Knattspyrnudeild Fylkis og Rinat á Íslandi hafa gert á milli sín samsstarfssamning um markmannsvörur.
Rinat er mexíkóst merki sem sérhæfir sig í markmannshönskum og öðrum vörum fyrir markmenn. Rinat hefur notið gífurlegra vinsælda frá því að vörur frá merkinu urðu fáanlegar hérlendis vorið 2019.
Markverðir meistaraflokks karla og kvenna munu í sumar spila í hönskum frá Rinat og munu allir markmenn yngri flokka félagsins geta keypt hanska frá merkinu á sérstökum kjörum.
Mikil ánægja er með að samkomulag hafi náðst við Rinat og hlökkum við til að sjá markmenn félagsins bæta og þróa sinn leik í vörum frá merkinu.
Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt
Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.
Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.
Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
Ferlið er auðvelt:
1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.
Upplýsingar deilda:
Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493
Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300
Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805
Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817
Körfuknattleiksdeild 480294-2389, 0515-26-480294
Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496
Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402
Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdastjóri félagsins (hordur@fylkir.is)
Vegna umræðu á undanförnum dögum um hækkun æfingagjalda vill Knattspynudeild Fylkis koma á framfæri eftirfarandi:
- Launkostnaður þjálfara hjá Barna- og unglingaráði (BUR) er áætlaður um 67 mkr. á núverandi tímabili.
- Auk þess er kostnaður vegna keppnisbúninga hjá BUR innfalinn í æfingagjöldum (sem þýðir að foreldrar greiða ekki aukalega fyrir keppnisbúninga til viðbótar æfingagjöldum) og er sá kostnaður áætlaður 5 mkr. á núverandi tímabili.
- Ýmis annar kostnaður sem einnig ætti að vera dekkaður af æfingagjöldum er áætlaður 5 mkr. Hér er um að ræða mótakostnað, ferðakostnað vegna keppnisleikja (að hluta til), kostnað vegna bolta og annars búnaðar, afreksþjálfun, styrktarþjálfun, dómarakostnað, sjúkrabúnað auk dagpeninga og aksturspeninga til þjálfara.
- Áætlaðar tekjur af æfingagjöldum vegna iðkenda hjá BUR nema um 62 mkr á núverandi tímabili.
- Á ofangreindum lykiltölum sést að áætlað er að æfingagjöld hrökkvi fyrir u.þ.b. 80% af kostnaði við rekstri BUR (62 mkr. af 77 mkr.)
- Til að brúa þetta bil milli gjalda og tekna (u.þ.b. 15 mkr.) hefur BUR með kröftugum hætti komið á fót margskonar fjáröflunum, þar sem hæst ber mót fyrir yngstu flokkana. Þá má einnig nefna happdrætti Knattspyrnudeildar sem BUR fær hlutdeild í.
- Að ofangreindu er ljóst að æfingagjöld þyrftu að vera enn hærri en nú er til að standa undir kostnaði BUR og/eða að Reykjavíkurborg komi með mun mynduglegri hætti að starfseminni.
- Þegar bornar eru saman tölur á milli félaga verður að taka tillit til allra þátta því það er ólíkt á milli félaga hvað fellur undir æfingagjöld.
Við viljum taka fram að öll vinna á vegum einstaklinganna sem eiga sæti í BUR sem og stjórn deildarinnar, meistaraflokksráðum karla og kvenna er innt af hendi í sjálfboðavinnu fyrir félagið okkar.
Minnt er á að forráðamönnum gefst tækifæri til að lækka æfingagjöld um 20.000 á móti 8 klst „sjálfboðavinnu“ sem fólgin er í vinnuframlagi t.d. í kringum mót yngri flokka, á viðburðum hjá Fylki o.s.frv.
Við hjá Knattspyrnudeild Fylkis leggjum áherslu á að þróa með jákvæðum hætti starfsemi BUR með ríka áherslu á bæði uppeldis- og afreksstarf Fylkis.
Með ósk um áframhaldandi gott samstarf við foreldra og forráðamenn iðkenda hjá Knattspyrnudeild Fylkis.
Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis
Nýlega var dregið í nýárs happadrætti knattspyrnudeildar og í fyrsta vinning var glæsilegt málverk eftir Tolla sem metið er á 1.000.000 kr.- og var það miði númer 1138 sem var dreginn.
Systkinin Salim og Anna seldu miðann sem tryggði ömmu þeirra fyrsta vinning í nýárs happadrætti knattspyrnudeildar Fylkis. Við óskum þeim til hamingju með stóra vinningin.
Varst þú svo heppinn að hljóta einn af okkar flottu vinningum ? Vinningaskrána má sjá hér !
Hér má svo sjá Hörð Guðjónsson framkvæmdarstjóra Fylkis afhenta Salim og Önnu málverkið.