann hefur verið í æfingar og keppnishópum fyrir U-17 ára landsliðið undanfarið.

Fylkir fagnar því að ungir leikmenn haldi tryggð við félagið og hlökkum við mikið til í að fylgja þessum efnilegu leikmönnum áfram.

 

Frítt að æfa handbolta út október !
Handknattsleiksdeild Fylkis bíður öllum að koma og prófa handbolta frítt út október. Það hefur verið mikil uppbygging í handboltanum undanfarin ár og ætlum við að halda þeirri góðu þróun áfram.
 
Allir aldurshópar fara á keppnisferðir út á land ásamt því að elstu flokkarnir fara í keppnisferð á Partille Cup í Svíþjóð !
 
Við hvetjum alla til að koma og prófa handbolta !

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður í Fylkishöll 26.október 2021 kl 19:30

 

Kæru iðkendur, forráðamenn og félagsmenn Fylkis

Í ljósi umræðunar undanfarna daga viljum við upplýsa alla um þá verkferla og þann vettvang sem Fylkir nýtir sér við aðstoð tilkynninga og úrvinnslu slíkra málefna.
Mikilvægt er að einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhverskonar ofbeldi eða óæskilegri hegðun geti leitað til óháðs aðila sem er sérfræðingur í meðferð slíkra mála.
Hægt er að leita til Viðbragsráðs Fylkis og eru upplýsingar um það á heimasíðu félagsins. Þar er einnig að finna viðbragðáætlanir og stefnur sem taka á málum sem koma upp innan félagsins.
Vekjum svo sérstaka áherslu á samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir
er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við
Sigurbjörgu með því að senda póst á sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 839-9100
Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.