,

Stóri dagur hjá Knattspyrnudeild Fylkis

Laugardaginn 2. april s.l. skrifuðu 10 af okkar efnilegustu leikmönnum undir samning við knattspyrnudeildina.
 
Við erum mjög stolt af því að semja við þessa leikmenn sem við teljum að eigi bjarta framtíð hjá okkur í Fylki. Leikmennirnir eru fæddir frá 2007-2004.
 
Leikmennirnir eru frá vinstri; Sævar Snær 2007, Theodór Ingi 2006, Stefán Gísli 2006, Þóroddur 2004, Þorkell 2004, Þórður Ingi 2005, Hlynur Andri 2004, Kolfinna 2006, Elísa Björk 2007 og Guðrún Embla 2006.
 
Til hamingju með nýju samningana !
 
#viðerumÁrbær