Aðalstjórn íþróttafélagsins Fylkis samþykkti í dag tillögu Björns Gíslasonar, formanns, um að vekja sérstaka athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við kórónaveiruna COVID-19. Iðkendur, þjálfarar, stjórnir deilda og forráðamenn félagsins eru hvattir til að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum. Þeir sem hyggja á ferðalög ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis. Félagið bendir öllum sem tengjast félaginu á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna veirunnar hafi aðilar verið á skilgreindum áhættusvæðum. Mælst er til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum fari í fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Hafa ber í huga þau áhrif sem aðgerðir stjórnvalda á áhættusvæðum geta haft á ferðaáætlanir og fylgjast vel með fréttum, þarlendis og á vef Embættis landlæknis þar sem skilgreiningar á svæðum með viðvarandi smit geta breyst hratt.

 

Embætti landlæknis uppfærir reglulega upplýsingar á vefsíðu landlæknis hér.

 

Mælst er til þess að iðkendur, þjálfarar og aðrir sem koma að starfi félagsins hugi vel að persónulegu hreinlæti (handþvottur, klútur fyrir vit við hnerra eða hósta). Með auðveldum hætti er hægt að draga úr sýkingarhættu með því að gæta vel að sínu persónulega hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.

 

Hér á vefsíðu Embættis landlæknis má sjá ráðleggingar til ferðamanna.

 

Íþróttafélagið Fylkir mun fylgjast náið með þróun mála og bregðast við þeim tilmælum sem berast frá yfirvöldum.   

Mikilvægt er að forráðamenn iðkenda fari eftir þeim leiðbeinandi reglum sem gefnar hafa verið út.

Félagið hefur gefið það út til þjálfara að forðast óþarfa snertingar milli iðkenda og starfsmanna.

Einnig að þjálfarar brýni fyrir iðkendum að þvo sér reglulega um hendur.

 

„Það er mikilvægt að við tökum öll höndum saman um að lágmarka áhrifin af veirunni. Förum að fyrirmælum fagaðila og almannavarna og fylgjumst vel með fréttum. Ég tek undir með Landlækni og segi: Almannavarnir eru við öll,“ segir Björn Gíslason formaður aðalstjórnar Fylkis.

 

Frekar upplýsingar til fjölmiðla veitir Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, í síma 862-7277.

Hörkuleikur Fylkir – Þróttur Nes í 8 liða úrslitum Kjörísbikarsins að baki. Fylkiskonur áttu góðan leik og náðu að velgja Þótturum undir uggum en urðu þó að sætta sig við 1-3 tap. (Hrinur fóru 11-25, 13-25, 25-23, 20-25)

Búið er að draga í happdrætti handknattleiksdeildar Fylkis 5. flokks kvenna. Hægt er að vitja ósóttra vinninga til Elsu fjármálastjóra Fylkis til 5.mars.

Vinningsnúmerin eru:

Vinningaskrá happdrættis 5. flokks Fylkis í handbolta
1. Vinningur 289
2. vinningur 813
3. vinnignur 839
4. vinningur 1681
5. vinningur 1066
6. vinningur 237
7. vinningur 227
8. vinningur 175
9. vinningur 2075
10. vinningur 2022
11. vinningur 501
12. vinningur 1076
13. vinningur 434
14. vinningur 478
15. vinningur 957
16. vinningur 996
17. vinningur 875
18. vinningur 319
19. vinningur 255
20. vinningur 946
21. vinningur 1099
22. vinningur 448
23. vinningur 276
24. vinningur 368
25. vinningur 254

Kjörísmót Blaksambandsins heldur áfram og á laugardaginn kl. 12 taka Fylkiskonur, með landsliðskonuna Birtu Björnsdóttur í fararbroddi, á móti Þrótti Nes í Fylkishöll.

Mætum öll og hvetjum okkar konur til sigurs.

ÁFRAM FYLKIR!!!

Hér má sjá Vinningsnr. í happadrættinu á Herrakvöldi Fylkis sem haldið var 24.janúar 2020

Birt með fyrirvara um prentvillur

Mætum á völlinn í kvöld, koma svo 🙂

Fylkir stendur fyrir verkefninu“fjölgun iðkenda hjá Fylki“

Nú gefst öllum krökkum í 3 og 4 bekk í Árbænum að prufa allar íþróttagreinar hjá Fylki, ókeypis í 2 mánuði.

 

Handbolti er á mánudögum í Fylkishöll kl. 16:15-17:15

Fótbolti er á þriðjudögum í Fylkishöll kl. 15:00-16:00

Blak er á miðvikudögum í Árbæjarskóla kl. 17:00-18:00

Karate er á fimmtudögum í Fylkisseli kl. 16:00-17:00

Fimleikar eru á föstudögum í Fylkisseli kl. 14:30-15:30

 

Þjálfarar deildanna munu taka á móti krökkunum og sjá um æfingarnar, sem eru settar upp eingöngu fyrir þetta verkefni.

 

Krökkunum er frjálst að mæta alla daga vikunnar á þessar æfingar, það þarf ekki að skrá krakkana, bara að mæta og njóta.

Frábærar fréttir, Fylkir gerir samstarfssamning við EYKT.

Í síðustu viku var skrifað undir samstarfssamning á milli Fylkis og EYKT ehf.
Með þessum samning verður EYKT einn af aðalstyrktaraðilum handknattleiks og knattspyrnudeildar félagsins. Merki fyrirtækisins mun vera á búningum meistaraflokka og búningum yngri iðkenda deildanna.

Samningurinn er til þriggja ára.

,, Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fylki. Það að semja við öflugt fyrirtæki sem EYKT hleypir í okkur krafti og erum við þakklát þessu góða hverfisfyrirtæki, þetta á eftir að vera gott samstarf. Okkur hlakkar mikið til að vinna með EYKT,“ segir Hafsteinn Steinsson verkefnastjóri hjá Fylki.

Byggingarfélagið Eykt var stofnað árið 1986, en stefna Eyktar er að byggja vönduð hús og önnur mannvirki, sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur.
Eykt hefur ávallt verið byggt upp og rekið með langtímasjónarmið í huga. Leiðarljós félagsins er að vera Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði og eru eftirfarandi markmið lögð til grundvallar í starfsemi fyrirtækisins:
• Eykt ætlar að vera í fremstu röð byggingarfyrirtækja landsins og tryggja með markvissu gæðakerfi og besta búnaði, að afhent vara sé ávallt í samræmi við skilgreindar gæðakröfur félagsins,
• Eykt vill að laga framleiðslu sína og þjónustu að þörfum viðskiptavina sinna með stöðugum umbótum,
• Eykt mun viðhalda sem best heilbrigði starfsmanna sinna og tryggja ávallt öryggi þeirra á vinnustað

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Fylkir spilar gegn Hamri á fimmtudag kl:20:00 í Norðlingaskóla.
Mætum og hvetjum strákana okkar til sigurs.
Þeir eru nú í 2. sæti í 1. deildinni ásamt HK B.
Áfram Fylkir!