Síðustu daga hafa veðurspár fyrir Golfmót Fylkis nk föstudag ekki verið lofandi. Við höfum fylgst náið með og verið að vonast eftir því að úr spánum rættist eftir því sem nær drægi.
Nú er staðan hins vegar þannig að Veðurstofan er að spá suðvestan 13 – 17 m/s ásamt úrkomu fyrir Þorlákshöfn og nágrenni eftir hádegi á föstudag.
Í ljósi þessara aðstæðna neyðumst við því til að slá Golfmóti Fylkis á frest. Við munum klárlega taka upp þráðinn aftur með hækkandi sól á nýju ári.
Við þökkum fyrir góðar móttökur og áhugann fyrir þessum nýja viðburði í dagatali Fylkisfólks.
Með Fylkiskveðju,
„Golfnefnd Fylkis“