,

Theodór Ingi framlengir

Theodór Ingi Óskarsson einn allra efnilegasti leikmaður félagsins hefur framlengt samning sinn við Fylki út árið 2027.

Theodór fékk eldskírn sína í meistaraflokki á nýliðnu tímabili þar sem hann tók þátt í 22 leikjum og skoraði fjögur mörk. Tvö af þessum mörkum komu í 14 leikjum í Bestu deildinni. Hið fyrra kom í Akraneshöllinni í leik gegn ÍA í apríl og hið seinna kom í lokaleik Fylkis gegn Vestra úr vítaspyrnu.

Theodór spilaði einnig þrjá leiki fyrir U-19 ára landsliði Íslands á árinu.

Þessi bráðefnilegi sóknarmaður sem fagnar 19 ára afmæli sínu í næsta mánuði er sannarlega framtíðarleikmaður sem verður mjög spennandi að fylgjast með